Stökkva beint að efni

Gefðu smá í hvert sinn sem þú tekur á móti gestum

Styrktu til að hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir hamförum, átökum eða alvarlegum veikindum.
„Ég á eftir að muna hvert smáatriði af því hvað ég elskaði ferðina mikið.“
Victoria
·
Gestur frá Make-A-Wish®
„Ég verð að segja að heimili hefur ekki sömu merkingu fyrir mér eftir brunann. Fyrir mér er heimilið þar sem fjölskyldan er. Maður getur gert sér heimili hvar sem er.“
Michelle
·
Gestur á opnum heimilum
„Verkefnið leyfir fjölskyldum að leggja áherslu á vellíðan ástvina frekar en að hafa áhyggjur af því hvernig borgað er fyrir húsaskjól og hvernig við getum verið nálægt hvort öðru.“
Meredith
·
Fisher House Foundation

Hvernig styrkir virka

1
Veldu styrkhlutfall
Láttu okkur vita hvaða prósent af hverri útborgun þú vilt draga sjálfkrafa frá.
2
100% rennur til góðgerðasamtaka
Þau nota fjármagnið til að hjálpa bágt stöddu fólki að finna tímabundið húsnæði.
3
Kynntu þér áhrifin
Fáðu reglulegar fréttir af því hvaða áhrif framlagið þitt hefur haft.

Styrkir frá þér hjálpa fólki að finna húsnæði þegar þörfin er mest

50.000+

manns hjálpað til dagsins í dag
Gestgjafar hafa boðið fólki á vergangi, hjálparstarfsmönnum, flóttafólki og fleirum heimili sín án endurgjalds í gegnum opin heimili. En sumir geta ekki veitt ókeypis gistingu.

Af hverju gestgjafar styrkja

„Ég á frábæran frænda með sjaldgæfan sjúkdóm og ég veit hvað það hefur verið mikil blessun fyrir fjölskyldu hans þegar þau hafa þurft að ferðast af heimilinu og geta gist einhvers staðar að kostnaðarlausu.“
Annette, gestgjafi í New Castle, CO
„Ég vinn á krabbameinsmiðstöð og skil mikilvægi þess að fá húsnæði í neyð og að njóta vinsemdar frá ókunnugum!“
Aurora, gestgjafi í Santa Clara, CA
„Fyrir mér er þetta leið til að gefa af mér vegna fjölda gjafa og mikils stuðnings frá samfélaginu í kringum okkur þegar maðurinn minn var að komast yfir 4. stigs krabbamein.“
Tess, gestgjafi í Port Townsend, WA
„Ég hef upplifað af eigin hendi hvernig það er að eiga sér ekki svefnstað svo að nú vil ég geta aðstoðað þá sem eru í þeirri stöðu“
Adam, gestgjafi í fjöllum Norður-Karólínu
„Ég barðist við hvítblæði frá 12 ára aldri og þar til ég var 28 og þurfti að ferðast hundruðir kílómetra að heiman til að fá læknisaðstoð. Þetta var foreldrum mínum erfitt og setti þau á hausinn. Það er mér ánægja að geta hjálpað öðrum.“
Judy, gestgjafi í Santa Maria, CA
„Ég hef lent í miklum vandræðum og náttúruhamförum. Þetta er góð leið til að hjálpa öðrum.“
Gary, gestgjafi í Talent, OR
„Ég á frábæran frænda með sjaldgæfan sjúkdóm og ég veit hvað það hefur verið mikil blessun fyrir fjölskyldu hans þegar þau hafa þurft að ferðast af heimilinu og geta gist einhvers staðar að kostnaðarlausu.“
Annette, gestgjafi í New Castle, CO
„Ég vinn á krabbameinsmiðstöð og skil mikilvægi þess að fá húsnæði í neyð og að njóta vinsemdar frá ókunnugum!“
Aurora, gestgjafi í Santa Clara, CA
„Fyrir mér er þetta leið til að gefa af mér vegna fjölda gjafa og mikils stuðnings frá samfélaginu í kringum okkur þegar maðurinn minn var að komast yfir 4. stigs krabbamein.“
Tess, gestgjafi í Port Townsend, WA
„Ég hef upplifað af eigin hendi hvernig það er að eiga sér ekki svefnstað svo að nú vil ég geta aðstoðað þá sem eru í þeirri stöðu“
Adam, gestgjafi í fjöllum Norður-Karólínu
„Ég barðist við hvítblæði frá 12 ára aldri og þar til ég var 28 og þurfti að ferðast hundruðir kílómetra að heiman til að fá læknisaðstoð. Þetta var foreldrum mínum erfitt og setti þau á hausinn. Það er mér ánægja að geta hjálpað öðrum.“
Judy, gestgjafi í Santa Maria, CA
„Ég hef lent í miklum vandræðum og náttúruhamförum. Þetta er góð leið til að hjálpa öðrum.“
Gary, gestgjafi í Talent, OR
„Ég á frábæran frænda með sjaldgæfan sjúkdóm og ég veit hvað það hefur verið mikil blessun fyrir fjölskyldu hans þegar þau hafa þurft að ferðast af heimilinu og geta gist einhvers staðar að kostnaðarlausu.“
Annette, gestgjafi í New Castle, CO
„Ég vinn á krabbameinsmiðstöð og skil mikilvægi þess að fá húsnæði í neyð og að njóta vinsemdar frá ókunnugum!“
Aurora, gestgjafi í Santa Clara, CA
„Fyrir mér er þetta leið til að gefa af mér vegna fjölda gjafa og mikils stuðnings frá samfélaginu í kringum okkur þegar maðurinn minn var að komast yfir 4. stigs krabbamein.“
Tess, gestgjafi í Port Townsend, WA

