Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Breyttu stillingum þínum til að mæta eftirspurn á staðnum

  Ef þú fylgist náið með ferðavenjum getur þú aukið tekjurnar þínar.
  Höf: Airbnb, 7. okt. 2019
  3 mín. lestur
  Síðast uppfært 14. maí 2021

  Aðalatriði

  • Ferðalög um helgar samanborið við virka daga. Árstíð og sérstakir viðburðir hafa áhrif á eftirspurn

  • Ferðaskrifstofur, hópar á samfélagsmiðlum og miðasíður geta látið þig vita af viðburðum á næstunni

  • Þú getur sérsniðið dagatalið hjá þér til að hækka eða lækka verðið hjá þér

  • Notaðu tólið fyrir snjallverð til að virkja sjálfvirka verðlagningu miðað við eftirspurn

   • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón

   Að bregðast við breytingum á eftirspurn getur verið lykilatriði til að ná árangri fyrir gestgjafa á Airbnb, eins og á við um allan annan rekstur. Býrðu í skíðabæ eða sumardvalarstað þar sem ferðaþjónusta er árstíðabundin? Eru stórar ráðstefnur eða hátíðir haldnar þar sem þú býrð? Ekki missa af tækifærinu á að bjóða eignina þína á vinsælum dögum og íhugaðu að breyta verðinu hjá þér til að fá fleiri gesti á lágannatímanum. Hér eru nokkrar ábendingar sem gagnast þér til að skilja þætti sem hafa áhrif á árstíðabundina eftirspurn og hvernig þú getur nýtt þér þá til fullnustu.

   Þrjú helstu atriðin sem hafa áhrif á eftirspurn

   Skoðaðu dagatalið snemma á árinu til að skipuleggja þig þegar augljósir frídagar eru. Gerðu síðan meira og leitaðu að viðburðum og þróun sem gæti aukið ferðalög á þínu svæði.

   Dagatalið þitt á Airbnb sýnir einnig sjálfkrafa ferðaupplýsingar fyrir þitt svæði, til dæmis nætur með óvenjulega mikilli eftirspurn og tekjumöguleika. Ef þú fylgist náið með þessu getur þú tryggt að þú vitir af ferðavenjum og getir tekið á móti gestum ef þú vilt.

   Helstu þættir sem hafa þarf í huga:

   1. Vikuþróun
   Eftirspurn getur breyst eftir vikudegi. Helgar eru vinsælli á flestum markaðssvæðum. En vikudagar eru sums staðar vinsælli þar sem margir fara í vinnuferðir.

   2. Árstíðabundnar breytingar
   Ákveðnir tímar ársins eru vinsælli en það fer eftir því hvar eignin er staðsett. Er svæðið þitt vinsæll vetraráfangastaður eða fjölmennir fólk þangað á sumrin?

   3. Sérstaka daga eða viðburði
   Ráðstefnur, hátíðir og aðrir stórir viðburðir auka eftirspurn mikið. Ef þú vilt vita hvað er að gerast þar sem þú ert skaltu hafa samband við ferðamálastofu á staðnum, tengjast hópum á samfélagsmiðlum og skrá þig á nokkrar miðasíður. Dagblöð og háskólar á staðnum geta einnig verið með frábærar upplýsingar.

   Sérsníddu verðstillingarnar hjá þér

   Þegar þú hefur öðlast góðan skilning á þróun á þínu svæði getur þú stillt sérsniðið verð fyrir vikudaga, helgar og frídaga eða breytt verði þínu þegar stór ráðstefna eða viðburður er haldinn í nágrenni við þig. Einnig er hægt að bjóða afslátt af bókunum á lágannatíma.

