Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Svör við spurningum um hjálparsjóð ofurgestgjafa

  Fáðu upplýsingar um hverjir uppfylla skilyrðin, hvernig sótt er um, hve mikið er hægt að fá og fleira.
  Höf: Airbnb, 9. apr. 2020
  6 mín. lestur
  Síðast uppfært 28. apr. 2021

  Aðalatriði

  • Sumum ofurgestgjöfum og upplifunargestgjöfum á Airbnb sem urðu fyrir fjárhagstjóni vegna COVID-19 var boðið að sækja um hjálparstyrk

  • Þegar hefur verið úthlutað 16,8 milljón Bandaríkjadölum

  • Hjálparsjóði ofurgestgjafa hefur nú verið lokað fyrir gestgjöfum sem bjóða gistingu

  • Styrkjum til upplifunargestgjafa verður úthlutað þar til í lok september

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu

  Nú hefur 17 milljón Bandaríkjadala hjálparsjóði ofurgestgjafa verið lokað fyrir heimilisgestgjöfum. Airbnb hefur lokið styrkúthlutunum til ofurgestgjafa um allan heim. Við höfum gefið 16,8 milljón Bandaríkjadali í styrkjum til 8.700 viðtakenda. Meira en 67% styrkþega voru utan Bandaríkjanna. Eftirstöðvar fjárstyrksins eru ætlaðar upplifunargestgjöfum Airbnb. Úthlutunin er í vinnslu og áætlað er að henni ljúki í september 2020. Fram að þessu hefur 70% upplifanastyrkja þegar verið úthlutað.

  Við vitum að þetta er erfiður tími fyrir gestgjafa og við viljum hjálpa. Við kynntum fyrir stuttu hjálparsjóð ofurgestgjafa fyrir upplifunar- og ofurgestgjafa á Airbnb í þeirri viðleitni okkar að styðja við gestgjafa sem verða fyrir tjóni af völdum COVID-19.

  Vegna þess að samfélagið stendur saman á tímum eins og þessum hefur starfsfólk Airbnb gefið 1 milljón Bandaríkjadala úr eigin vasa til að stofna sjóð fyrir gestgjafa sem eiga erfitt með að ná endum saman. Stofnendur Airbnb lögðu einnig persónulega fram 9 milljón Bandaríkjadali og fjárfestar lögðu fram aðra 7 milljón Bandaríkjadali, eða samtals 17 milljón Bandaríkjadali.

  Mörg ykkar hafa sagt okkur að þið hafið fleiri spurningar um sjóðinn og því svörum við helstu spurningunum ykkar hér.

  Hver uppfyllir skilyrði hjálparsjóðs ofurgestgjafa
  Hjálparsjóður ofurgestgjafa styður ofurgestgjafa og upplifunargestgjafa sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum vegna minni ferðalaga af völdum COVID-19. Þessi sérstaki sjóður styður valda gestgjafa, að okkar eigin ákvörðun, frá öllum löndum og svæðum nema heimilisgestgjafa á meginlandi Kína þar sem Airbnb hefur þegar opnað fyrir sérstaka hjálparþjónustu.

  Til að uppfylla skilyrðin verða gestgjafar sem bjóða gistiaðstöðu að:

  • Hafa mest tvær virkar skráningar
  • Hafa staðfest auðkenni
  • Hafa verið ofurgestgjafar í samtals meira en eitt ár
  • Hafa tapað marktækum hluta tekna sinna vegna COVID-19
  • Sýna fram á að þeir reiði sig á nauðsynlegar tekjur af Airbnb

  Til að uppfylla skilyrðin verða upplifunargestgjafar að:

  • Hafa staðfest auðkenni
  • Hafa verið upplifunargestgjafar í meira en eitt ár
  • Hafa tapað marktækum hluta tekna sinna vegna COVID-19
  • Sýna fram á að þeir reiði sig á nauðsynlegar tekjur frá Airbnb

  Frekari upplýsingar um gjaldgengi upplifunargestgjafa

  Hvað merkir það að hafa ekki fleiri en tvær virkar skráningar og af hverju tók Airbnb þá ákvörðun varðandi heimilisgestgjafa?
  Hvað þennan sjóð varðar leggjum við áherslu á gestgjafa sem skrá einungis heimili sitt, eða annað heimili sitt, eða sérherbergi í þessum híbýlum. Þú uppfyllir ekki skilyrðin ef þú ert með fleiri en tvær virkar skráningar á eignum með mismunandi heimilisföngum. Ef þú ert með fleiri en tvær skráningar með sama heimilisfangi, til dæmis ef þú leigir út þrjú herbergi í húsinu þínu, uppfyllir þú skilyrðin.

