Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Við kynnum breytingar á þjónustuverinu okkar

  Við erum að auðvelda ykkur að fá þá aðstoð sem þið þurfið þegar þið þurfið hana.
  Höf: Airbnb, 21. maí 2021
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 21. maí 2021

  Aðalatriði

  • Við höfum fjárfest verulega í þjónustuveri okkar nú þegar eftirspurn eftir ferðalögum snýr aftur

  • Við höfum meira en tvöfaldað fjölda aðstoðarfulltrúa samanborið við sama tíma í fyrra

  • Við erum að kynna sérstakan stuðning við ofurgestgjafa frá og með 30. september 2021

  Halló öllsömul,

  Ég vona að þið hafið það öll gott og séuð að undirbúa ykkur fyrir ferðatímabilið framundan, eins og staðbundnar reglur leyfa. Ég sný aftur í þessum mánuði með mikilvægar upplýsingar varðandi þjónustuver okkar og stefnur.

  Hlustað á athugasemdir ykkar

  Við vitum að þjónustuverið er mikilvægur hlekkur í upplifun ykkar á Airbnb. Þið munið kannski eftir einni af gestgjafafréttunum mínum á síðasta ári þegar Tara Bunch, yfirmaður alþjóðarreksturs Airbnb, deildi frekari upplýsingum um það starf sem hún og starfsfólk hennar vinna til að styrkja þjónustuver okkar.

  Tara ræddi þær áskoranir sem þjónustufulltrúar okkar stóðu frammi fyrir í kjölfar COVID-19. Þegar heimsfaraldurinn skall á fækkuðum við starfsmönnum þjónustuversins um 60% þegar ferðalög stöðvuðust og útgöngubann hófst í heiminum.

  Eftirspurnin hefur samt hafist fyrr en gert var ráð fyrir. Þetta þýddi að til skamms tíma voru starfsmenn okkar of fáir og því áttum við erfitt með að standast væntingar. Síðan þá hafið þið deilt mjög mikilvægum og hreinskilnum athugasemdum. Við höfum hlustað.

  Meðal helstu áhyggjuefna ykkar voru tafirnar sem þið lentuð í þegar þið reynduð að leysa úr vandamáli. Þrátt fyrir að þúsundir spurninga frá gestgjöfum og gestum sé svarað í hverri viku vitum við að oft hefur verið erfitt að ná sambandi við aðstoðarfulltrúa og fá aðstoð og þið fenguð ekki þá eftirfylgni sem þið þurftuð eða þá samkennd sem þið áttuð skilið. Við erum einmitt að bæta úr því.

  Svona bætum við þjónustuverið

  Það gleður mig að tilkynna að við erum að gera ýmsar mikilvægar endurbætur. Við höfum ráðið Brent Potts frá Apple til að hjálpa okkur að standa við þessar nýju skuldbindingar. Hann varði átta árum í að byggja upp og leiða för þjónustuvers fyrir milljarða viðskiptavina. Hjá Airbnb mun hann leiða þjónustuver okkar og leggja áherslu á að bæta áfram þjónustuna fyrir samfélagið okkar.

  Hér má skoða fjárfestingar teymisins nánar sem miða að því að veita þér betri þjónustu:

  • Við höfum ráðið til starfa fleiri aðstoðarfulltrúa: Frá því í apríl síðastliðnum höfum við ráðið nýtt starfsfólk til að mæta eftirspurn. Við höfum meira en tvöfaldað fjölda aðstoðarfulltrúa samanborið við sama tíma í fyrra. Starfsmannafjöldi okkar er núna svipaður og fyrir heimsfaraldurinn og við hyggjumst fjölga starfsmönnum í þjónustuverinu okkar um 50% til að takast á við háannatíma ferðalaga sem er framundan. Þessi fjölgun gerir okkur kleift að veita þá skjótu og ítarlegu aðstoð sem þið eigið réttilega von á. Það sem er kannski mikilvægara er að það verður auðveldara að hafa samband og ræða við aðstoðarfulltrúa í rauntíma.
  • Meiri samkennd og sérsniðnari viðbrögð: Við leggjum aukna áherslu á samkennd og einstaklingsbundnar aðstæður á samskiptasviði hjálparmiðstöðvar okkar og við þjálfun aðstoðarfulltrúa okkar. Við munum gera meira til að hlusta vandlega og taka tillit til ykkar tilteknu aðstæðna.
  • Sérstakur stuðningur við ofurgestgjafa: Það gleður okkur einnig að tilkynna sérstakan stuðning við ofurgestgjafa í Norður-Ameríku frá 30. september 2021. Þessi þjónusta verður síðan kynnt á alþjóðavísu það sem eftir lifir ársins 2021 og mun bjóða sérstakan aðgang að okkar reynslumiklu aðstoðarfulltrúum sem geta best tekist á við aðstæður hratt, með sérþekkingu sinni og án þess að setja þær í hendur annarra teyma.
  • Nýjar og einfaldari reglur: Við höfum örðið vör við pirringinn hjá ykkur vegna sumra reglna okkar. Á þessu ári erum við að fara yfir samfélagsreglur okkar og sameinum þær á auðveldari hátt til að hjálpa gestgjöfum og gestum að hafa skýrari skilning á því sem er leyfilegt og ekki leyfilegt á verkvangi okkar. Yfirferðin stendur yfir og allar einfaldaðar sameinaðar reglur verða aðgengilegar í hjálparmiðstöðinni okkar frá og með júlímánuði.
  • Sérsniðnar snjalllausnir: Við erum einnig að einfalda hjálparmiðstöðina svo að auðveldara verði að átta sig á henni og hún uppfylli betur þarfir ykkar. Ef þið hafið spurningu, frá og með júlímánuði, getið þið nálgast stuttar og viðeigandi snjalllausnir, þægilegar upplýsingar sem gera ykkur kleift að leysa úr vandamálinu á nokkrum mínútum.

  Við höldum viðburð mánudaginn 24. maí kl. 16:00 GMT þar sem við kynnum ítarlegustu breytingar á þjónustu Airbnb fram til þessa. Fyrir þann tíma langaði mig að deila persónulega með ykkur ákveðnum atriðum.

  Þegar ferðalög hefjast að nýju, og það mun gerast, er nauðsynlegt að við byggjum á sameiginlegu trausti okkar og góðvild. Þið eruð það sem gerir Airbnb mögulegt og athugasemdir ykkar eru ómetanlegar.

  Bestu kveðjur,

  Catherine

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Við höfum fjárfest verulega í þjónustuveri okkar nú þegar eftirspurn eftir ferðalögum snýr aftur

  • Við höfum meira en tvöfaldað fjölda aðstoðarfulltrúa samanborið við sama tíma í fyrra

  • Við erum að kynna sérstakan stuðning við ofurgestgjafa frá og með 30. september 2021

  Airbnb
  21. maí 2021
  Kom þetta að gagni?