Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig endurstilli ég lykilorðið mitt eða breyti því?

  Til að endurstilla lykilorðið þitt

  Hafir þú gleymt lykilorði þínu, aldrei búið til slíkt, eða eigir þú erfitt með að tengjast aðgangi þínum að Airbnb opnar þú síðu til að endurstilla lykilorð.

  Sláðu inn netfangið sem þú notar fyrir Airbnb og smelltu svo eða pikkaðu á senda hlekk til að endurstilla. Hlekkur verður sendur á netfangið sem við erum með á skrá.

  Ábending: Hlekkir til að endurstilla virka í stuttan tíma og þá má aðeins nota einu sinni.

  Þú færð tölvupóst en endurstillingarhlekkurinn virkar ekki:

  • Staðfestu að þú sért að skoða nýjasta póstinn ef þú baðst oftar en einu sinni um hlekk til að endurstilla.
  • Þú gætir þurft að slökkva á þjónustu fyrir netfangið þitt sem sýnir fyrir fram hvað hlekkir vísa á (t.d. Í Outlook) eða póstskimun sem getur orðið til þess að hlekkurinn rennur út áður en þú opnar hann.

  Til að breyta lykilorði þínu

  Ef þú veist núverandi lykilorðið en vilt breyta því:

  1. Opnaðu aðgangur > innskráning og öryggi
  2. Næst, undir lykilorð, smellir þú eða pikkar á uppfæra
  3. Sláðu inn núverandi og nýtt lykilorð, staðfestu nýja lykilorðið og smelltu svo eða pikkaðu á uppfæra lykilorð

  Til að búa til lykilorð ef þú ert ekki með slíkt

  Ef þú stofnaðir aðgang að Airbnb með því að tengjast Facebook, Google, Apple eða með því að nota símanúmerið þitt þurftir þú ekki að búa til lykilorð.

  Ef þú vilt búa til lykilorð á Airbnb:

  1. Skráðu þig út af aðganginum þínum að Airbnb
  2. Fylgdu fyrirmælunum til að endurstilla lykilorðið þitt

  Þegar þú hefur búið til lykilorð að Airbnb geturðu skráð þig inn í gegnum Facebook, Google, Apple eða símanúmerið þitt eins og þú hefur áður gert. Þú getur einnig skráð þig inn með því að nota netfangið og lykilorðið sem þú bjóst til.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Greinar um tengt efni