Bjóddu upplifun á Airbnb

Hafðu tekjur af því að kynna ástríðumál þín fyrir fólki.

Hvað er upplifun?

Það er afþreying sem nær út fyrir hefðbundna skoðunarferð eða námskeið og er hönnuð og fer fram undir handleiðslu heimamanna um heim allan. Sýndu borgina þína, handverk, málstað eða menningu með því að bjóða upplifun.

Útbúðu afþreyingu á þinn hátt

Matarferð á hjóli, ljósmyndun á kvöldin, tapas á báti eða jóga (með geitum). Búðu til og settu saman einstaka afþreyingu sem fólk langar að prófa.

Gerðu það sem þú hefur áhuga á (og fáðu greitt fyrir)

Leitaðu að götulist eða brimbrettabruni við sólsetur og breyttu áhugamálinu í tekjulind. Auktu tekjurnar án þess að líða eins og í vinnunni.

Fáðu málsvara fyrir málstaðinn þinn

Bjóddu gönguferð með leitarhundum eða kenndu siðferðislega tísku. Kynntu málstaðinn þinn með nýjum hætti.

Sýndu fram á þekkingu þína

Alls kyns upplifanir svo sem eldamennska, handverk, kajakferðir og fleira. Það eru engin takmörk fyrir því sem þú getur gert. Skoðaðu þessa dæmigerðu flokka.

Menning og saga

Deildu sögunni að baki þekktra kennileita í borginni þinni.

Matur og drykkur

Bjóddu matarferð, matreiðslukennslu, málsverð og meira.

Náttúra og útivist

Farðu fyrir gönguferð um náttúruna, vatnsíþróttum, afþreyingu á fjöllum og fleiru.

Gakktu til liðs við vaxandi samfélag forvitins fólks

Gestgjafar eru matreiðslumenn, listamenn, plötusnúðar og aðrir sérfræðingar á sínu sviði. Þeir tengjast fólki frá öllum heimshornum og veita aðgang að einstökum stöðum og afþreyingu sem ekki er hægt að finna annars staðar.

DJ Jigüe

DJ Jigüe hefur að markmiði að deila áhuga sínum á afrísk-kúbanskri tónlist. Sumir gestanna sem hann veitti nasasjón af flókinni tónlistarsögu Kúbu hafa meira að segja síðar séð hann spila í Austin í Texas.
Skoða upplifun

Cici

Cici býður matarupplifanir og býr í Sjanghæ og hún er þeirrar skoðunar að eldamennska leiði til hamingju. Hún býður gestum í eldhúsið sitt og kennir þeim skemmtilega leið til að búa til sígildar kínverskar soðkökur.
Skoða upplifun

Við stöndum með þér og erum þér alltaf innan handar

Greinar og upplýsingar um það sem þú þarft sem gestgjafi, þjónustuver sem er opið allan sólarhringinn, auglýsing á upplifuninni þinni og margt fleira.
Verkefni
Tímaáætlun
Greiðslur
Innsýn

Tól sem eru sérsniðin fyrir þig

Stjórnborð með upplýsingum, athugasemir um það sem er hægt að gera betur, aukinn sýnileiki hjá gestum frá öllum heimshornum í gegnum leit og leitarsíur, hnökralausar greiðslur og margt fleira.

AirCover fyrir gestgjafa nær einnig yfir upplifanir

Með AirCover fyrir gestgjafa fylgir ábyrgðartrygging fyrir upplifanir sem nemur allt að 1 milljón Bandaríkjadala ef svo ólíklega vill til að gestur verði fyrir meiðslum í upplifun á Airbnb. Alltaf innifalið og kostar aldrei neitt.
Fréttir
Ávinningur
Viðburðir

Leiðbeiningar til að hjálpa þér að dafna

Vikuleg fréttabréf, greinar og upplýsingar sem gagnast þér við að ná árangri í öllu sem snýr að gestrisni.

Fyrstu skrefin

Hér er stutt yfirlit yfir ferlið, frá upphafi til enda.

1
Frekari upplýsingar um gæðaviðmið okkar

Passaðu að upplifunin þín uppfylli viðmið okkar varðandi sérþekkingu, innherjaaðgengi og tengsl.

2
Útbúðu upplifunarsíðu

Fólk notar síðuna þína til að finna þig. Komdu vel fyrir með því að leggja áherslu á sérþekkingu þína og setja inn hágæðamyndir.

3
Byrjaðu að bjóða upplifunina þína

Ef upplifunin þín uppfyllir viðmið okkar getur þú bætt dagsetningum við og byrjað að taka á móti gestum.

Algengar spurningar

Algengar spurningar

Þarf ég að vera gestgjafi með heimili til að bjóða fólki upplifun?
Nei. Þú þarft ekki að bjóða gestum næturgistingu hjá þér til að bjóða upplifun.
Hvaða tímaskuldbindingu tek ég á mig?
Þér er frjálst að breyta dagsetningum og tímasetningum þar til þú finnur þá sem virkar best fyrir þig.
Þarf ég að vera með rekstrarleyfi?
Rekstrarleyfi er nauðsynlegt fyrir tilteknar upplifanir en það fer eftir því hvað upplifunin felur í sér. Kynntu þér hvaða lög gilda þar sem þú ert til að ákvarða hvort og þá hvaða leyfi þarf að vera með til að bjóða upplifunina þína, einkum ef matur, áfengi og fólksflutningar koma við sögu. Frekari upplýsingar