Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  10 leiðir til að fá sem mest út úr gestaumsjón um hátíðarnar

  Hér eru bestu ráðin okkar, allt frá verðlagningu til hátíðarundirbúnings.
  Höf: Airbnb, 1. okt. 2019
  4 mín. lestur
  Síðast uppfært 5. mar. 2020

  Aðalatriði

  • Fylgstu sérstaklega vel með gamlárskvöldi sem er ein mest bókaða gistinótt ársins!

  • Mundu að taka frá dagsetningar þegar þú getur ekki verið með gesti

  • Það er aldrei of snemmt að setja inn verð fyrir háannatímann. Gestir bóka oft með miklum fyrirvara

  • Færðu eignina í hátíðarbúning svo að dvöl gesta verði enn eftirminnilegri

  Hátíðirnar eru handan við hornið. Er allt tilbúið fyrir mesta annatímann? Það eru svo margar leiðir til að njóta góðs af árstíðinni eins og að nýta sér hina miklu eftirspurn eða færa eignina í hátíðarbúning. Hér eru topp 10 ráðin okkar.

  1. Vertu á undan ösinni

  Vissirðu að gamlárskvöld er ein mest bókaða gistinótt ársins á Airbnb? „Vanalega er búið að bóka gamlárskvöld hjá okkur frá og með ágústmánuði,“ segja Branka og Silvia frá Zagreb í Króatíu. Og það er ekki gamlárskvöld eitt og sér. Gestir skipuleggja ferðir sínar vanalega með margra mánaða fyrirvara svo að það er aldrei of snemmt að uppfæra dagatalið þitt fyrir árstíðina. Þú vilt ekki að einhver bóki eignina þína áður en þér hefur gefist tækifæri til að uppfæra verð, framboð og aðrar kröfur.

  2. Skipuleggðu dagatalið þitt

  Hefurðu skipulagt hátíðarnar? Mundu að taka frá allar dagsetningar í dagatalinu hjá þér þegar þú vilt ekki, eða getur ekki, tekið á móti gestum. Ef eignin þín er skráð á öðrum vefsíðum skaltu nota eiginleika til að samstilla dagatöl til að koma í veg fyrir tvíbókanir og afbókanir þeirra vegna.

  3. Hugsaðu um sérviðburði

  Auk hátíða eins og Diwali, Hanukkah, jóla og Kwanzaa eru sérstök hátíðarhöld sem draga að sér fjölda gesta í sumum borgum. Eru einhverjar vinsælar hátíðir á staðnum eða tónleikar á næstunni? Þessar dagsetningar skipta miklu máli við uppsetningu á dagatalinu. Fylgstu með því sem gerist á næstunni þar sem þú ert með því að hafa samband við ferðamálastofu á staðnum, tengjast hópum á samfélagsmiðlum og skrá þig með öppum eða vefsetrum fyrir viðburði.

  4. Leiktu þér með verðið

  Rannsakaðu aðeins markaðinn til að finna besta verðið fyrir eignina þína á þessum árstíma. Til þess þarftu að skoða samkeppnina hvort sem það eru aðrir gestgjafar á Airbnb eða hótel á staðnum. Annar valkostur? Notaðu snjallverð sem uppfærir gistináttaverðið sjálfkrafa miðað við stillingarnar hjá þér og 70 aðra þætti sem geta haft áhrif á verð, þ.m.t. árstíðabundna eftirspurn. Mundu bara að setja lágmarksverð svo að það verði aldrei lægra en þú sættir þig við.

  5. Íhugaðu að setja lágmarksdvöl

  Sérsníddu stillingarnar í dagatalinu þínu þegar þú hefur áttað þig á öllum frídögum og öðrum mikilvægum dagsetningum. Margir gestgjafar setja lágmarksdvöl fyrir vinsælar dagsetningar. Ef þú gerir kröfu um lágmarksdvöl gesta getur þú dregið úr umstangi við eignina þína og minnkað þrif á sama tíma og þú hámarkar tekjurnar.

