Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Breytingar til að gera á skráningu þinni í dag

  Gerðu eignina þína að sjálfum áfangastaðnum með þessum uppfærslum.
  Höf: Airbnb, 18. jún. 2020
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 27. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Uppfærðu skráningarupplýsingar og myndir til að sýna þægindin sem gestir vilja núna, eins og einkarými utandyra

  • Uppfærðu ferðahandbókina þína, húsreglurnar og notandalýsingu gestgjafa

  • Breyttu bókunarstillingunum hjá þér til að fá fleiri gesti

  Nú þegar gestir eru byrjaði að skipuleggja aftur ferðalög sýna rannsóknir okkar að hægt sé að veita þeim innblástur. Samkvæmt nýlegri könnun á Airbnb* myndu 64% gesta sem hugsa um akstursferð á komandi mánuðum ekki enn ákveðið hvert þeir vilji fara; og þeir eru að leita sér að hugmyndum.

  Þar kemur skráningin þín inn. Gestir sögðu okkur til dæmis að þeir hefðu sérstakan áhuga á útivist og náttúrulífi. Nú er því gott að setja inn upplýsingar við skráninguna þína ef þú hefur eitthvað eins og einkarými utandyra eða aðgengilegar gönguleiðir í nágrenninu.

  Þar sem gestir hafa áhuga á að finna eign í aksturfjarlægð getur fasteignin þín orðið að áfangastaðnum sjálfum; jafnvel þótt þú sért á svæði sem er yfirleitt ekki vinsælt hjá ferðamönnum. Við komumst einnig að því að þegar ferðamenn hugsa til næsta ævintýris er mestur áhugi á helgarfríi með tveimur til fjórum gistinóttum. Ef öfundsverð þægindi fylgja fasteign þinni, svo sem einkalaug eða heitur pottur, ættir þú að láta gesti vita að þeir geti slakað á hjá þér.

  Hér eru sex atriði í skráningunni þinni sem þú getur uppfært til að vekja áhuga gesta sem ferðast núna:

  Skráningartitill þinn og upplýsingar

  Athugaðu hvort þú getir breytt titli skráningar þinnar til að nefna ástæðu þess að eignin þín er fullkomin fyrir frí. Þú gætir breytt titli, upplýsingum og þægindum til að endurspegla núverandi ferðaþróun.

  • Þráðlaust net, eldhús, loftræsting, bílastæði og sjálfsinnritun eru meðal eftirsóttustu þægindanna* svo að ef þú hefur einhver þessara þæginda ættir þú að leggja áherslu á þau í skráningunni þinni
  • Láttu vita af því í skráningunni þinni ef þú hefur uppfært ræstingarferlið hjá þér til að fullnægja nýju og ítarlegri ræstingarreglunum okkar
  • Ef þú ert með einkasvæði úti, eða pláss nálægt, skaltu nefna það í skráningartitlinum eða -lýsingunni
  • Þú getur uppfært þægindin, innritunarleiðbeiningar, húsreglur og fleira fyrir margar skráningar í einu á skráningasíðunni þinni

  Myndir þínar og myndatextar

  Hugsaðu eins og gestur og bættu við nýjum myndum til að leggja áherslu á þá hluta eignarinnar sem gætu vakið sérstakan áhuga gesta eins og er.

  • Bættu við myndum og myndatextum sem lýsa öllu rými utandyra og nefndu í myndatextum ef þægindi á borð við sundlaugar, heita potta og garða séu til einkanota gesta
  • Það er einnig snjallt að breyta myndatextunum til að endurspegla það sem gestir vilja núna. Ef þú hefur til dæmis fullbúið eldhús eða þægilegt heimavinnusvæði skaltu taka fleiri myndir af því rými og gefa ítarlegri upplýsingar um það í myndatexta.

