Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Þetta efni er ekki til á þínu tungumáli. Hér er það því á líkasta tungumálinu.

  Einfaldari reglur um endurgreiðslu upplifana fyrir samfélagið

  Við erum að uppfæra reglur um endurgreiðslu upplifana til að styðja betur við samfélag Airbnb.
  Höf: Airbnb, 15. jún. 2022
  1 mín. lestur
  Síðast uppfært 15. jún. 2022

  Aðalatriði

  Við vitum hve mikilvægt það er fyrir upplifunargestgjafa að veita gestum framúrskarandi gestrisni. Gestir gátu áður óskað eftir endurgreiðslu hvenær sem er að upplifun lokinni ef eitthvað bjátaði á í upplifuninni, hvort sem gestirnir mættu á staðinn eða tóku þátt á Netinu.

  Okkur er ljóst að það væri betra fyrir gestgjafa að gestir hefðu tilgreindan frest til að tilkynna vandamál. Við erum því að uppfæra reglur okkar um endurgreiðslu til upplifunargesta. Nú hafa gestir þrjá sólarhringa eftir upplifun til að óska eftir endurgreiðslu hafi komið upp vandamál.

  Við höfum einnig einfaldað orðalagið til að gera reglurnar skýrari. Reglurnar fjalla enn um hið sama. Uppfærðu reglurnar gilda um bókanir gerðar frá og með 15. júlí 2022.

  Frekari upplýsingar er að finna í 2022-uppfærslunni.

  Senda athugasemdir

  Aðalatriði

  Airbnb
  15. jún. 2022
  Kom þetta að gagni?