Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Svör við spurningum ykkar um gestaumsjón og COVID-19

  Svör við spurningum ykkar um gestaumsjón og COVID-19

  Svona virka afbókunarreglur okkar og þjónustuleiðir fyrir þig.
  Höf: Airbnb, 5. mar. 2020
  7 mín. lestur
  Síðast uppfært 13. nóv. 2020

  Við vitum að það er mikil óvissa varðandi COVID-19 og hvort sjúkdómurinn muni hafa áhrif á gestgjafa og gistirekstur. Til að styðja við alþjóðasamfélagið okkar fylgjumst við með spurningum ykkar og svörum nokkrum þeirra hér. Við uppfærum þessa síðu áfram eftir því sem ástandið breytist og fleiri svör berast.

  Hvaða reglur eiga við um gildar málsbætur og hvaða bókanir eru gjaldgengar?
  Reglur Airbnb um gildar málsbætur gefa gestum og gestgjöfum kost á að afbóka að kostnaðarlausu vegna áhrifa af alvarlegum meiðslum eða veikindum, náttúruhamförum, ferðatakmörkunum eða öðrum ófyrirsjáanlegum atburðum. Í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um að COVID-19 sé heimsfaraldur geta þessar reglur átt við um gjaldgengar* bókanir sem gerðar voru 14. mars eða fyrr. Nýjustu fréttir af reglunni, þar á meðal gjaldgengar dagsetningar og staðsetningar, er að finna í grein í hjálparmiðstöð okkar. Við mælum með því að skoða fréttir á síðunni á tveggja vikna fresti.

  *Þetta á ekki við um innanlandsferðalög á meginlandi Kína. Hér eru ítarlegri upplýsingar. Bókanir hjá Luxe eða Luxury Retreats falla undir reglur Luxe um endurgreiðslu til gesta.

  Hvað gerir Airbnb til að draga úr áhrifum afbókana á gestgjafa?
  Við leggjum fram 250 milljón Bandaríkjadali til að deila kostnaði af afbókunum gesta vegna COVID-19. Við greiðum 25% af því sem þú hefðir fengið fyrir afbókun samkvæmt afbókunarreglunni þinni ef um gjaldgenga afbókun er að ræða samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur. Ef þú hefðir til dæmis fengið 40.000 kr. við venjulegar aðstæður miðað við afbókunarregluna hjá þér þá greiðum við þér 25% af þeirri fjárhæð eða 10.000 kr.

  Við minnum á að aðstoðargreiðslur eiga aðeins við um afbókanir sem gerðar eru fyrir 15. mars og með innritun milli 14. mars og 31. maí. Frekari upplýsingar er að finna á Airbnb.com/250MSupport. Þú getur opnað stjórnborð bókana til að fá frekari upplýsingar um afbókanir, þar á meðal upplýsingar um aðstoðargreiðslur.

  Af hverju eiga gestgjafar á meginlandi Kína ekki rétt á greiðslum úr 250 milljón Bandaríkjadala sjóðnum?
  Þar sem fyrirtæki okkar er rekið sem sjálfstæð eining á meginlandi Kína erum við með 10 milljón Bandaríkjadala sjóð sem er aðeins notaður til aðstoðar fyrir samfélag okkar á meginlandi Kína.

  Gestur var að afbóka hjá mér. Hvað gerist núna?
  Við vitum að afbókanir geta verið óþægilegar, jafnvel þegar ástæður afbókunarinnar eru skiljanlegar. Hafðu í huga að gestir sem afbóka samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur hafa sjálfir orðið fyrir áhrifum og að afbókun þeirra hjálpar til við að gæta hollustu allra samfélagsmeðlima okkar. Ef gestur þinn afbókar samkvæmt þessum reglum hefur hann val á milli fullrar endurgreiðslu eða ferðainneignar á Airbnb (þegar slíkt er í boði). Við látum þig vita og opnum sjálfkrafa viðeigandi dagsetningar í dagatalinu þínu svo þú getir tekið á móti öðrum gestum. Engin gjöld verða innheimt í tengslum við niðurfelldu bókunina.