  Ferðahandbókin þín

  Ferðahandbókum má deila opinberlega við skráningar svo að þær eru frábær leið til að tengjast mögulegum gestum jafn og núverandi gestum. Ferðahandbækur flestra gestgjafa voru áður með áherslu á veitingastaði, verslanir og ferðamannastaði en margt af því á kannski ekki við eins og er.

  • Ferðahandbók getur hjálpað gestum að kynnast því sem er frábært við staðinn; og hún getur sparað þér tíma þar sem þú þarft ekki að gefa hverjum gesti ráð út af fyrir sig
  • Hugsaðu um að bæta við nýjum upplýsingum eins og heimsendum mat sem þú heldur upp á þinni og skemmtilegri útivist sem gestir geta notið núna
  • Ef eignin þín hefur eitthvað sérstakt fram að færa, svo sem gott bókasafn eða hengirúm í garðinum, ættir þú einnig að nefna það í ferðahandbókinni þinni

  Húsreglur þínar

  Auk þess að biðja gesti um að fylgja ákveðnum viðmiðum varðandi atriði á borð við hávaða, hreinlæti, bílastæði og reykingar gætir þú íhugað að bæta tímabundnum viðmiðum við húsreglurnar þínar.

  • Ef þú vilt til dæmis ekki leyfa öðru fólki að fara inn í eignina þína skaltu greina skýrt frá því að fólk megi ekki heimsækja gestina þína án leyfis meðan á dvölinni stendur.
  • Ef þú vilt að gestirnir lagi til eftir sig skaltu gefa þeim leiðbeiningar sem þú vilt að þeir fylgi og útvega nægar hreinlætisvörur

  Notandalýsing þín sem gestgjafa

  Núna er frábær tími til að búa til eða endurnýja notandalýsinguna þína. Þú getur notað þetta tækifæri til að deila persónuleika þínum með gestum til að þeim finnist þægilegra að dvelja í eigninni þinni.

  • Segðu frá þér og ástæðu þess að þú ert gestgjafi í nokkrum orðum. Miðaðu við tvær heilar setningar eða minnst 20 orð.
  • Bættu skilaboðum við notandalýsingu þína um að þú bjóðir fólk með allan bakgrunn velkomið svo að öllum gestum finnist vel tekið á móti sér. Þetta gefur gestum ekki aðeins merki um að þeir tilheyri heldur getur það einnig hvatt aðra gestgjafa til að tileinka sér gildi fjölbreytni og samkenndar.

  Þínar stillingar

  Ef þú vilt auka líkurnar á því að fá bókun gætir þú breytt stillingunum hjá þér til að höfða til ferðamanna sem vilja sveigjanleika.

  • Ef þú ert með stranga afbókunarreglu ættir þú að íhuga að skipta yfir í sveigjanlega eða hóflega afbókunarreglu
  • Fleiri gestir bóka nú á síðustu stundu en vanalega. Þú getur haft 1, 2ja, eða 3ja daga fyrirvara í bókunarstillingunum hjá þér
  • Þú getur einnig boðið hraðbókun svo að gestir geti bókað eignina þína án þess að bíða eftir staðfestingu

  Við munum segja frekar frá þróun ferðaþjónustu til að hjálpa þér að finna gestaumsjón farveg við þær truflanir sem COVID-19 veldur og takast á við nýjan veruleika. Bókamerktu Airbnb.com/COVID og líttu við reglulega fyrir fleiri ábendingar og uppfærslur varðandi gestaumsjón.

  *Samkvæmt könnun Airbnb í maí 2020 hjá öðrum gestum en viðskiptaferðamönnum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu sem hafa gist í fasteign á Airbnb undanfarna 12 mánuði

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Uppfærðu skráningarupplýsingar og myndir til að sýna þægindin sem gestir vilja núna, eins og einkarými utandyra

  • Uppfærðu ferðahandbókina þína, húsreglurnar og notandalýsingu gestgjafa

  • Breyttu bókunarstillingunum hjá þér til að fá fleiri gesti

  Airbnb
  18. jún. 2020
  Kom þetta að gagni?