Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Svör Airbnb: Ábendingar um hvernig þú getur fengið fleiri bókanir

  Myndir skipta gesti máli. Svona geturðu bætt myndirnar þínar.
  Höf: Airbnb, 21. sep. 2018
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 5. okt. 2021

  Þið spurðuð: Hvað er hægt að gera til að fá fleiri bókanir?

  Við fórum beint í svarið: Við spurðum gesti að hverju þeir leita í gistingu á Airbnb og greindum bókunarhegðun þeirra til að sjá hvenær fletting endar á bókun.

  Komið hefur í ljós að myndataka er mikilvægasti þátturinn á eftir verði og umsögnum. Flettingar á skráningu hefjast í 60% tilvika á því að gestur smellir á mynd og í meira en 40% tilvika þegar gestur velur að bóka ekki skráningu smellti hann síðast á mynd. Ljósmyndir skipta máli og þær ættu að vera eins góðar og mögulegt er.

  Byrjaðu á að taka frábærar myndir með símanum eða myndavélinni þinni. Ef allt er til reiðu hjá þér til að færa eignina þína á næsta stig (og fá fleiri bókanir) skaltu íhuga atvinnuljósmyndun.

  Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að atvinnuljósmyndun getur hjálpað til að vekja athygli á skráningum og bætt árangur. Þú getur gert ráð fyrir:

  • 16% meiri líkur á bókun
  • 39% hærri bókunarfjárhæð (sem þýðir að gestir hafa tilhneigingu til að bóka til lengri tíma)
  • 28% fleiri nætur bókaðar
  • 26% hærra meðalverð á nótt

  Eins og mörg ykkar vita getur Airbnb tengt ykkur við atvinnuljósmyndara víðs vegar um allan heim. Þú getur óskað eftir myndatöku án fyrirframgreiðslu. Þjónustugjaldið verður einfaldlega dregið af bókunum síðar.

  Ef þjónusta Airbnb fyrir atvinnuljósmyndun er ekki í boði þar sem þú ert skaltu íhuga að ráða ljósmyndara sem sérhæfir sig í fasteignaljósmyndun.

  Þegar þú hefur fengið myndir sem sýna eignina með réttum hætti er komið að því að gefa samhengi. Frábærar myndir þurfa frábæra myndatexta. Og gestir lesa þá. Myndatextar eru tækifæri til að gera tvennt: beina athygli mögulegra gesta að einstökum og áhugaverðum ávinningi eignarinnar og hjálpa til við að stilla væntingar. Ekki sýna gestum bara fallegt rúm, segðu þeim hve þægilegt það er. Lýstu því sem gestir sjá ekki, til dæmis að það sé gólfhiti á baðherberginu. Þetta er tækifæri þitt til að hjálpa gestum að ímynda sér hvernig það er að vera á staðnum.

  Með því að gefa þér tíma til að sýna ferðamönnum hve frábær eignin þín er vekur þú meiri áhuga. Vandvirkni upplýsinga í skráningu á Netinu gefur til kynna að gestgjafinn leggi áherslu á smáatriðin sem skipta máli þegar gesturinn er kominn.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Airbnb
  21. sep. 2018
  Kom þetta að gagni?