Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Ábendingar varðandi samskipti við alþjóðlega gesti

  Sköpunargáfa, góðvild og tækni eru lykillinn til að sigrast á tungumálaörðugleikum.
  Höf: Airbnb, 13. apr. 2021
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 13. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Notaðu látbragð til að miðla hlýju og góðum móttökum

  • Einfaldaðu samskipti þín: Veldu einföld orð, bentu og notaðu látbragð

  • Teiknaðu myndir til að hjálpa þér að eiga samskipti um hugmyndir, hluti og staðsetningar

  • Notaðu þýðingarforrit til að hjálpa þér að skrifa athugasemdir, tölvupósta eða leiðbeiningar

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um að gleðja fyrstu gestina

  Hlýja og vingjarnleiki skipta miklu máli

  Munur á tungumálum kann að virðast skelfilegur í upphafi, sérstaklega ef þú ert nýr gestgjafi, en margar leiðir eru færar til að finna bug á því. Byrjaðu á því að sýna hreinskilni, taka vel á móti og sýna vingjarnleika.

  „Ég held að flestir sem heimsækja þig séu þakklátir og ánægðir ef þú reynir að tala við þá,“ segir Jan, enskumælandi gestgjafi í Frakklandi. Ef eitthvað er óskýrt í þýðingunni leitar hann aðstoðar einhvers sem talar málið í nágrenninu. „Ef þetta verður mjög erfitt býð ég þeim yfirleitt bjór og kalla á franskan nágranna minn sem er ávallt til í að hjálpa mér,“ bætir Jan við og viðurkennir að drykkur geti verið alþjóðlegt merki um hlýjar móttökur.

  Einfaldaðu samskipti þín

  Þegar þú hefur komið á vinalegu sambandi við gestina þína getur þú notað látbragð, teiknað myndir og stuðst við einfaldar setningar svo að þið skiljið hvort annað. „Notaðu mjög einfalt málfar: nafnorð, sögn, andlag. Þetta krefst æfingar, þar sem við notum öll orðatiltæki mun meira en við höldum!“ segir Michele, gestgjafi frá Massachusetts.

  Sara, gestgjafi í London, komst að því að teikningar við morgunverðinn nægðu til að skipuleggja allan daginn fyrir kóreska gestinn hennar sem talaði enga ensku. „Ég teiknaði litlar myndir sem leiðbeiningar fyrir hann og við skemmtum okkur vel með þær“, segir hún. „Ég náði einnig í kort fyrir [neðanjarðarlest London] og merkti við alla staðina sem hann langaði að sjá og á hvaða stöð hann þurfti að fara.“

  Ég held að flestir sem heimsækja þig séu þakklátir og ánægðir ef þú reynir að tala við þá.
  Jan,
  Frakkland

  Tækniverkfæri geta bjargað deginum

  Tæknin getur veitt hjálparhönd til viðbótar við hefðbundin samskipti manna. Ástralski gestgjafinn Louise treystir oft á þýðingarforrit til að eiga í samskiptum við alþjóðlegu gestina sína. „Ég nota Google Translate í iPhone-símanum mínum,“ segir hún, „sem vinnur bæði úr texta og tali nokkuð vel.“

  Þú getur valið úr mörgum þýðingarforritum, þar á meðal eigin hugbúnað Airbnb, sem þýðir skráningarupplýsingar þínar og skilaboð sjálfkrafa á 30+ tungumál svo að gestir hvaðanæva úr heiminum geti kynnt sér eign þína og átt samskipti við þig á móðurmáli sínu.

  Gefðu upp mikilvægar upplýsingar á móðurmáli gesta

  Eitt annað sem gestgjafar hafa gert er að tryggja að mikilvægar upplýsingar eða afþreying fyrir gesti sé tiltæk á móðurmáli þeirra fyrir komu. Louise segir: „Ég fæ marga gesti frá Kína og þeir eru svo dásamlegir gestir að ég vil hvetja þá til að bóka. Því greiddi ég fyrir þýðingu á húsreglum mínum og yfirliti yfir húsleiðbeiningar mínar á einfaldaða kínversku. Þannig vita þeir nákvæmlega hvers er vænst og þeim líður vel.“

  Eins og þessir gestgjafar hafa sýnt er sköpunargáfa, opinn hugur og kannski smá tækni það eina sem þarf til að koma yfir tungumálaörðugleika. Taktu því sem er einstakt við hver ný samskipti fagnandi og þér verður umbunað með tækifærum til að tengjast gestum alls staðar að úr heiminum.

  Aðalatriði

  • Notaðu látbragð til að miðla hlýju og góðum móttökum

  • Einfaldaðu samskipti þín: Veldu einföld orð, bentu og notaðu látbragð

  • Teiknaðu myndir til að hjálpa þér að eiga samskipti um hugmyndir, hluti og staðsetningar

  • Notaðu þýðingarforrit til að hjálpa þér að skrifa athugasemdir, tölvupósta eða leiðbeiningar

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um að gleðja fyrstu gestina
  Airbnb
  13. apr. 2021
  Kom þetta að gagni?