Gestgjafatrygging

Airbnb býður öllum gestgjöfum ábyrgðartryggingu upp að 1 milljón Bandaríkjadala vegna krafna þriðju aðila vegna líkams- og eignatjóns.
Alltaf innifalin með hverri og einustu bókun
Gestgjafatryggingin okkar er aðaltrygging gestgjafa á Airbnb og leigusala (þegar leigusalar eru kærðir) um allan heim. Tryggingin veitir vernd gegn ábyrgðarkröfum þriðju aðila (sem nemur allt að 1 milljón Bandaríkjadala) í tengslum við skráða eign meðan á dvöl stendur.
Vernd fyrir hinu óvænta.
Gestgjafar geta nýtt sér gestgjafatryggingu í þeim undantekningartilvikum þegar öðruvísi fer en áætlað var og einhver kærir gestgjafa eða gerir kröfu gegn honum vegna líkams- eða eignatjóns.

Við erum þér innan handar með gestgjafatryggingu

Við einsetjum okkur að samfélagið okkar sé öruggt og njóti trausts um allan heim.
Hvað er tryggt?
  Gestgjafatryggingin okkar er aðalábyrgðartrygging sem veitir vátryggingarvernd fyrir allt að 1 milljón Bandaríkjadali í hvert skipti sem þriðji aðili gerir kröfu vegna líkams- eða eignatjóns.
   Tryggingin nær yfir tiltekið eignatjón í sameign fyrir utan eignina sjálfa (t.d. anddyri byggingar). Leigusalar og húseigendafélög njóta einnig tryggingar í tilteknum tilvikum vegna krafna frá gestum sem verða fyrir áverkum meðan á gistingu stendur eða vegna tjóns á húseign af völdum gesta.
    Ákveðin skilyrði, takmarkanir og undanþágur gilda.
    Hvað er ótryggt?
     Gestgjafatryggingin okkar takmarkast við tilteknar tegundir ábyrgðar.
      Eftirfarandi eru dæmi en ekki tæmandi listi um það sem er ekki tryggt:
      • Eignatjón vegna atriða á borð við mengun eða myglu
      • Skaði eða áverki af ásetningi (ekki slys)
      • Tekjutap
       Opnaðu hjálparmiðstöðina okkar til að sjá hvað heyrir undir gestgjafatrygginguna okkar og hvað ekki.
        Þú getur einnig sótt ítarlega samantekt um trygginguna.
        Þarftu að gera kröfu?
        Hafðu endilega samband við okkur og við tengjum þig við þriðja aðila sem hefur umsjón með kröfunum fyrir okkur.
        Ertu til reiðu að taka á móti gestum?
        Taktu næsta skref til að afla tekna með heimilinu þínu.
        Frekari upplýsingar
        Meira um gestgjafatryggingu okkar