Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Svör við spurningum ykkar um gestaumsjón og COVID-19

  Hér eru nýjustu fréttirnar frá Airbnb um bóluefni gegn COVID-19, afbókanir o.fl.
  Höf: Airbnb, 5. mar. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 17. des. 2021

  Aðalatriði

  • Gestgjöfum ber eftir sem áður að fylgja 5 skrefa ræstingarferlinu
  • Í húsreglunum hjá þér er hægt að gera kröfu um að gestir séu bólusettir eða hafi nýlega farið í skimun fyrir COVID-19 þar sem það er heimilt samkvæmt lögum

  • Gestgjafar og gestir ættu að fylgja tilmælum á staðnum um grímur og nándarmörk

  Frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að COVID-19 væri heimsfaraldur í mars 2020 hefur samfélag okkar tekist á við ótrúlegar áskoranir og óvissutíma. Við viljum veita þér áframhaldandi stuðning með því að svara nokkrum algengum spurningum gestgjafa um bóluefni, afbrigði af COVID-19, ræstingar og fleira.

  Hvaða leiðbeiningar getið þið veitt gestgjöfum varðandi ný áhyggjuefni tengd COVID-19, eins og ómíkrón afbrigðinu?
  Við höfum fylgt ráðleggingum reyndra heilbrigðissérfræðinga í gegnum heimsfaraldur COVID-19 um hvernig við getum brugðist við.

  „Við fylgjumst með þróun nýrra afbrigða um allan heim og vinnum áfram náið með Airbnb til að fylgjast með og uppfæra ráðleggingar okkar fyrir samfélagið eftir þörfum,“ segir heilbrigðisráðgjafi Airbnb, dr. Megan Coffee, sérfræðingur í smitsjúkdómum, faraldurssfræðingur og rannsakandi.

  Airbnb gerir enn kröfu um að allir gestgjafar fylgi skyldubundna 5 skrefa ræstingarferlinu og við hvetjum gestgjafa og gesti einnig til að fylgja öllum heilsu- og ferðakröfum á staðnum,“ segir hún.

  Til að hjálpa ferðamönnum að fylgjast með breytingum á viðmiðunarreglum tengdum COVID-19 höfum við einnig hafið samstarf við Sherpa; netverkfæri sem veitir ferðamönnum nýjustu ferðatilmælin á rauntíma fyrir áfangastaði um allan heim. Gestgjafar og gestir geta notað Sherpa til að kynna sér skimunarkröfur, reglur um sóttkví og aðrar takmarkanir.

  Get ég gert kröfu um að gestir mínir séu bólusettir eða hafi farið í skimun fyrir COVID-19?
  Gestgjafar geta sett eigin húsreglur og meðal annars tilgreint hvort þeir geri kröfu um að gestir séu bólusettir eða hafi nýlega farið í skimun fyrir COVID-19, nema það sé bannað samkvæmt gildandi lögum og reglum á staðnum.

  Ef þú gerir kröfu um að gestir séu bólusettir eða hafi nýlega farið í skimun skaltu lýsa því með skýrum og greinilegum hætti í skráningarlýsingunni þinni sem og í húsreglunum svo að mögulegir gestir taki örugglega eftir því.

  Hverjar eru nýjustu viðmiðunarreglurnar varðandi þrif, nándarmörk og grímur?
  Við vinnum áfram að því að vernda samfélög okkar og koma í veg fyrir dreifingu COVID-19. Gestgjöfum ber að fylgja 5 skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar milli gistinga. Nánari leiðbeiningar og gátlista er að finna í ræstingarhandbók okkar sem samin var í samvinnu við heilbrigðissérfræðinga.

  Airbnb er með eignir á skrá um allan heim og hvert svæði er á mismunandi stigi í baráttunni við COVID-19. Við biðjum því gestgjafa og gesti um að fylgja lögum og tilmælum á sínum stað varðandi grímunotkun og nándarmörk. Þegar þess er krafist í landslögum eða tilmælum á staðnum verða gestgjafar og gestir að samþykkja að nota andlitshlíf og virða 2ja metra (6 feta) regluna þegar þeir eiga í samskiptum hver við annan.

  Frekari upplýsingar um öryggisreglur okkar vegna COVID-19

  Hvaða reglur eiga við um gildar málsbætur og eiga þær enn við um afbókanir vegna COVID-19?
  Reglur um gildar málsbætur eiga við þegar ófyrirséðir atburðir, svo sem náttúruhamfarir eða neyðarástand fyrir lýðheilsu, gera það að verkum að ekki er hægt að ljúka bókun eða ólöglegt er að ljúka henni. Gestgjafar og gestir sem verða fyrir áhrifum af atburði sem fellur undir þessar reglur geta átt rétt á að afbóka án viðurlaga.

  Bókanir á gistingu og Airbnb upplifunum sem gerðar voru eftir 14. mars 2020 eru ekki gjaldgengar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur nema gesturinn eða gestgjafinn sé veikur af COVID-19.

  Þrátt fyrir að heimsfaraldur COVID-19 geti haldið áfram að valda atburðum eins og lokun landamæra eða kröfum um halda kyrru fyrir á einum stað eru þessar aðstæður ekki lengur taldar ófyrirsjáanlegar í kjölfar yfirlýsingarinnar frá mars 2020 um að COVID-19 sé heimsfaraldur á heimsvísu.