  6. Skoðaðu aftur húsreglurnar þínar

  Með öll hátíðarhöldin sem styttist í er gott tækifæri til að tilgreina núna hvað gestir geta gert hjá þér og hvað þeir geta ekki gert. Mega þeir halda veislu á gamlárskvöldi? Hvað með að bjóða fjölskyldunni í kvöldverð vegna þakkargjörðarhátíðarinnar? Þú gætir viljað setja strangari eða mildari húsreglur á þessum tíma árs og minna gesti á að þeir þurfi að ganga að þessum reglum áður en þeir bóka. Athugasemd ritstjóra: Við uppfærðum reglur okkar varðandi veislur og viðburði í desember 2019. Við mælum með því að þú kynnir þér breytingarnar og það á sérstaklega við varðandi undirbúning fyrir gesti um hátíðarnar.

  7. Taktu á móti fjölskyldum

  Fyrir foreldra sem ferðast með börnum getur fjölskylduvæn eign verið næg ástæða til fagnaðarláta. Náðu til fleiri gesta og gerðu dvöl þeirra betri með því að hafa nóg af þægindum sem fjölskyldur elska eins og ungbarnarúm, barnastól, leikföng og borðspil. Íhugaðu einnig að útvega gagnlegar upplýsingar svo að gestir njóti borgarinnar sem best. Ofurgestgjafinn Elsie frá Nashville setur þær í ferðahandbókina sína. „Það breytir öllu að hafa pláss í ferðahandbókinni með afþreyingu fyrir börn.“

  8. Farðu í hátíðarbúning

  Viltu gera dvölina alveg einstaka fyrir gesti? Leitaðu innblásturs í árstíðinni sem getur verið allt frá því að bjóða upp á hátíðarskreytingar til þess að deila staðbundnum mat og hefðum. „[Gestir] kunna mikið að meta það hve „heimilislegt“ húsið er,“ segja gestgjafarnir Kelly og Larry frá New Braunfels í Texas. „Mér líður vel þegar ég sé gesti á veröndinni með upplýst grasker eða að sötra heitt súkkulaði við jólatréð í bollunum sem ég skildi eftir handa þeim.“

  9. Hafðu veðrið í huga

  Snjóar mikið um hátíðarnar þar sem þú ert? Eða hefst sumarið kannski í desember? Mögulega vita gestkomandi ekki hvernig veðrið er vanalega þar sem þú ert. Íhugaðu að vera með nauðsynlega muni í eigninni eins og regnhlífar, snjóskóflur eða jafnvel sólarvörn. Gestum líður betur þegar þeir hafa svona þægindi. Mundu að skilja eftir nauðsynlegar leiðbeiningar. Gestgjafinn Monica frá Ormstown, Kanada, segir til dæmis við gesti: „Við hreinsum innkeyrsluna með einni af dráttarvélunum okkar þegar hættir að snjóa en gesturinn ber ábyrgð á stigapallinum og þrepunum fyrir framan.“

  10. Ekki gleyma örygginu

  Yfir vetrartímann er mögulega meira álag á gashitaranum þínum, rafölum og reykháfum. Með aukinni notkun er aukin hætta af eldsvoða og kolsýringseitrun á heimilinu. Vertu með eitt eða fleiri slökkvitæki og reyk- og kolsýringsskynjara í eigninni. Einnig er gott að láta yfirfara reykháfa og hitaventla árlega þar sem leitað er að stíflum, tæringu og þess háttar. Það er mikið að gera á þessum árstíma. Gríptu til einfaldra varúðarráðstafana svo að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af örygginu.

  Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

  Aðalatriði

  • Fylgstu sérstaklega vel með gamlárskvöldi sem er ein mest bókaða gistinótt ársins!

  • Mundu að taka frá dagsetningar þegar þú getur ekki verið með gesti

  • Það er aldrei of snemmt að setja inn verð fyrir háannatímann. Gestir bóka oft með miklum fyrirvara

  • Færðu eignina í hátíðarbúning svo að dvöl gesta verði enn eftirminnilegri

  Airbnb
  1. okt. 2019
  Kom þetta að gagni?