  Hvað ætti ég að gera ef mér finnst óþægilegt að taka á móti gesti?
  Ef þú hefur áhyggjur af því að taka á móti gesti á þessum óvissutímum skiljum við áhyggjur þínar; og við höfum samið reglur með vellíðan ykkar í huga. Skoðaðu þessa grein í hjálparmiðstöðinni með frekari upplýsingum reglur okkar varðandi dvöl í sóttkví og einangrun. Mundu að Airbnb er með reglur gegn mismunun áður en þú afbókar. Mundu að koma fram við hvern ferðamann af samkennd og virðingu en það þýðir að þú notir sömu viðmið fyrir allar bókanir og eins þegar þú tekur ákvörðun um afbókun. Við höfum greint frá nokkrum leiðbeiningum og spurningum sem þú getur haft í huga til að auðvelda þér að fá upplýsingarnar sem þú þarft.

  Er eitthvað sem ég get gert til að lágmarka áhrifin á gistireksturinn minn?
  Þrátt fyrir að margir ferðamenn vilji frekar vera heima hjá sér á þessum óvissutíma eru sumir enn að hugsa um gistingu nálægt sér eða ferðalög síðar meir. Við erum að vinna að því að sýna betur skráningar með sveigjanlegri afbókunarreglu til að koma til móts við þarfir þessarra gesta. Við höfum einnig tekið saman nokkrar ábendingar til að lágmarka áhrif af COVID-19 á gistirekstur og munum áfram leita leiða til að styðja við ykkur á þessum erfiðu tímum.

  Hvernig styður Airbnb gestgjafa sem bjóða sveigjanlegri gistingu?
  Við höfum smíðað verkfæra- og þjónustuvöndul til að hjálpa bæði gestgjöfum og gestum að bregðast við óvissu og styðja við sveigjanlegri ferðaáætlanir.

  • Við auðvelduðum gestum að finna skráningar með sveigjanlegri afbókunarreglu; til dæmis með nýrri síu sem einfaldar leit að þeim skráningum.
  • Við kynntum einnig verkfæri sem auðveldar gestgjöfum að endurgreiða gestum sem þurfa að afbóka.

  Frekari upplýsingar um að bjóða sveigjanlegar afbókanir

  Innheimtir Airbnb gjöld vegna afbókana?
  Þegar afbókað er samkvæmt reglum um gildar málsbætur geta gestir valið á milli fullrar endurgreiðslu eða ferðainneignar (þegar slíkt er í boði) með inniföldum gjöldum okkar. Auk þess munum við ekki leggja nein afbókunargjöld á gestgjafa sem þurfa að fella niður gjaldgengar bókanir.

  Við viljum einnig leggja áherslu á að þjónustugjöld okkar verða endurgreidd að fullu eða sem ferðainneign fyrir hverja gjaldgenga afbókun.

  Ég er upplifunargestgjafi á Airbnb. Hvað þarf ég að vita?
  Á flestum stöðum gerðum við hlé á staðbundnum upplifunum frá og með 18. mars. Við höfum síðan opnað aftur fyrir upplifanir í tilteknum löndum þar sem það er öruggt og leyfilegt að gera það og miðað við leiðbeiningar frá yfirvöldum og heilbrigðissérfræðingum. Sækja upplýsingar um enduropnun

  Fram að þeirri opnun er okkur þó ánægja að kynna netupplifanir sem eru ný tekjuleið fyrir gestgjafa og leið til að tengjast öðru fólki og deila hugðarefnum sínum. Þú getur sótt um að bjóða netupplifun strax og við munum útvega hjálpargögn til að koma þér af stað. Frekari upplýsingar er að finna á Airbnb.com/OnlineHost

