Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  COVID-19 og gistirekstur: Hvernig er hægt að lágmarka áhrifin

  COVID-19 og gistirekstur: Hvernig er hægt að lágmarka áhrifin

  Ferðamenn vilja aukinn sveigjanleika. Svona geta gestgjafar brugðist við eins og er.
  Höf: Airbnb, 10. mar. 2020
  3 mín. lestur

  Uppfært 16. mars 2020

  Kórónaveiran (COVID-19) hefur áhrif á marga í samfélagi okkar, hvort sem það er af persónulegum ástæðum eða vegna truflana á ferðaáætlunum eða gestaumsjón. En þrátt fyrir að margir ferðamenn vilji frekar vera heima hjá sér á þessum óvissutíma eru sumir enn að hugsa um gistingu nálægt sér eða ferðalög síðar meir.

  Svona geta gestgjafar komið til móts við þarfir þessara gesta eins og er:

  • Bjóddu upp á sveigjanlegri afbókunarreglu. Skiljanlega eru margir gestir óvissir varðandi bókanir á ferðum fram í tímann. Ef þú ert með stranga afbókunarreglu eins og er ættir þú að íhuga að skipta yfir í sveigjanlega eða hóflega afbókunarreglu (þú getur alltaf skipt aftur yfir í stranga afbókunarreglu eftir þörfum). Gestum gæti liðið betur við að gera nýja bókun vitandi af sveigjanleika til að afbóka.
  • Opnaðu fyrir lengri gistingu í dagatalinu þínu og bjóddu upp á viku- eða mánaðarafslátt. Margir gestir gætu verið að leita að viku- og mánaðargistingu nær heimilinu. Með því að opna fyrir lengri gistingu í dagatalinu þínu getur þú náð til þessara gesta, öðlast meiri stöðugleika yfir mánuðinn og dregið úr þeim tíma sem fer í þrif og undirbúning fyrir nýja gesti. Íhugaðu að bjóða afslátt af gistingu sem varir í 7 daga eða lengur en minna en 50% gestgjafa bjóða upp á viku- eða mánaðarafslátt og þeir sem gera það fá yfirleitt fleiri bókanir fyrir lengri gistingu.
  • Láttu gesti vita að eignin þín sé með þægindunum sem þeir þurfa núna. Þar sem margir standa frammi fyrir lokun skóla og skipta yfir í fjarvinnu gætu þeir sem bóka gistingu haft áhuga á vinnu- og fjölskylduvænum eignum. Ef eignin þín býður upp á þráðlaust net, þægilega vinnuaðstöðu og/eða hentar börnum skaltu muna að uppfæra þægindin hjá þér til að sýna það. Hafðu í huga að við hvetjum alla gesti til að virða leiðbeiningar á hverjum stað varðandi samkomur eða samskipti.
  • Bjóddu upp á sjálfsinnritun. Margir gestir gætu kosið að innrita sig sjálfir frekar en að hittast á staðnum. Íhugaðu að koma fyrir lyklaboxi eða snjalllás með talnaborði ef þú getur. Mundu að uppfæra skráningu þína til að bæta við sjálfsinnritun.
  • Farðu yfir ræstingarferlið hjá þér. Gestir gætu viljað frekari upplýsingar um hreinlæti eignarinnar. Íhugaðu að segja frá því hvaða hreingerningarvörur þú notar, hve oft eignin er þrifin, hvaða hreingerningarvörur standa gestum til boða og öðrum ítarupplýsingum. Við mælum með því að allir gestgjafar fari yfir þessi hreinlætisráð frá Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC).

  Fleiri ábendingar um gestaumsjón

  Við vorum einnig að kynna verkfæra- og þjónustuvöndul, sem við köllum „sveigjanlegri bókanir“, til að auðvelda gestaumsjón og veita gestum aukið öryggi á ferðum sínum á þessum óvissutímum. Svona er vöndullinn:

  • Gestgjafar geta boðið beinar endurgreiðslur. Margir gestir hafa orðið fyrir truflunum á ferðaáætlunum sínum vegna kórónaveirunnar og gestgjafar hafa spurt hvernig þeir geti komið til móts við gesti sem þurfa að afbóka. Við höfum því bætt við nýju verkfæri svo að hægt sé að endurgreiða gestum beint.
  • Gestum hjálpað að finna skráningar með sveigjanlegum afbókunarreglum. Við höfum kynnt nýja leitarsíu sem sýnir skráningar með sveigjanlegri afbókun svo að gestir geti auðveldlega fundið skráningarnar sem henta þeim best.

  Á þessum óvissutímum biðjum við alla samfélagsmeðlimi okkar um að sýna tillitsemi þegar gestgjafar okkar og gestir þurfa að afbóka. Við fylgjumst náið með leiðbeiningum frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldum eftir því sem aðstæður breytast og biðjum gesti og gestgjafa um að fylgja opinberum leiðbeiningum og ráðleggingum.

  Upplýsingar varðandi reglur okkar um gildar málsbætur, þar á meðal gjaldgengar bókanir, dagsetningar og svæði má finna á þessari síðu í hjálparmiðstöðinni með nýjustu upplýsingum um afbókanir án gjalda og við leggjum til að bókamerkja hana. Fylgstu áfram með frekari upplýsingum í algengum spurningum en þar munum við svara helstu spurningunum sem berast.

  Þakka þér enn og aftur fyrir að vera gestgjafi og fyrir þolinmæði þína og skilning á meðan við vinnum að því að styðja við allt samfélag okkar.

  Airbnb
  10. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?