Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Svör við helstu spurningum um 5 skrefa ræstingarferlið

  Svör við helstu spurningum um 5 skrefa ræstingarferlið

  Það sem vita þarf um fimm skrefa ferlið fyrir ítarlegri ræstingar.
  Höf: Airbnb, 24. apr. 2020
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 27. okt. 2020

  Aðalatriði

  Hreinlæti skiptir gesti máli, allt frá því hvaða hreinlætisvörur eru notaðar og hvaða viðbótarráðstafana hefur verið gripið til. Gestir vilja vita hvernig þú gætir öryggis þeirra. Gestirnir eru ekki einir um það. Opinberir embættismenn og stefnumótendur leggja meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á ræstingarferli til að vernda samfélagsmeðlimi sína þegar fyrirtæki opna á ný og ferðalög hefjast aftur.

  Það er engin furða hve mörg ykkar hafi beðið um meiri leiðbeiningar um hvernig á að þrífa og hreinsa fasteignir ykkar. Þetta mál kom upp einna oftast í nýlegri fundaröð þar sem við hlustuðum á gestgjafa um allan heim og ábendingar varðandi hreinsun eru enn vinsælt viðfangsefni umræða í félagsmiðstöðinni og hér í úrræðamiðstöðinni okkar.

  Við þróuðum því fimm skrefa ferlið fyrir ítarlegri ræstingar sem gagnast gestgjöfum eins og þér við að þrífa betur meðan á COVID-19 stendur og í framhaldinu. Fimm skrefa ferlið er byggt á ræstingarhandbók Airbnb sem var samin í samvinnu við sérfræðinga. Við vitum að það getur verið erfitt að tileinka sér nýtt ræstingarferli og því inniheldur ítarlega handbókin sérfræðileiðbeiningar, öryggisábendingar og gátlista.

  Við vitum að þið gætuð verið með spurningar um ferlið og við höfum gert okkar besta til að svara þeim hér.

  Hvar finn ég upplýsingar um ítarlegri ræstingar?
  Fimm skrefa ræstingarferlið er byggt á ræstingarhandbók Airbnb sem var saminn í samvinnu við sérfræðinga. Í ítarlegu handbókinni eru sérfræðileiðbeiningar, birgðalisti, öryggisábendingar og gátlistar. Viðbótarábendingar, sérsniðna gátlista og fleira er að finna í hreinlætishluta frammistöðuflipans.

  Hver er munurinn á fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar og öryggisreglum vegna COVID-19?
  Fimm skrefa ferlið fyrir ítarlegri ræstingar er aðeins einn hluti öryggisreglna vegna COVID-19. Gestgjafar og gestir verða einnig að nota grímu og gæta nándarmarka í persónulegum samskiptum.

  Gilda öryggisreglur vegna COVID-19 um gesti?
  Já, samkvæmt öryggisreglunum þurfa gestir að vera með andlitsgrímu og halda 2ja metra (6 feta) fjarlægð í persónulegum samskiptum við gestgjafa og aðra gesti sem eru ekki með þeirra hóp.

  Af hverju þurfa allir gestgjafar nú að fylgja þessu fimm skrefa ferli fyrir ítarlegri ræstingar?
  Það er mikilvægt með heimsfaraldurinn geisandi að við gerum okkar besta til að hægja á dreifingu COVID-19. Við vitum að það getur verið erfitt að tileinka sér nýtt ræstingarferli og höfum því tekið saman ítarlega ræstingarhandbók sem inniheldur sérfræðileiðbeiningar, öryggisábendingar og gátlista.

  Hvernig vita gestir að ég hef skuldbundið mig til að fylgja nýja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar?
  Þegar gestgjafar lofa að fylgja ferlinu verða skráningarsíður þeirra merktar sérstaklega svo að gestir viti að þessir gestgjafar hafi samþykkt að fylgja samræmdum ræstingarviðmiðum. Vita þarf af nokkrum atriðum varðandi merkingar við skráningar:

  • Til að fá merkið þurfa gestgjafar að samþykkja að fylgja fimm skrefa ferli um ítarlegri ræstingar fyrir allar skráningar sínar að lokinni dvöl hvers gests
  • Gestgjafar með sérherbergi þurfa að fara að viðbótarleiðbeiningum til að fylgja ræstingarreglunum og fá áherslumerki við skráningar sínar
  • Þegar þú hefur skuldbundið þig til að fylgja ferlinu verður skráningarsíðan þín merkt innan sólarhrings

  Hvernig staðfestir Airbnb að gestgjafar fylgi ræstingarferlinu?
  Gestgjöfum ber að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar. Umsagnarkerfi býður upp á frekari aðgæslu og jafnvægi. Ef gestgjafi stenst ekki kröfurnar getur gesturinn nefnt það í umsögn um eignina.

  Hvað ef ég staðfesti ekki öryggiskröfur vegna COVID-19?
  Frá og með 12. október 2020 munu gestgjafar sem bjóða gistingu fá kvaðningu í appinu sínu eða stjórnborðinu með fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar og síðu þar sem staðfesta má öryggiskröfur vegna COVID-19. Ef þú staðfestir ekki kröfurnar fyrir 20. nóvember 2020 getur verið að aðgangur þinn sæti varnaðarorðum, frystingum og, í sumum tilvikum, afskráningar af Airbnb.