  Hvað get ég gert til að hjálpa að koma í veg fyrir dreifingu sjúkdóma eins og COVID-19?
  Það er mikilvægt með heimsfaraldurinn geisandi að við gerum okkar besta til að hægja á dreifingu COVID-19. Með þetta í huga höfum við kynnt skyldubundnar öryggisreglur sem allir í samfélagi Airbnb verða að fylgja. Þetta felur meðal annars í sér að gestgjafar sem bjóða gistingu nota grímu, gæta nándarmarka og fylgja fimm skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingar. Þetta fimm skrefa ferli er byggt á ræstingarhandbók Airbnb sem inniheldur sérfræðileiðbeiningar, öryggisábendingar og gátlista til að hjálpa þér að draga úr ágiskun við ræstingar—og vernda þig og gesti þína—meðan á COVID-19 stendur og í framhaldinu. Frekari upplýsingar eru á Airbnb.com/cleaningresources

  Hvernig get ég fullvissað gesti mína um að ég þrífi og hreinsi eignina mína vandlega til að draga úr dreifingu á COVID-19?
  Skráningarsíður gestgjafa sem skuldbinda sig til að fylgja fimm skrefa ítarlegri ræstingarferlum Airbnb verða merktar sérstaklega svo að gestir viti að þið hafið samþykkt að fylgja ítarlegri ferlum við þrif og hreinsun. Við höfum einnig tekið saman tillögur um hvernig segja má gestum frá endurbætta ræstingarferlinu svo sem með því að uppfæra skráningarlýsinguna eða prenta út ræstingaryfirlitið.

  Það er verið að aflýsa viðburðum. Munu þessar bókanir falla undir reglur Airbnb um gildar málsbætur?
  Við vitum að margir ferðalangar bóka gistingu á Airbnb fyrir viðburði eins og Coachella, SXSW, Mobile World Congress og síðan mætti áfram telja. Ef viðburði hefur verið aflýst og bókunin þín fellur ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur hvetjum við gesti til að kynna sér afbókunarregluna fyrir bókunina sína og hafa samband við gestgjafa til að ræða kosti í stöðunni.

  Við höfum kynnt verkfæri svo að gestgjafar geti endurgreitt bókanir sem falla ekki undir reglur okkar um gildar málsbætur.

  Ég er gestgjafi eignar í Airbnb Luxe eða Luxury Retreats. Gilda reglur um gildar málsbætur í mínu tilviki?
  Nei. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga ekki við um bókanir hjá Airbnb Luxe eða Luxury Retreats sem falla undir sérstakar reglur um endurgreiðslu til gesta hjá Luxe.

  Ég þarfnast aðstoðar. Hvar get ég fundið úrræði á Netinu?
  Við vitum hvað það getur verið pirrandi að fá ekki svar um leið. Við viljum hjálpa þér að fá þann stuðning og þær upplýsingar sem þú þarfnast. Þess vegna opnuðum við Airbnb.is/COVID auk þess að við svörum áfram símtölum ykkar, netspjalli og tölvupósti eins fljótt og auðið er.

  Mörg algeng vandamál er hægt að leysa á Netinu og það á sérstaklega við um bókanir sem falla undir reglur okkar um gildar málsbætur. Þú getur einnig fundið fleiri svör í hjálparmiðstöðinni okkar. Mörg ykkar hafa einnig deilt eigin ábendingum og veitt stuðning í félagsmiðstöðinni okkar.

  Ég hef aðrar spurningar. Við hvern ætti ég að hafa samband?
  Við hvetjum þig til þess að hafa samband við þjónustuver okkar varðandi spurningar eða til þess að fá aðstoð við afbókun. Við kunnum að meta þolinmæði ykkar meðan við gefum þeim forgang sem þurfa tafarlausa aðstoð og biðjum ykkur um að hafa aðeins samband við okkur ef bókunin hefst innan 72 klst. Ef þú hefur áríðandi spurningu getur þú einnig fundið svör á Airbnb.is/COVID eða í hjálparmiðstöðinni.

  Við vitum hversu raskandi ástand eins og COVID-19 getur verið fyrir rekstur og við erum ykkur innan handar. Takk fyrir að vinna með okkur til að vernda öryggi og hollustu samfélagsins okkar.

  Upplýsingar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  5. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?