Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Gerðu samskipti þín sjálfvirk með með þessum uppfærslum á innhólfinu

  Sparaðu tíma með tímasettum skilaboðum, sérsniðnum hraðsvörum og fleiru.
  Höf: Airbnb, 24. maí 2021
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 15. júl. 2021

  Aðalatriði

  • Uppfærða innhólfið hleður skilaboðum allt að 10 sinnum hraðar

   • Tímasett skilaboð hjálpa þér að gera samskiptin við gesti sjálfvirk

   • Sérsniðin hraðsvör gera þér kleift að svara spurningum hraðar

    • Leit og sía hjálpar þér að finna skilaboð fljótt

    Við hjá Airbnb vitum að síðasta árið hefur ekki verið auðvelt. Við höfum varið þessum tíma í að spyrja okkur (og ykkur!) hvernig við getum undirbúið viðreisn ferðaþjónustu og hjálpað ykkur að taka á móti gestum með opnum örmum.

    Gestgjafainnhólfið okkar hefur verið endurbætt til að spara gestgjöfum dýrmætan tíma. Nú er það allt að 10 sinnum hraðara og inniheldur uppfærða eiginleika eins og tímasett skilaboð og sérsniðin hraðsvör ásamt leit og síu. Allt er þetta hannað til að einfalda samskipti við gesti.

    Þessar tímasparandi breytingar á innhólfinu eru hluti af heildstæðri uppfærslu á þjónustu Airbnb sem við kynntum í maí til að auðvelda gestaumsjón nú þegar ferðaþjónustan stendur á tímamótum.

    Svona hjálpum við þér að eiga auðveldari samskipti við gesti:

    Gerðu skilaboð sjálfvirk til að tryggja samskipti á mikilvægum stundum

    Gestum finnst gott að fá skjót svör en það getur tekið tíma að bregðast hratt við.

    Þess vegna kynnum viðtímasett skilaboð. Með þeim er hægt að senda skilaboð sjálfkrafa til gesta á mikilvægum tímapunktum eins og við bókun, innritun eða útritun.

    Við bættum einnig við sérsniðnum flýtikóðum sem setja sjálfkrafa inn upplýsingar eins og nafn gestsins og innritunardag. Það þýðir að þú getur farið frá því að tímasetja skilaboð þar sem stendur: „Takk fyrir að bóka!“ í „Takk fyrir að bóka, Anna!“ með lágmarks fyrirhöfn.

    Setja upp tímasett skilaboð

    Svaraðu gestum hraðar með hraðsvörum

    Skilaboð frá gestum eins og „get ég fengið leiðbeiningar um eignina þína?“ og „hvert er lykilorðið að þráðlausa netinu?“ eru mjög algeng.

    Þess vegna bjuggum við til eiginleikann hraðsvör sem auðveldar þér að svara algengum spurningum hratt og auðveldlega. Veldu einfaldlega drög þín að skilaboðum og smelltu á senda. Eins og með tímasett skilaboð innihalda hraðsvör núna flýtikóða til að hjálpa þér að bæta persónulegu viðmóti við skilaboðin sem þú sendir.

    „[Hraðsvör] gefa mér tíma til að búa til vandað svar sem hefur verið lesið yfir, er greinargott og, ef við á, tekur einkar mikið tillit til þarfa gesta okkar,“ segir gestgjafinn Sally frá Snoqualmie í Washington.

    Búðu til hraðsvör

    Finndu skilaboðin fljótt í innhólfinu þínu

    Innhólfið er einnig aðgengilegra með nýjum leitar- og síueiginleikum sem auðvelda þér að finna skilaboðin sem þú þarft á að halda, þegar þú þarft á þeim að halda. Þú þarft ekki lengur að fara í gegnum mörg skilaboð til að finna rétta þráðinn.

    Leit
    Nú getur þú leitað betur í innhólfinu eftir nafni gests, staðfestingarkóða eða leitarorði. Þú slærð leitarorðið inn í leitarstikuna til að leita að því. Innhólfið leitar skilmerkilega og fyrirsjáanlega að skilaboðum þegar þú slærð inn orðið inn. (Eitt til að hafa í huga: Leitarorðið þitt þarf að vera rétt stafsett því annars finnur innhólfið ekki réttu skilaboðin.)

    Skipulag
    Þú getur einnig merkt skilaboð sem ólesin, stjörnumerkt þau eða safnvistað til að hjálpa þér að forgangsraða skilaboðaþráðum betur og einbeita þér fyrst að að brýnustu málunum.

    Sía
    Eftir að skilaboð hafa verið merkt ólesin eða stjörnumerkt getur þú með greiðum hætti síað þau og fundið þau skilaboð sem þú þarft. Síutákn hægra megin við leitarstikuna hjálpar þér að sía eftir tegund skilaboða og/eða ferðaáfanga. Stjörnumerkta sían gerir þér kleift að einbeita þér að skilaboðum sem þú hefur merkt sem mikilvæg, en ólesna sían sýnir aðeins ólesin skilaboð eða skilaboð sem þú hefur merkt sem ólesin.

    Þú getur einnig síað eftir skráningu (ef þú ert með fleiri en eina) og áfanga ferðar, svo sem:

    • Fyrirspurnir eða beiðnir
    • Umsögn vantar
    • Inn- eða útritun
    • Fyrir ferð, í ferð eða eftir ferð

    Síað innhólf sem hægt er að leita í getur auðveldað þér að finna og svara skilaboðum og að vera í sambandi við gesti.

    Skoðaðu nýja innhólfið þitt

    Einfaldaðu gistirekstur þinn

    Við hönnuðum nýja gestgjafainnhólfið og uppfærðum skilaboðatólin okkar til að hjálpa þér að eiga skilvirkari samskipti við gesti og spara dýrmætan tíma. Vonandi getur þú einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli: Að njóta gestaumsjónarinnar.

    Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Uppfærða innhólfið hleður skilaboðum allt að 10 sinnum hraðar

     • Tímasett skilaboð hjálpa þér að gera samskiptin við gesti sjálfvirk

     • Sérsniðin hraðsvör gera þér kleift að svara spurningum hraðar

      • Leit og sía hjálpar þér að finna skilaboð fljótt

      Airbnb
      24. maí 2021
      Kom þetta að gagni?