Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  10 leiðir til að auka tekjurnar á háannatíma

  Það er aldrei of snemmt að skipuleggja hvernig tekið er á móti gestum á háannatíma.
  Höf: Airbnb, 29. jún. 2021
  5 mín. lestur
  Síðast uppfært 29. jún. 2021

  Aðalatriði

  • Þótt það geti verið mánuðir í háannatímann getur þú undirbúið hann strax

   • Komdu skipulagi á dagatalið með því að skoða bókunartímabilið hjá þér og setja verð fyrir fram

   • Athugaðu hvort hægt sé að uppfæra eða bæta einhverju við skráningu þína eða eign

    • Íhugaðu að bæta við samgestgjafa eða ræstitækni til að auðvelda umsjón með gestum

    Það borgar sig að hugsa fram í tímann við skipulag á annasamasta ferðatímanum á staðnum. Ef þú ert með úthugsaða verðáætlun getur þú fengið þær bókanir sem þú vilt óháð því hvenær er mest að gera hjá þér. Svona undirbúa sumir gestgjafar um víðan heim sig til að taka á móti gestum á háannatíma:

    1. Settu verð á háannatíma snemma

    Nýjar nætur verða lausar í dagatalinu þínu daglega og því skaltu vera viss um að gistináttaverðið sé alltaf uppfært. Sumir farsælir gestgjafar velja sér vikudag eða mánuð (eftir því hve oft þeir taka á móti gestum) til að uppfæra dagatalið sitt og hafa stjórn á framboðstímabilinu.

    Það er einnig góð hugmynd að setja sérsniðið verð fyrir tilteknar nætur, vikur eða mánuði núna svo að gestir sem skipuleggja sig fram í tímann bóki ekki dagsetningar á háannatíma á lágannaverði. Gestgjafinn Jessi, frá Ciudad López Mateos í Mexíkó, setur inn verðið hjá sér marga mánuði fram í tímann. „Ekki geyma það þangað til síðar því þá færðu bókanir á lægra verði en þú vildir,“ segir Jessi. Ef þú notar snjallverð ættirðu jafnvel að fara yfir verðið á nótt á háannatíma og breyta hámarks- og lágmarksverðinu í samræmi við það.

    2. Náðu til gesta sem skipuleggja sig snemma

    Íhugaðu að opna dagatalið sex mánuði fram í tímann til að vekja athygli á skráningunni þinni. Með því að lengja framboðstímabilið í bókunarstillingum þínum getur þú vakið athygli gesta sem bóka núna frí á háannatíma. Ef þú bætir einnig 10% eða hærri forkaupsafslætti í verðstillingum þínum við allar bókanir sem er gengið frá allt að 36 mánuðum fram í tímann, verður upphaflega verðið sýnt með yfirstrikun (t.d. USD 200). Minna en 10% afsláttur er ekki sýndur með yfirstrikun en getur samt hjálpað skráningu þinni að vekja athygli hjá þeim sem bóka snemma.

    3. Forðastu gistingu sem er of stutt

    Gott getur verið að fara fram á að gestir gisti tiltekinn fjölda nátta. Gestgjafinn Jeff frá Caernarfon, Wales, lengir lágmarksdvöl hjá sér á háannatíma, sem er venjulega þrjár nætur. Hann takmarkar einnig hvenær gestir geta innritað sig. „Ég hef sett inn sjö nátta lágmark á háannatíma og innritun á laugardögum,“ segir Jeff. Þú getur alltaf breytt þessum stillingum ef þér finnst þær vera of takmarkandi og háannatíminn er að nálgast.

    4. Miðaðu dagatalið við stórviðburði

    Fyrir fólk sem býr á áfangastöðum með árlegum vinsælum viðburðum mæla sumir reyndir gestgjafar með því að loka fyrst fyrir viðburðardagana. Í Austin, Texas, mættu til dæmis um 417.000 manns á South by Southwest árið 2019. Sumir gestgjafar í Austin opna dagatöl sín og setja verð nær SXSW á hverju ári til að geta borið sig saman við svipaðar skráningar og bjóða samkeppnishæft verð.

    5. Hugsaðu vandlega um viðbótargjöld

    Kynntu þér svipaðar skráningar sem og best metnu skráningarnar þar sem þú ert til að gera skráninguna þína þannig að gestir velji hana fram yfir aðrar á háannatíma. Þar getur þú stillt verð og nauðsynleg gjöld fyrir ræstingu*, viðbótargesti og fleira. Nýjar skráningar eru settar á Netið á háannatíma og hærri gjöld geta fælt frá gesti á þeim tíma. Mundu: Gestir bera ekki einungis saman gistináttaverð skráningar heldur heildarverð, með öllum gjöldum.

    6. Leggðu mat á eign þína

    Þótt skráningin þín líti vel út er gott að fara yfir hana áður en háannatíminn hefst hjá þér. Eru allar myndirnar þínar uppfærðar? Er kominn tími til að ráða atvinnuljósmyndara? Hefurðu uppfært aðgengiseiginleikana hjá þér? Eru einhverjar stafsetningarvillur eða vantar upplýsingar?