Fólk sem þú hjálpar

Hlustaðu á fólk sem þurfti tímabundið á húsnæði að halda.
„Þetta er mjög gott tækifæri til að breyta lífi fólks sem gæti þurft næði til að hugsa eða pláss til að endurhugsa hvað tekur við.“
Laura, gestur í Mexíkóborg · Frekari upplýsingar um hamfaraaðstoð
„Við eldum og borðum saman. Ég get sagt að þetta sé eins og mín eigin fjölskylda.“
„Mér líður svo sannarlega eins og ég eigi heima hérna af því að ég er inni á heimili einhvers.“
Ashlee, gestur í Salt Lake City · Frekari upplýsingar um sjúkragistingu

Okkar skuldbinding

Við styrkjum einnig
Á þessu ári einu og sér fjárfestir Airbnb meira en 20 milljónum Bandaríkjadala í að hjálpa fólki sem þarfnast húsnæðis. Þar á meðal eru styrkir til góðgerðasamtaka á borð við Make-A-Wish Foundation® og International Rescue Committee.
Við vinnum að tæknilausnum
Við erum með sérfræðiteymi á sviði bæði góðgerðasamtaka og tækni sem vinnur að útvíkkun á verkvangi opinna heimila. Airbnb stendur straum af öllum rekstrarkostnaði svo að það sé mögulegt.
Við tökum ekki krónu
Framlag þitt rennur til áreiðanlegra góðgerðasamtaka sem hjálpa fólki að finna húsnæði. Við tökum á okkur öll úrvinnslugjöld Airbnb svo að styrkurinn frá þér rennur óskiptur til að hjálpa bágt stöddum.