  Markmið þessa verkefnis er að hjálpa þeim sem hafa verið gestgjafar lengi og eiga á hættu að missa aðalaðsetur sitt. Því höfum við ákveðið að bjóða gestgjöfum sem eiga þetta þrennt sameiginlegt:

  • Þeir hafa verið ofurgestgjafar í meira en eitt ár
  • Þeir hafa tapað verulegum tekjum.
  • Þeir skrá aðalaðsetur sitt eða aukaheimili

  Við vitum að gestgjafar hafa ýmsan hátt á rekstri sínum og að sá fjöldi eigna sem þeir skrá endurspeglar ekki þá góðu vinnu sem þeir sinna við að taka á móti gestum. Að því sögðu getum við náð markvissari árangri og séð til þess að stuðningurinn skipti sköpum með því að bjóða gestgjöfum sem eru ekki með fleiri en tværi virkar skráningar.

  Þarf ég að vera núverandi ofurgestgjafi?
  Já. Þú verður að vera núverandi ofurgestgjafi og hafa uppfyllt skilyrði fyrir stöðu ofurgestgjafa að minnsta kosti fjórum sinnum á ævinni. Slíkt má þó vera fjórir aðskildir fjórðungshlutar síðustu fimm árin. Þetta er nauðsynlegt til að eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Þetta á ekki við um upplifunargestgjafa.

  Hvernig gengur boðsferlið fyrir sig?
  Frá og með 10. apríl 2020 mun sérhæft teymi hjá Airbnb senda tölvupóst og bjóða gjaldgengum ofurgestgjöfum og upplifunargestgjöfum að sækja um hjálparstyrk. Við byrjum á því að bjóða ofurgestgjöfunum, að okkar eigin ákvörðun, sem hafa verið lengst með okkur og sem þurfa helst á peningum að halda miðað við skoðun á tekjulækkun milli ára. Þetta sama teymi mun meta umsóknir og hafa samband við gestgjafa til að láta vita hvort umsóknir séu samþykktar. Öll boð voru send út fyrir lok maí 2020. Eftirstöðvar fjárstyrksins eru ætlaðar upplifunargestgjöfum en úthlutunin er í vinnslu og áætlað er að henni ljúki í september 2020. Fram að þessu hefur 70% upplifanastyrkja þegar verið úthlutað.

  Hvernig gengur umsóknarferlið fyrir sig?
  Þeim sem er boðið eru beðnir um að svara nokkrum spurningum til að hjálpa Airbnb að skilja hver fjárhagsþörfin og hve mikið viðkomandi reiðir sig á tekjur af Airbnb. Þú hefur sjö daga til að sækja um frá því að boðið berst þér.

  Hve langur tími líður þangað til ég fæ styrkinn minn ef umsóknin er samþykkt?
  Sé umsóknin samþykkt millifærum við greiðsluna innan þriggja virkra daga með sama útborgunarmáta og þú notar vanalega. Öllum hjálparstyrkjum verður úthlutað fyrir miðjan júní. Það geta liðið allt að sjö virkir dagar áður en peningarnir berast inn á reikning þinn en það fer eftir því hvaða útborgunarmáta þú notar.

  Hve háa greiðslu fæ ég?
  Við förum yfir umsóknir frá gjaldgengum gestgjöfum og samþykkjum hjálparstyrki sem nema allt að 5.000 Bandaríkjadölum fyrir hvern aðgang miðað við fjárhagsþörf.

  Þarf ég að greiða styrkinn til baka ef ég fæ hann?
  Hjálparstyrkir eru veittir skilyrðislaust. Þú munt ekki þurfa að endurgreiða hann og getur notað hann eftir þörfum. Athugaðu að þú berð ábyrgð á því að ákvarða hvort framlag þitt sé frádráttarbært frá skatti eða uppfylli skilyrði fyrir skattaafslætti.