   Við fáum venjulega bókanir fyrir gamlárskvöld strax í ágúst. Settu því hátíðarverð inn snemma.
   Branka and Silvia,
   Zagreb, Króatía

   Íhugaðu að nota snjallverð

   Auðveldasta leiðin til að aðlaga sig að eftirspurn? Notaðu snjallverð. Tólið uppfærir verð þitt á nótt sjálfkrafa byggt á stillingum þínum og yfir 70 þáttum sem hafa áhrif á verð, allt frá árstíðabundinni eftirspurn til fjölda jákvæðra umsagna sem skráningin þín hefur fengið. Hafðu bara í huga að þú ræður verðinu hjá þér og að snjallverð tekur ekki mið af öllu sem hefur áhrif á það sem gestir vilja greiða fyrir, eins og frábært útsýni eða gestrisni sem þú veitir gestinum.

   Ef þú notar snjallverð skaltu passa að setja inn lágmarksverð svo að verðið hjá þér verði aldrei lægra en þú sættir þig við.

   Skaraðu fram úr þegar eftirspurn er lítil

   Þegar eftirspurn er lítil verða margar skráningar óbókaðar á markaðnum. Íhugaðu að vekja athygli gesta með því að bjóða kynningartilboð eða lækka verðið hjá þér. Airbnb leggur áherslu á betri verð, þau sem eru lægri en vanalega fyrir skráningu, og kallar þau frábær tilboð. Bestu tilboðin eru jafnvel send í tölvupósti til gesta sem eru að leita en hafa ekki enn bókað.

   Prófaðu þessi brögð gestgjafa

   Það er hálfgerð kúnst að vita hvaða verð eigi að setja inn og hvenær eigi að breyta því. Hér eru nokkrar vinsælar aðferðir sem gestgjafar hafa prófað:

   • Skipuleggðu þig með fyrirvara. „Við fáum venjulega bókanir fyrir gamlárskvöld strax í ágúst. Farðu því varlega og settu inn verð fyrir hátíðardaga snemma.“ —Branka og Silvia frá Zagreb, Króatíu
   • Notaðu kröfur um lágmarksdvöl. „Dvöl þarf að vara minnst fjóra daga um hátíðir og gamlárskvöld er dýrast.“ —Letti frá Atascosa, Texas
   • Settu hærra verð fyrir daga sem langt er í. „Það þýðir að ég get haft dagatalið mitt opið fyrir bókanir þannig að það fyllist ekki of hratt. Það gefur einnig gestum sem vilja bóka langt fyrir tímann (og greiða hærra verð) tækifæri til að gera það.“ —Paul frá London
   • Láttu snjallverð virka fyrir þig. „Þú getur alltaf sérsniðið verð fyrir tilteknar dagsetningar eða tímabil til að hunsa snjallverð.“ —Emiel frá Leeuwarden, Hollandi
   • Nýttu þér tímann þegar lítil eftirspurn er fyrir hendi. „Ég mæli með því lækka verðið á lágannatíma til að jafna það aðeins út. Þú getur einnig notað tímann til endurbóta/viðhalds því það verður örugglega nóg að gera aftur síðar og þá verður enginn tími.“ —Sandra frá Daylesford, Ástralíu
   • Prófaðu þig áfram. „Bestu viðmiðin fyrir þig eru hvort þú sért að fá bókanir og góðar umsagnir.“ —Jeff og Jess frá Durham, Norður-Karólína

   Þú getur hámarkað verðið hjá þér alla daga ársins með því að notfæra þér þessar ábendingar og verkfæri.

    Aðalatriði

    • Ferðalög um helgar samanborið við virka daga. Árstíð og sérstakir viðburðir hafa áhrif á eftirspurn

    • Ferðaskrifstofur, hópar á samfélagsmiðlum og miðasíður geta látið þig vita af viðburðum á næstunni

    • Þú getur sérsniðið dagatalið hjá þér til að hækka eða lækka verðið hjá þér

    • Notaðu tólið fyrir snjallverð til að virkja sjálfvirka verðlagningu miðað við eftirspurn

     • Kynntu þér meira í handbók okkar um enn betri gestaumsjón
     Airbnb
     7. okt. 2019
     Kom þetta að gagni?