Samstarfsaðilar okkar

Við vinnum með nokkrum leiðandi góðgerðastofnunum í heiminum sem útvega bágt stöddum tímabundið húsnæði.
International Rescue Committee
Góðgerðasamtök sem hjálpa flóttamönnum að hefja nýtt líf með því að bjóða aðstoð, húsnæði og menntun.
Cancer Support Community
Alþjóðlegt net góðgerðasamtaka sem veita upplýsingar, útvega hjálpargögn og styðja við milljónir manna sem hafa þurft að líða fyrir krabbamein.
All Hands and Hearts
Alþjóðleg samtök sem veita aðstoð vegna hamfara og sinna þörfum þeirra sem verða fyrir náttúruhamförum.
Mercy Corps
Alþjóðlegt mannúðarteymi sem vinnur að því að bjarga lífum vegna náttúruhamfara og neyðarástands svo samfélög geti jafnað sig fyrr og orðið sterkari.

Svör við spurningum

Finnurðu ekki spurninguna þína hér? Opnaðu hjálparmiðstöðina
Er hægt að draga styrki frá skatti?
Hjá gestgjöfum sem greiða tekjuskatt í Bandaríkjunum eru styrkir frádráttarbærir frá skatti að því marki sem bandarísk skattlög leyfa sem góðgerðarstyrkur til Open Homes Fund sem er hluti af PayPal Giving Fund. PayPal Giving Fund er góðgerðarfélag sem er undanþegið bandarískum tekjuskatti (501(c)(3) góðgerðarfélag). Hjá gestgjöfum með skattalega heimilisfesti í Mexíkó eru styrkir frádráttarbærir frá skatti samkvæmt lögum sem koma í veg fyrir tvísköttun í Bandaríkjunum og Mexíkó þegar öllum viðeigandi skilyrðum er fullnægt. Við erum að vinna að leiðum svo að styrkir gestgjafa í öðrum löndum verði frádráttarbærir frá skatti og við látum þig vita þegar við höfum fréttir að færa varðandi staðinn þar sem þú ert.
Get ég breytt styrktarupphæðinni eftir að ég byrja að gefa?
Já. Þú getur breytt styrktarhlutfallinu eða hætt styrkveitingu hvenær sem er í stjórnborði gestgjafa. Þú getur breytt styrktarupphæðinni þar til Airbnb hefur hafið útborgun fyrir bókun sem er yfirleitt einum degi eftir útritun gests.
Til hvaða góðgerðasamtaka rennur styrkurinn frá mér?
Styrkurinn þinn rennur til góðgerðasamtaka sem finna tímabundið húsnæði fyrir fólk sem ferðast vegna átaka, hamfara, læknismeðferðar eða hvíldar. Þessi samtök eru þekkt á sínu sviði um allan heiminn og þeirra á meðal eru Mercy Corps og Cancer Support Community. Frekari upplýsingar um hvernig styrkurinn frá þér nýtist er að finna á airbnb.com/openhomes.
Hvernig nýtist styrkurinn frá mér til að útvega bágt stöddu fólki gistingu?
Milljónir manna um allan heim þurfa að flýja heimili sín vegna átaka og hamfara eða þurfa að ferðast vegna læknishjálpar; og kostnaður getur verið mikil fyrirstaða þegar húsnæði vantar í neyð. Meira en 50.000 manns hefur þegar verið útvegað tímabundið húsnæði að kostnaðarlausu í gegnum verkvang opinna heimila. Styrkur þinn hjálpar samstarfsaðilum okkar að útvega fleirum af þeim sem þarfnast þess helst húsnæði að kostnaðarlausu.
Hvernig fæ ég fréttir af styrknum mínum?
Þú getur séð styrktarupphæðina þína hvenær sem er í stjórnborði gestgjafa á airbnb.com/hosting. Auk þess munum við senda þér reglulega fréttir í tölvupósti um áhrif þín, þar á meðal árlega styrktarskýrslu.
Get ég styrkt?
Gestgjafar í Bandaríkjunum og nokkrum öðrum löndum geta byrjað að styrkja í dag. Við erum að vinna að því að bjóða framvegis styrkveitingar í fleiri löndum. Vinsamlegast komdu aftur síðar ef þú getur ekki gefið á airbnb.com/openhomes/donationseins og er.