Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt velur þú bókun á ferðasíðunni. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Ef þú átt innritun eftir 15. ágúst verða nýrri upplýsingar hér 15. júlí 2020.

  Hvað er Airbnb vegna vinnu?

  Airbnb vegna vinnu auðveldar vinnuferðir og samstarf með vinnufélögum með heimilum og upplifunum um allan heim.

  Einn kostanna er leitarsía á Airbnb.com sem sýnir heimili og hönnunarhótel sem yfirfarin hafa verið sérstaklega fyrir vinnuferðir. Þú færð einnig sértilboð þegar þú bætir vinnunetfanginu við notandalýsinguna þína á Airbnb.

  Finna heimili fyrir vinnuferðir

  Leitaðu að heimilum sem eru hentug fyrir vinnu með því að velja vinnuferðasíðuna á Airbnb.com. Niðurstöðurnar sýna heimili og hönnunarhótel með háum einkunnum frá viðskiptaferðamönnum. Gestgjafar hafa gefið til kynna að þessar eignir séu einnig með öryggisbúnað á borð við reyk- og kolsýringsskynjara. Frekari upplýsingar um kröfur fyrir skráningar sem eru hentugar fyrir vinnu.

  Hvernig þú skráir fyrirtækið

  Ef þú hefur umsjón með ferðalögum fyrirtækisins getur þú skráð þig á Airbnb vegna vinnu án endurgjalds.

  Ávinningurinn felur í sér ókeypis stjórnborð stjórnenda sem auðveldar þér að bóka og hafa umsjón með ferðum fyrirtækis á Airbnb. Stjórnborðið bætir yfirsýn stjórnenda og eykur nákvæmni við kostnaðarskýrslur vegna ferða starfsfólks. Frekari upplýsingar um stjórnborð stjórnenda hjá Airbnb vegna vinnu.

  Stjórnendur geta einnig nýtt eiginleika eins og verðtilkynningar og greiðsluhópa til að auðvelda umsjón með ferðakostnaði fyrirtækisins. Og þegar spurningar vakna hjá stjórnendum geta þeir haft samband við samfélagsþjónustu Airbnb til að fá aðstoð sérfræðiteymis sem þekkir inn á stjórnborð Airbnb vegna vinnu.

  Ef fyrirtækið þitt er nú þegar skráð í Airbnb vegna vinnu getur þú kynnt þér hvernig þú tengist aðgangi fyrirtækisins að Airbnb vegna vinnu.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?