  Hvernig ákveðið þið hvaða gestgjafar hafa orðið verst úti?
  Við vitum að þessar upplýsingar eru flóknar og viðkvæmar og því höfum við sett saman tiltekin viðmið til að gera ákvarðanir okkar hlutlausari. Við byrjum á því að skoða tekjuþróun gestgjafa svo að við getum boðið þeim sem hafa lækkað mest í tekjum samanborið við tekjur á sama tíma á síðasta ári. Síðan notum við svör úr umsóknum gestgjafa til að skilja betur hvernig þessi lækkun hefur haft áhrif á getu þeirra til að ná endum saman.

  Gæti ég bæði átt rétt á stuðningi úr 250 milljón Bandaríkjadala sjóðnum og hjálparsjóði ofurgestgjafa?
  Já. Við tókum frá 250 milljón Bandaríkjadali til að styðja alla gestgjafa sem bjóða gistiaðstöðu og hafa borið tjón af afbókunum vegna COVID-19. Frekari upplýsingar um gjaldgengiskröfur vegna 250 milljón Bandaríkjadala sjóðsins

  Af hverju uppfylla ekki allir ofurgestgjafar skilyrðin?
  Við viljum styðja eins marga gestgjafa og við getum en við viljum einnig að stuðningurinn sé marktækur. Það eru hundruð þúsunda ofurgestgjafa um allan heim. Þó að margir samfélagsmeðlimir okkar finni fyrir áhrifum af COVID-19 notum við þennan sjóð til að bjóða þeim ofurgestgjöfum aðstoð sem misstu mestar tekjur.

  Airbnb mun forgangsraða boðum til gestgjafa eftir því hve lengi þeir hafa verið ofurgestgjafar og hve mikið tekjur þeirra hafa rýrnað. Airbnb tekur eigin ákvarðanir. Við erum einnig með önnur verkefni til að hjálpa gestgjöfum svo sem 250 milljón Bandaríkjadali sem við höfum tekið frá til að standa straum af kostnaði af afbókunum vegna COVID-19.

  Við höfum einnig unnið saman til að koma stuðningi við gestgjafa á Airbnb inn í nýjan örvunarpakka í bandarísku lagafrumvarpi vegna COVID-19. Við erum að vinna að greiningu á fjárhagsaðstoð sem stendur til boða víða um heim til að hjálpa ykkur að finna fjárhagsleg úrræði. Við munum bæta þessum upplýsingum inn á Airbnb.com/COVID.

  Hvernig hefur tímalínan breyst?
  Við höfum aðlagað tímalínuna vegna skipulagsbreytinga hjá okkur. Við erum að vinna úr boðum og umsóknum og við bjóðum áfram gjaldgengum gestgjöfum að sækja um. Öll boð voru send út fyrir lok maí, tveimur vikum síðar en búist var við. Við þökkum fyrir þolinmæðina á meðan við styðjum við samstarfsfólk okkar og uppfærum skipulagið.

  Hvaða annar fjárstuðningur stendur til boða?
  Sem gestgjafi hjá Airbnb gætir þú átt rétt á fjárhagsaðstoð úr ríkissjóði og/eða frá sveitarstjórn. Við höfum fundið nokkra sjóði fyrir fjárhagsaðstoð sem er í boði þar sem þú ert. Frekari upplýsingar um fjárhagsaðstoð til gestgjafa er að finna í úrræðamiðstöðinni.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Sumum ofurgestgjöfum og upplifunargestgjöfum á Airbnb sem urðu fyrir fjárhagstjóni vegna COVID-19 var boðið að sækja um hjálparstyrk

  • Þegar hefur verið úthlutað 16,8 milljón Bandaríkjadölum

  • Hjálparsjóði ofurgestgjafa hefur nú verið lokað fyrir gestgjöfum sem bjóða gistingu

  • Styrkjum til upplifunargestgjafa verður úthlutað þar til í lok september

  • Kynntu þér meira í handbók okkar um gestaumsjón í kófinu
  Airbnb
  9. apr. 2020
  Kom þetta að gagni?