    Gestgjafinn Pablo í La Paz í Bólivíu bjó til ítarlegan gátlista til undirbúnings fyrir háannatímann. „Það er ávallt gott að staldra við og meta hlutina,“ segir hann. Gátlistinn hans inniheldur:

    • Hvernig eru myndirnar mínar?
    • Hvað með sniðmát mín fyrir skilaboð?
    • Verðin hjá mér?
    • Umsagnir mínar?

    7. Íhugaðu að bjóða hraðbókun

    Ef þú hefur ekki prófað hraðbókun áður gæti núna verið rétti tíminn til að gera það. Gestir eiga auðveldara með að skipuleggja ferðina sína með hraðbókun og skráningar sem bjóða hana eru því vinsælli. Að bjóða hraðbókun bætir auk þess svarhlutfall þitt sem getur bætt stöðu skráningar í leitarniðurstöðum. Á háannatíma gæti þetta skipt sköpum við að ná til gesta. Einnig er sía sem gestir geta notað til að finna aðeins skráningar með hraðbókun. Hún gæti vakið meiri athygli á skráningunni þinni.

    8. Hugsaðu eins og ofurgestgjafi

    Reyndu að svara gestum hratt hvort sem þú ert nú þegar ofurgestgjafi eða þig langar að ná þeirri stöðu. (Hluti af því að verða ofurgestgjafi er að svara 90% nýrra fyrirspurna og bókunarbeiðna innan 24 tíma.) Þú ættir jafnvel að íhuga að nota sniðmát fyrir skilaboð til að svara hraðar. „Ég er mjög hrifin af sniðmátunum og nota þau oft,“ segir ofurgestgjafinn Sally frá Snoqualmie Pass, Washington. „Þegar gestur gengur frá [bókun] sendi ég skilaboðin „Takk fyrir að bóka“. Þannig veit gesturinn að ég fékk beiðnina.“

    Regluleg samskipti eru lykilatriði og það á einnig við eftir útritun. Þú getur sent gestum þakkarskilaboð í gegnum Airbnb appið og minnt þá á að skrifa umsögn. Gestgjafar mæla yfirleitt með því að vera í samskiptum við gesti frá bókun til útritunar til að auka líkurnar á jákvæðum umsögnum. Því fleiri umsagnir sem þú færð, því fleiri mögulegir gestir geta kynnt sér eign þína þitt og því nær ert þú markmiðum þínum sem gestgjafi.

    9. Farðu yfir hvernig eignin er hreinsuð

    Hugsaðu um hvernig eignin er hreinsuð svo að ferlið sé snurðulaust. Ef þú tekur vanalega frá dag milli gesta til að hreinsa og undirbúa eignina gætir þú sparað tíma með því að ráða fagmann. Hugsaðu um að bæta ræstingagjaldi við skráninguna þína en gerðu það á réttan hátt: Með hærra ræstingagjaldi bóka færri stutta dvöl og fólk býst við eignin sé hreinni.

    Einnig er tilvalið að ljúka stórþrifum við undirbúning fyrir háannatíma. Við mat á skráningunni sinni metur gestgjafinn Pablo frá La Paz í Bólivíu einnig eignina sína til að komast að því hvaða rúmföt þarf að endurnýja, hvaða húsgögn þarf að laga, hvaða vörur mætti kaupa í heildsölu og hvort komið sé að ítarlegum þrifum innan- og utandyra.

    10. Hugsaðu um að fá aðstoð samgestgjafa

    Sinna má gestum í samvinnu. Gestgjafinn Ivan-Dario frá Bógóta, Kólumbíu, gerir hlutina til dæmis ekki einn. Hann reiðir sig bæði á samgestgjafa og ræstitækni. „Þegar ég fæ bókun læt ég [ræstitækninn minn] vita og hún minnir mig alltaf á ef ég gleymi einhverra hluta vegna bókun sem er að hefjast,“ segir hann.

    Undirbúningur fyrir háannatíma getur verið einfaldur og ábatasamur ef þú skipuleggur þig fram í tímann. Mundu að taka frá dagsetningar sem þú getur ekki tekið á móti gestum svo að þú þurfir ekki að fella niður neinar bókanir sem gæti orðið til viðurlaga vegna afbókunar á borð við aukagjöld, að missa stöðu ofurgestgjafa eða að aðgangi sé jafnvel lokað tímabundið. Þegar þú veist betur hvaða daga þú getur tekið á móti gestum þegar mest er að gera hjá þér á árinu getur verðstefna byggð á þessum ábendingum hjálpað þér að nýta háannatímann sem best.

    *Að undanskildum gestgjöfum sem bjóða gistingu á meginlandi Kína. Frekari upplýsingar Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

    Aðalatriði

    • Þótt það geti verið mánuðir í háannatímann getur þú undirbúið hann strax

     • Komdu skipulagi á dagatalið með því að skoða bókunartímabilið hjá þér og setja verð fyrir fram

     • Athugaðu hvort hægt sé að uppfæra eða bæta einhverju við skráningu þína eða eign

      • Íhugaðu að bæta við samgestgjafa eða ræstitækni til að auðvelda umsjón með gestum

      Airbnb
      29. jún. 2021
      Kom þetta að gagni?