Hönnun fyrir lítið: ábendingar frá ofurgestgjafanum Huma

Tískuritstjóri og ofurgestgjafi gefur upp leyndarmál sín um sparnaðarleiðir.
Airbnb skrifaði þann 9. apr. 2019
4 mín. lestur
Síðast uppfært 17. okt. 2023

Í Stockwell í Suður-London má finna ljósgrænt heimili frá Viktoríutímanum með hindberjableikri hurð. Ýttu á látúnshúninn á miðri hurðinni, gakktu upp niðurníddann stigann og þá blasir við þér gamalt rúm baðað í sólarljósi á plankaparketsgólfi fyrir framan skarpa grænbláa veggi. Verið velkomin á heimili ofurgestgjafans Huma sem er sögulegt fjögurra herbergja hús fullt af nútímaþægindum.

„Þetta er stórfenglegt, fagurfræðilegt samspil,“ sagði Mimi frá Vín í Austurríki sem er bara einn af fjölmörgum gestum sem hafa nefnt stíl og skreytingar Huma. „Hvert einasta smáatriði er úthugsað og það er saga bak við hvert einasta húsgagn.“

Þegar þú skoðar hugulsemina sem liggur að baki skreytinganna inni hjá Huma getur verið að þú takir ekki eftir því að hún hefur enga formlega þjálfun í innanhússhönnun heldur aðeins ástríðu fyrir heimilishönnun og löngun til að vinna að henni sem gestgjafi.

Ofurgestgjafinn gaf sér smá tíma frá því að mála bókaskáp til að segja frá því hvernig hún gerðist gestgjafi, gefa ábendingar um hvernig má endurnýja gamalt heimili fyrir lítið og hvernig hún heldur jafnvægi sem gestgjafi í fullu starfi sem ritstjóri á tímariti.

Allt á heimilinu þínu er svo heillandi og vel sett saman. Nýttir þú reynslu þína úr tímaritsútgáfunni?
„Ég vinn sem ritstjóri yfirlitsgreina fyrir sjálfstætt tískutímarit. En ég hef lengi haft áhuga á innanhússhönnun og það löngu áður en ég byrjaði að vinna við tímarit. Ég byrjaði að safna hlutum fyrir fyrsta heimilið mitt áður en ég átti fyrsta heimilið mitt. Ég elska smámuni eins og hnífapör og les tímarit í tætlur. Þetta voru allt undirstöðuatriði fyrir því hvernig ég myndi skreyta fyrsta heimilið mitt.“

Og ákvaðstu svo að nýta þér þetta sem gestgjafi á Airbnb?
„Þegar ég byrjaði fyrst árið 2012 stóðu Ólympíuleikarnir yfir og allir voru að tala um tekjumöguleikana. Ég ætlaði aldrei að stórgræða heldur bara að fylla tómarúm. Ég var á milli leigjenda og að selja íbúðina mína á sama tíma. Það var ekki fyrr en 2016 að ég byrjaði að bjóða gistingu á heimilinu mínu. Þangað til bjuggu aðrir hjá mér og ég ákvað bara að prófa Airbnb í einu af herbergjunum. Ég hélt að þetta yrði tímabundið en ég fyllti herbergin eitt á eftir öðru. Öll þrjú herbergin hafa verið á Airbnb frá því að síðasti leigjandinn minn flutti út síðasta sumar. Það var engin áætlun. Þetta vatt bara upp á sig og varð að lokum ofan á.“

Segðu okkur frá endurnýjun heimilisins þíns. Þetta virðist vera stórverkefni.
„Húsið var endurnýjað mikið. Ég vil ekki vita hve miklu ég eyddi í það en mestur kostnaðurinn fór í vinnuna, byggingaraðila, pípara, múrara og annað sem ég get ekki gert sjálf. Innréttingarnar kostuðu mun minna en fólk myndi halda. Ég er gagntekin af kostakaupum. Ég borga sjaldan fullt smásöluverð fyrir neitt. Mikið af húsgögnunum hjá mér eru gömul og ég fengið þau fyrir mjög lítið á eBay. Sumt var ókeypis af því að ég rakst einfaldlega á það. Eins og þegar ég fór í heimsókn til bróður míns og sá stól og kallaði: „Stoppaðu bílinn!“ Lögun stólsins var mjög falleg og hann var skordýralaus (þú þarft alltaf að staðfesta það!) svo að ég gat málað hann. Ég get umbreytt slitnum mun ef grunnurinn er góður.“

Hefur þú einhverjar ábendingar fyrir gestgjafa sem vilja endurskreyta ef þeim finnst fara of mikill tími og peningur í það?
„Til að byrja með er málning ódýrasta leiðin til að breyta herbergi. Það er hægt að gera ótrúlega mikið með málningu miðað við kostnað. Að mínu mati er alltaf slæmt að velja hvíta málningu. Ef þú ert ekki með riseign í iðnaðarhúsnæði þá verður hún köld, dauf og strax óhrein. Ég nota oftast gráan lit. Þú getur fengið hlutlausan bakgrunn sem passar við allt en er fágaðri en hvítur og verður ekki óhreinn jafn fljótt. Ljósgrár er góður kostur fyrir fólk að prófa ef það er ekki vant því að nota liti af því að hann getur passað við nánast hvað sem er.“

Hvernig heldur þú jafnvægi sem gestgjafi meðfram fullu starfi?
„Ég vinn heima flesta daga sem veitir mér sveigjanleika til að taka á móti gestum. Ég held ekki að ég gæti gert þetta ef ég þyrfti að fara á skrifstofuna allan daginn. Ég er með kveikt á báðum skjáunum og skipti á milli stjórnborðsins og skilaboða á Airbnb og vinnunnar við tímaritið. Ég get ekki alltaf svarað um leið en í flestum tilfellum svara ég innan 30 mínútna og gestum finnst vanalega mikið til þess koma og kunna að meta það. Ég fæ svo tilkynningar í gegnum Airbnb appið svo að ég þurfi ekki að stara stanslaust á tölvuskjáinn.

„Þegar ég fæ mér kaffi að morgni passa ég að ég eigi ekkert ógert svo að ég geti skipulagt það sem eftir er af deginum. Ég þarf þó að einbeita mér að því og huga að skipulaginu ásamt því sem þarf að hreinsa og undirbúa fyrst. Ég byrja alltaf á svefnherberginu. Það er verst að vera með hálfklárað svefnherbergi þegar gesturinn kemur. Síðan byrja ég á baðherbergjunum.“

Viltu bæta einhverju við?
„Í upphafi hafði ég áhyggjur ef það voru fáar bókanir í mánuðinum en ég hef lært að hafa minni áhyggjur af því. Ef þú gerir þitt besta þá verður bókað hjá þér. Hafðu traust á því sem þú hefur upp á að bjóða. Ó já, og þú munt aldrei þrífa jafn mikið og þvo jafn mikinn þvott á ævinni.“

Airbnb
9. apr. 2019
Kom þetta að gagni?