  Til að fá endurgreitt samkvæmt reglum okkar þurfa gestir sem veikjast af COVID-19 innan 14 daga frá innritunardegi bókunar að veita Airbnb stoðgögn (þar sem það er heimilt samkvæmt lögum).

  Aðrar reglur eiga við um heimilisbókanir á meginlandi Kína og um bókanir hjá Luxe eða Luxury Retreats.

  Frekari upplýsingar um reglur okkar um gildar málsbætur og COVID-19

  Hvað gerist ef gestir mínir eða ég smitast af COVID-19?
  Ef gestgjafi eða gestur hefur greinst með eða verið nálægt einhverjum með COVID-19 undanfarna 14 daga, eða viðkomandi sýnir einkenni COVID-19, er það regla Airbnb að gestir ættu ekki að innrita sig og að gestgjafinn ætti ekki að fara inn í eign sína eða eiga samskipti við gesti í eigin persónu.

  Ef gestur hefur þegar innritað sig og annaðhvort þú eða hann smitast af COVID-19 skaltu hafa samband við Airbnb og láta okkur vita svo að við getum hjálpað. Gestir og gestgjafar sem smitast af COVID-19 eiga báðir rétt á afbókun án viðurlaga samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur að því tilskyldu að þeir geti veitt Airbnb stoðgögn (þar sem það er heimilt samkvæmt lögum), svo sem jákvæða niðurstöðu úr skimun innan 14 daga frá innritun.

  Kynntu þér hvað á að gera ef þú eða gestur veikist af COVID-19

  Hefur það áhrif á stöðu mína sem ofurgestgjafi ef ég afbóka vegna þess að ég veikist af COVID-19?
  Afbókanir gestgjafa samkvæmt reglum um gildar málsbætur hafa engin áhrif á 1% afbókunarhlutfallið sem verður að hafa til að halda stöðu ofurgestgjafa, þrátt fyrir að fyrir hendi séu aðrar kröfur til að að vera áfram ofurgestgjafi.

  Hvað annað þarf ég að vita um að halda stöðu ofurgestgjafa?
  Frá og með apríl 2020 höfum við fallið frá almennum viðmiðum okkar hvað snertir fjölda dvala og afbókunarhlutfall fyrir núverandi ofurgestgjafa. Við framlengdum einnig stöðu núverandi ofurgestgjafa að því tilskyldu að þeir héldu áfram minnst 90% svarhlutfalli og að heildareinkunnin væri að minnsta kosti 4,8.

  Að loknu mati ofurgestgjafa 1. janúar 2022 verða hefðbundnar kröfur til ofurgestgjafa teknar upp að nýju. Gestgjafar þurfa að uppfylla öll fjögur viðmiðin í matinu 1. apríl 2022 og síðar til að ná eða halda stöðu ofurgestgjafa.

  Frekari upplýsingar um breytingar á mati ofurgestgjafa

  Hvernig get ég breytt gestaumsjón minni til að koma betur til móts við þarfir ferðamanna núna?
  Nýleg gögn frá Airbnb* sýna að vinsælustu þægindin sem gestir leita að eru m.a. gæludýravæn eign, eldhúsaðstaða og þráðlaust net.

  Þar sem margir sinna áfram fjarvinnu ættir þú að íhuga að setja upp hentuga vinnuaðstöðu fyrir fartölvu með hröðu þráðlausu neti. Prófaðu að nota hraðaprófið fyrir þráðlaust net sem gerir gestgjöfum kleift að staðfesta og birta hraðann á þráðlausa netinu þannig að væntanlegir gestir sjái.

  Frekari upplýsingar um bestu þægindin til að bjóða núna

  Hvernig mun Airbnb styðja gestgjafa sem bjóða sveigjanlegri gistingu?
  Val á sveigjanlegri afbókunarreglu er önnur leið til að fá fleiri bókanir á óvissutímum. Við kynntum síu sem auðveldar gestum að finna skráningar með sveigjanlegri afbókun og nú erum við einnig að prófa nýja afbókunarreglu til að hjálpa gestgjöfum sem vilja ýta undir lengri dvöl.

  Frekari upplýsingar um að bjóða sveigjanlegar afbókanir

  Ég hef aðrar spurningar. Við hvern ætti ég að hafa samband?
  Frekari upplýsingar er að finna í öryggisúrræðum okkar vegna COVID-19 eða í hjálparmiðstöðinni. Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar ef þú ert með áríðandi spurningu.

  *Samkvæmt innri gögnum Airbnb um þægindin sem oftast var leitað að frá 1. september 2020 til 1. september 2021.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Gestgjöfum ber eftir sem áður að fylgja 5 skrefa ræstingarferlinu
  • Í húsreglunum hjá þér er hægt að gera kröfu um að gestir séu bólusettir eða hafi nýlega farið í skimun fyrir COVID-19 þar sem það er heimilt samkvæmt lögum

  • Gestgjafar og gestir ættu að fylgja tilmælum á staðnum um grímur og nándarmörk

  Airbnb
  5. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?