Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  COVID-19 og gistirekstur: Hvernig er hægt að lágmarka áhrifin

  Þessar ábendingar geta hjálpað gestgjöfum að bjóða ferðamönnum meiri sveigjanleika eins og er.
  Höf: Airbnb, 10. mar. 2020
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu

  Kórónaveiran (COVID-19) hefur áhrif á marga í samfélagi okkar, hvort sem það er af persónulegum ástæðum eða vegna truflana á ferðaáætlunum eða gestaumsjón.

  Þar sem milljónir ferðast áfram með Airbnb skiljum við að margir gætu kosið sveigjanlega valkosti á þessum óvissutímum. Svona geta gestgjafar áfram náð til ferðamanna eins og er:

  • Bjóddu upp á sveigjanlegri afbókunarreglu. Ef þú ert með stranga afbókunarreglu eins og er ættir þú að íhuga að skipta yfir í sveigjanlegu eða hóflegu afbókunarregluna (þú getur alltaf skipt aftur í ströngu afbókunarregluna eftir þörfum). Gestum gæti liðið betur við að bóka nýjan stað vitandi af sveigjanleika við afbókun.
  • Opnaðu dagatalið þitt fyrir lengri gistingu og bjóddu upp á viku- eða mánaðarafslátt.Minna en 50% gestgjafa bjóða upp á viku- eða mánaðarafslátt. Þeir sem gera það fá yfirleitt fleiri bókanir fyrir langtímadvöl en það getur hjálpað þér að ná til fleiri gesta, veitt þér meiri stöðugleika yfir mánuðinn og dregið úr tíðni þrifa.

  Við erum einnig að vinna að tóla- og þjónustuvöndli, sem við köllum „sveigjanlegri bókanir“, til að auka öryggi gestgjafa og gesta vegna ferðalaga á þessum erfiðu tímum. Hann mun ná yfir eftirfarandi:

  • Gestgjafar geta boðið beinar endurgreiðslur. Margir gestir hafa orðið fyrir truflunum á ferðaáætlunum sínum vegna kórónaveirunnar og gestgjafar hafa spurt hvernig þeir geti komið til móts við gesti sem þurfa að afbóka. Við erum því að smíða nýtt tól fyrir gestgjafa til að endurgreiða gestum beint.
  • Gestum hjálpað að finna skráningar með sveigjanlegum afbókunarreglum. Gestir geta brátt síað leitarniðurstöður eftir sveigjanlegri, hóflegri eða strangri afbókunarreglu til að finna auðveldlega það sem þeim hentar.

  Við munum kynna þessa nýju eiginleika, tól og hvata og látum þig þá vita af því.

  Fleiri ábendingar um gestaumsjón

  Á þessum óvissutímum biðjum við alla samfélagsmeðlimi okkar um að sýna tillitsemi í hvert sinn sem gestgjafar okkar og gestir þurfa að afbóka. Hér eru meiri gagnlegar upplýsingar fyrir gestaumsjónina:

  • Við fylgjumst náið með leiðbeiningum frá stjórnvöldum og heilbrigðisyfirvöldum eftir því sem aðstæður breytast. Við munum útvíkka frekar reglur okkar um gildar málsbætur, þ. á m. varðandi gjaldgengar bókanir, dagsetningar og staðsetningar, svo að við bendum þér á að bókamerkja þessa síðu í hjálparmiðstöðinni fyrir nýjustu fréttir um afbókanir án endurgjalds.
  • Við sömdum öryggisreglur vegna COVID-19 sem allir í samfélagi Airbnb verða að fylgja. Gestgjafar og gestir verða að nota grímu og gæta nándarmarka. Gestgjafar verða einnig að fylgja fimm skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar. Viðbótarupplýsingar um hvernig best er að þrífa er að finna í ræstingarhandbókinni sem inniheldur sérfræðileiðbeiningar, gátlista og ítarlegar leiðbeiningar.
  • Með auknu hreinlæti getur þú verndað þig og komið í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 og annarra sjúkdóma.
  • Frekari fréttir er að finna í algengum spurningum okkar. Við erum að bæta við fleiri svörum við algengustu spurningunum

  Við vitum að mörg ykkar hafið deilt eigin ábendingum og veitt stuðning og okkur langar að bjóða ykkur að halda því áfram í félagsmiðstöðinni.

  Þakka þér enn og aftur fyrir að vera gestgjafi og fyrir þolinmæði þína og skilning um leið og við vinnum að stuðningi við allt samfélagið okkar.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu
  Airbnb
  10. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?