Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Skilaboð frá stofnendum okkar

  „Heilbrigði almennings og samfélags okkar er í algerum forgangi hjá okkur.“
  Höf: Airbnb, 17. mar. 2020
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 27. apr. 2021

  Við vitum að þetta hefur verið erfitt tímabil hjá gestgjöfum í samfélagi okkar og okkur er ljóst að nýjar spurningar geta vaknað og að óvissan getur aukist komandi dögum.

  Í dag lýstu stofnendur Airbnb, Brian Chesky, Joe Gebbia og Nate Blecharczyk, aftur yfir eindregnum stuðningi við gestgjafa vegna þessarra erfiðu aðstæðna og til að gæta öryggis allra samfélagsmeðlima okkar.

  Kæru gestgjafar,

  Í því hættuástandi sem nú dynur yfir allan heim vitum við að mörg ykkar eruð að missa af verulegum fjölda bókana og að mikið er um afbókanir. Undanfarnir dagar hafa verið öllum einstaklega erfiðir og ruglingslegir. Við viljum vera eins gagnsæir og forvirkir og unnt er.

  Í fyrsta lagi munum við komast í gegnum þetta hættuástand með því að vinna saman. Við getum ekki náð árangri nema þið, gestgjafarnir okkar, náið árangri. Við vinnum nótt sem dag að aðgerðaáætlun til að hjálpa ykkur að komast í gegnum þetta ótrúlega erfiða tímabil. Við munum deila áætluninni með ykkur eins fljótt og við getum á komandi vikum.

  Í öðru lagi tókum við þá erfiðu ákvörðun á laugardaginn, þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir heimsfaraldri, að innleiða alþjóðlega reglu sem gerir öllum gestum kleift að fella niður gjaldgengar bókanir og fá endurgreitt að fullu, þ.m.t. öll gjöld Airbnb. Við vitum að þessi ákvörðun hefur valdið mörgum ykkar ótrúlegum erfiðleikum. Margir gestgjafar voru þegar farnir að samþykkja afbókanir umfram gildandi reglur. Þið hafið spurt okkur af hverju við gerðum þetta þegar sum önnur fyrirtæki í okkar geira hafa ekki gert þetta. Við viljum vera viss um að þið skiljið hvernig við lítum á málið.

  Borgir og heilar þjóðir hafa gripið til róttækra aðgerða vegna þessa heimsfaraldurs. Heilbrigði almennings og samfélags okkar er í algerum forgangi hjá okkur við þetta hættuástand. Við vildum ekki að gestir ákveddu að stofna sér, eða lýðheilsu, í hættu vegna þess að bókanir þeirra væru fastbundnar. Við teljum þetta vera ábyrgustu aðgerðirnar miðað við leiðbeiningar ríkisstjórna og heilbrigðissérfræðinga.

  Þótt það sé okkur öllum ljóst að kórónaveiran hefur haft djúpstæð áhrif á samfélag okkar vitum við að þetta mun líða hjá og að fólk mun aftur ferðast. Þar sem fólk er að byrja að nota Airbnb til að bóka langtímagistingu í næsta nágrenni við sig er greinilegt að við verðum að leggja okkar af mörkum til að hjálpa öllum að komast í gegnum óvissuna eins fljótt og unnt er. Þráin til að tengjast öðrum býr í brjósti okkar allra og við viljum öll aftur vera saman en núna er aðalmálið að gera það sem við getum til þess að allir verði öruggir.

  Við vinnum saman og við munum komast saman í gegnum þetta.

  Stofnendur Airbnb,

  Brian, Joe og Nate

  Airbnb
  17. mar. 2020
  Kom þetta að gagni?