  Hvað ef gestur tilkynnir um gestgjafa sem hefur lofað að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu en stenst ekki viðmiðin?
  Við teljum að hægt sé að leysa úr flestum vandamálum með betri fræðslu og stuðningi við gestgjafa. Gestgjafar sem brjóta ítrekað eða alvarlega gegn ræstingarreglum Airbnb gætu þó verið varaðir við eða þurft að sæta frystingum og, í sumum tilvikum, afskráningar af Airbnb.

  Þrifin munu kosta meira hjá mér ef ég lofa að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu. Hvernig borga ég fyrir það?
  Sem gestgjafi getur þú bætt ræstingargjaldi við skráninguna þína og þú ræður algjörlega hvað þú tekur fyrir ræstingu. Þú getur staðið straum af viðbótarkostnaði fyrir að standast þessar kröfur með því að leggja á ræstingagjald, eða með því að breyta upphæð þess ef þú leggur það nú þegar á.

  Ég er gestgjafi með sérherbergi. Get ég tekið þátt?

  Já, gestgjafar sem bjóða gistingu verða að fylgja fimm skrefa ræstingarferlinu og verða sýndir sérstaklega þegar þeir lofa að fylgja ferlinu. Við vitum að gestgjafar með samnýtt svæði standa frammi fyrir sérstökum áskorunum varðandi ræstingar og nándarmörk svo að við höfum bætt við nánari leiðbeiningum.

  Ég hef ráðið ræstitækni. Hvernig tryggi ég að viðkomandi uppfylli kröfurnar?
  Þú ættir að deila fimm skrefa ferlinu, ræstingarhandbókinni og öðrum úrræðum í úrræðamiðstöðinni með ræstitækninum og ganga úr skugga um að ræstitæknirinn hafi samþykkt að fylgja viðmiðunum. Þú þarft að samþykkja hvert skref fyrir hönd ræstitæknisins og taka ábyrgð á því að ræstitæknirinn fylgi skrefunum.

  Þarf að hafa tiltekið bókunarbil ef ég lofa að fylgja fimm skrefa ferlinu fyrir ítarlegri ræstingar?
  Athugaðu að með því að samþykkja fimm skrefa ræstingarferlið samþykkir þú að fara að landslögum. Þetta felur í sér að fylgja viðbótarleiðbeiningum um öryggi eða ræstingar frá viðkomandi ríkisstofnunum svo sem varðar biðtíma áður en farið er inn í fasteign. Til dæmis mælir Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna með því að bíða í 24 tíma. Sé það ekki hægt mælum við með því að bíða í minnst þrjá tíma eða eins lengi og hægt er eftir að gesturinn fer. Ef þú vilt hafa bókunarbil á milli bókana getur þú notað stillingarnar þínar til þess. Hættan minnkar ekki bara á útsetningu fyrir sýklum heldur færð þú líka meiri tíma eftir hvern gest til að þrífa, hreinsa og endurstilla eignina þína.

  Ég er upplifunargestgjafi á Airbnb. Gerið þið einnig ræstingarkröfur til mín?
  Já. Við höfum útbúið sérstakar ræstingarleiðbeiningar og ráðleggingar varðandi heilsu og öryggi fyrir gestgjafa í löndum og á svæðum þar sem staðbundnar upplifanir eru hafnar á ný. Sérstakar viðbótarleiðbeiningar gilda einnig um gestgjafa sem bjóða upplifanir með mat og drykk og gestgjafa ævintýraferða. Allir gestgjafar sem bjóða staðbundnar upplifanir þurfa að fylla út spurningalista og vottorð um að þeir fylgi þessum reglum.

  Ertu aðrar leiðbeiningar en í þessum kröfum um gestaumsjón og ferðalög meðan á COVID-19 stendur?
  Til viðbótar við öryggisreglurnar vegna COVID-19 verða gestgjafar og gestir að taka önnur skref þegar þeir taka á móti gestum og ferðast á þessum tíma:

  • Mundu að þvo hendurnar oft og passaðu að snerta aldrei á þér andlitið
  • Ekki ferðast eða taka á móti gestum ef þú sýnir einkenni COVID-19 eða hefur verið nálægt einhverjum með sjúkdóminn
  • Frekari upplýsingar má lesa í leiðbeiningum um heilsu og öryggi fyrir gestgjafa og gesti og passaðu að fylgja öllum viðeigandi kröfum á staðnum

  Hvernig get ég fylgst með breytingum á staðbundnum lögum og leiðbeiningum?
  Aðstæður þróast áfram og tilteknar reglur og ráðleggingar (svo sem um biðtíma áður en farið er inn í fasteign) gætu verið mismunandi milli staða. Bókamerktu þessa grein í hjálparmiðstöðinni til að fá nánari upplýsingar um lög og leiðbeiningar um ræstingar þar sem þú ert.

  Vonandi gagnast þessi úrræði þér við endurskoðun á ræstingarferlinu. Þakka þér eins og alltaf fyrir að taka þátt í samfélagi Airbnb.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  Airbnb
  24. apr. 2020
  Kom þetta að gagni?