Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig get ég verið tillitssamur gestur?

  Ferðalög með Airbnb eru tækifæri til að gista í einstökum rýmum og til að tengjast öðrum samfélagsmeðlimum okkar. Við vonum að þér, eins og milljónum ferðamanna á undan þér, finnist að reynslan af því að upplifa stað eins og heimamaður skapi minningar og sögur og láti þér líða eins og þú eigir alls staðar heima sama hvað þú ferð langt að heiman.

  Hér eru nokkrar ábendingar til undirbúnings sem geta bætt upplifun þína af eigninni og gestgjafanum.

  Áður en þú bókar

  • Segðu frá þér í lífságripi notandalýsingarinnar og staðfestu upplýsingar um þig eins og netfang, símanúmer og opinber skilríki. Gestgjafar vilja helst vita hver er að biðja um að gesta hjá þeim og þú átt þá betri möguleika á að bókunarbeiðnin þín sé staðfest.
  • Skráningar á Airbnb eru fjölbreyttar, allt frá sameiginlegu herbergi til alls heimilisins. Gakktu úr skugga um að eignin, húsreglurnar og gestgjafinn henti þörfum þínum.
  • Gefðu þér tíma til þess að kynna þér skráningu gestgjafans til að vera viss um að eignin henti þér vel.
  • Lestu umsagnir annarra ferðalanga til að fá tilfinningu fyrir kostum og ókostum eignarinnar.
  • Þér er frjálst að hafa samband við gestgjafa ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi skráninguna.

  Áður en ferðin hefst

  • Greindu gestgjafanum þínum skýrt frá því sem þú býst við og ef þú ert með einhverjar sérþarfir.
  • Láttu gestgjafann þinn alltaf vita ef það er líklegt að þú innritir þig seint.

  Í ferðinni þinni

  • Stattu við það sem þú lofar (þ.á m. komutíma) og fygldu húsreglum.
  • Njóttu þess að vera á heimili gestgjafans eins og ef þú værir að gista hjá vinum þínum. Sýndu nágrönnum þínum virðingu.
  • Skoðaðu nágrennið og verslaðu við fyrirtæki á staðnum. Það er góð leið til að líða eins og heimamanni. Prófaðu að spyrja gestgjafann um eftirlætisstaði hans í hverfinu.
  • Fáðu leyfi hjá gestgjafanum áður en þú býður gestum heim.
  • Hafðu alltaf samband við gestgjafann ef þú ert með spurningar eða ef þú átt í vandræðum með eitthvað.

  Að ferð lokinni

  • Skrifaðu alltaf heiðarlega umsögn um gestgjafann þinn til þess að hjálpa gestum sem koma síðar. Airbnb byggir á samfélaginu og gestgjafinn þinn er einnig beðinn um að gefa þér umsögn.