Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  5 ábendingar til að taka á móti gestum með aðgengisþarfir

  Útbúðu hlýlega eign fyrir alls konar gesti með einföldum hætti.
  Höf: Airbnb, 7. apr. 2021
  2 mín. lestur
  Síðast uppfært 14. maí 2021

  Aðalatriði

  • Ef þú færir húsgögnin þín til að búa til pláss getur það gagnast gestum með aðgengisþarfir að fara um eignina þína

  • Notaðu snjallsímann þinn til að taka ljósmyndir sem sýna aðgengi eignarinnar

  • Ef aðgengiseiginleikum er bætt við hjálpar það fleiri gestum að finna skráninguna þína

  Margir ferðamenn búa við einstakar aðgengisþarfir, allt frá einstaklingum með skerta hreyfigetu til eldri borgara, fjölskyldna með lítil börn (og barnavagna) og fleiri til. Hér eru fimm ábendingar sem hjálpa þér að útbúa hlýlega eign sem gestir geta bókað af öryggi:

  Bættu aðgengiseiginleikum við skráninguna þína

  Gestir geta leitað sérstaklega að eignum með betra aðgengi. Ef eitthvað af eftirfarandi er í eigninni þinni getur það hjálpað þér við að vekja athygli gesta ef þú tekur það skýrt fram í skráningunni:

  • Þrepalaus leið að inngangi eignarinnar
  • Vel upplýstir stígar að aðalinngangi
  • Breiðir inngangar
  • Engir stigar eða þrep til að fara inn
  • Stæði fyrir fatlaða
  • Þrepalaus sturta
  • Uppfestar gripslár fyrir salerni og/eða sturtu
  • Sturtu- eða baðstóll til að hjálpa fólki með takmarkaða hreyfigetu

  Frekari upplýsingar um að bæta aðgengiseiginleikum við skráninguna þína

  Notaðu myndir til að leggja áherslu á aðgengi eignarinnar

  „Sem áhugasamur ferðamaður með mænuhrörnunarsjúkdóm (SMA) veit ég hve miklu máli ljósmyndir skipta þegar ég met hvort heimili henti mér,“ segir Srin Madipalli, aðgengisráðgjafi Airbnb.

  Þú þarft sem betur fer ekki atvinnuljósmyndara til að sýna aðgengiseiginleikana hjá þér. Þú getur með skjótum hætti tekið myndir af þrepalausum sturtum, römpum og fleiru með snjallsímanum þínum.

  Íhugaðu að sýna málband á myndunum svo að gestir sjái breidd dyragátta og ganga. Þetta getur gagnast gestum sérstaklega sem styðjast við hjólastóla eða önnur hjálpartæki til að komast milli staða.

  Hjá Airbnb teljum við dyragátt vera breiða sé hún að minnsta kosti 81 cm (32").

  Fáðu ábendingar um ljósmyndun vegna aðgengiseiginleika

  Eigðu heiðarleg og opin samtöl við gesti þína

  Það getur hjálpað hugsanlegum gestum að ákveða hvort eignin henti þeim ef þú spyrð nokkurra spurninga fyrir bókun.

  Dæmi um góðar spurningar til að hefja samtal: „Hefurðu einhverjar sérstakar spurningar varðandi eignina?“ og „er eitthvað sem ég get gert til að gera dvöl þína þægilegri?“

  Nokkrar vinalegar spurningar geta skipt sköpum varðandi hve þægilegt og öruggt gestum finnst að bóka eignina þína.

  Kynntu þér hvernig þú tímasetur skilaboð

  Undirbúðu eignina þína vandlega

  Áður en gestur með aðgengisþarfir kemur skaltu hugsa um það hvort það sé nokkuð annað hægt að gera til að auðvelda aðgengi í eigninni. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Að færa til húsgögn eins og stóla, borð og bekki til að hafa meira pláss til að komast sína leið um íbúðina
  • Að auðvelda aðgengi að innstungum
  • Að nauðsynjahlutir eins og handklæði og diskar séu þannig að auðvelt sé að ná í hlutina

  Kynntu þér hvernig þú getur gert eignina þína aðgengilegri

  Settu saman áhugaverða ferðahandbók fyrir allt fólk

  Ferðahandbókin er tækifæri þitt til að gefa gestum staðbundnar ábendingar sem sýna gestrisni þína og borgina sjálfa. Þegar þú bætir við ráðleggingum um veitingastaði, skoðunarferðir og útivist skaltu reyna að hugsa eins og ferðamaður með aðgengisþarfir.

  Íhugaðu til dæmis að segja frá þeim veitingastöðum sem eru með rampa, nefna malbikaða göngustíga og taka fram við hvaða söfn er nóg af bílastæðum nærri innganginum.

  Með því að notast við þessar ábendingar í gistirekstri þínum getur þú hjálpað til við vekja athygli á eign þinni fyrir stærri markhóp og gert heiminn þannig að allir geti alls staðar átt heima.

  Aðalatriði

  • Ef þú færir húsgögnin þín til að búa til pláss getur það gagnast gestum með aðgengisþarfir að fara um eignina þína

  • Notaðu snjallsímann þinn til að taka ljósmyndir sem sýna aðgengi eignarinnar

  • Ef aðgengiseiginleikum er bætt við hjálpar það fleiri gestum að finna skráninguna þína
  Airbnb
  7. apr. 2021
  Kom þetta að gagni?