Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Faðir býður upp á aðgengilegra rými

  Ofurgestgjafi, sem á son í hjólastól, höfðar til gesta með fötlun
  Höf: Airbnb, 24. ágú. 2021
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 24. ágú. 2021

  Aðalatriði

  • Að eiga son sem notar hjólastól hefur sýnt þessum pabba hversu erfið ferðalög geta reynst sumum

  • Áhugi hans á að gera ferðalög aðgengilegri hvetur hann áfram til að bjóða gistingu í litla íbúðarhúsinu sínu í sveitinni

  • Eigandi fasteignar í London átti auðvelt með að taka á móti gestum þrátt fyrir mikið annríki

  Þau fengu greininguna þegar sonur þeirra Harri var 9 mánaða: Heilalömun. Alpesh og eiginkona hans þurftu fljótt að kaupa hjólastól og endurhanna heimili sitt vandlega í London til að gera það aðgengilegra fyrir hann.

  Áratugur hefur liðið og enn stendur Harri frammi fyrir líkamlegum hindrunum, allt frá útidyrum skólans til stóra þrepsins fyrir framan rakarastofur á staðnum. Til allrar hamingju er heimili þeirra í London og orlofshús sem þau keyptu í Norfolk-sveitinni í tveggja tíma fjarlægð aðgengilegir griðastaðir fyrir þarfir hans.

  Í raun var það viljinn til að gera ferðalög aðgengilegri sem hvatti Alpesh til að prófa gestaumsjón fyrir nokkrum árum síðan. Fjölskyldan deilir heimilinu þegar þau eru ekki að nota það, en það hjálpar til við að standa undir viðhaldskostnaði þess.

  Lærdómur dreginn af reynslunni

  Sem leigusali og þriggja barna faðir var Alpesh ekki viss um að hann kæmi gestaumsjón fyrir í annasömu lífi sínu. En hann vildi að aðrir gætu notið friðsæla afdrepinu hans.

  Alpesh hafði hvorki prófað Airbnb sem gestur né gestgjafi en treysti því að hann myndi læra af reynslunni. „Það er mjög gott að deila rými með aðgengiseiginleikum á Airbnb. Nokkuð sem ég kalla litla falda fjársjóðinn okkar. Okkur líður svo vel þarna og gott aðgengi er til staðar á öllum svæðum. Því fannst okkur góð hugmynd að deila eigninni með öðrum.“

  Alpesh fannst einfalt að skrá litla, fjögurra herbergja íbúðarhúsið og undirbúa sig fyrir fyrstu gestina sína. Auk þess aðstoðar nágranni við ræstingar og innritun og lágmarkar þann tíma sem hann eyðir í hverri bókun.

  Hönnun fyrir aðgengi; innan- og utandyra

  Í lágreista einbýlishúsi Alpesh í Norfolk eru fjölmargir aðgengiseiginleikar: Vel upplýst, þrepalaust aðgengi inn í og út úr eigninni, aðgengilegt bílastæði fyrir ökutæki, sjúkrarúm með dýnu sem má þurrka af og lyfta fyrir salerni ásamt færanlegri lyftu.

  Alpesh er einkar hrifinn af garðinum því hann getur notið hans með Harri og hann kemur einnig til móts við þarfir fleiri gesta. Sléttur, bugðóttur og þrepalaus stígur tengir eldhúsið við sex manna heitan pott og verönd með víðáttumiklu útsýni yfir sveitina.

  „Útsýnið úr garðinum er alveg ótrúlegt,“ segir Alpesh. „Þegar ég undirbý komu gesta eyði ég mestum tíma í garðinum.“

  Að auka virði ferðalaga

  Alpesh hefur komist að því að aðgengiseiginleikar hjálpa fleirum að ferðast og að það sé skynsamlegt að bjóða heimili sitt þegar maður er í burtu.

  „Þar sem ég get ekki ávallt deilt eigninni með fjölskyldu minni langar mig að deila henni með öðru fólki,“ segir Alpesh. „Ég dreg sömu ánægju af því eins og að fjölskylda mín væri á staðnum.“

  Hann hyggst nota gestaumsjón sem leið til að hafa ráð á að eiga sveitaheimili með aðgengiseiginleikum sem henta þörfum Harri. Fjölskyldan gæti jafnvel flutt þangað fyrir fullt og allt.

  „Það er næsta hugmynd,“ segir Alpesh. „Við ætlum að reyna að finna einhvern stað, kannski smá landskika og mögulega stórt vöruhús og gera það upp. Jafnvel taka á móti gestum á Airbnb þar til mér hefur tekist að sannfæra fjölskyldu mína um að flytja frá London.“

  Viltu vita meira?
  Prófa gestaumsjón

  Aðalatriði

  • Að eiga son sem notar hjólastól hefur sýnt þessum pabba hversu erfið ferðalög geta reynst sumum

  • Áhugi hans á að gera ferðalög aðgengilegri hvetur hann áfram til að bjóða gistingu í litla íbúðarhúsinu sínu í sveitinni

  • Eigandi fasteignar í London átti auðvelt með að taka á móti gestum þrátt fyrir mikið annríki

  Airbnb
  24. ágú. 2021
  Kom þetta að gagni?