Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig lítur netfang mitt út fyrir öðrum?

  Við gefum ekki upp einkanetfangið þitt. Ekki einu sinni eftir að þú hefur staðfest bókun. Við útbúum þess í stað einstakt og tímabundið netfang fyrir þig hjá Airbnb og sýnum það gestgjafanum eða gestinum. Með því að gefa ekki upp einkanetfangið þitt er betur hægt að verja einkalíf þitt og koma í veg fyrir óumbeðin samskipti frá fólki sem gæti misnotað kerfin hjá okkur.

  Allur tölvupóstur, sem er sendur á tímabundna netfangið á Airbnb, er áframsendur á einkanetfangið þitt. Þú getur þannig notað póstþjónustuna þína til að senda og svara skilaboðum og bætt við viðhengjum (allt að 15 MB) og hlekkjum.

  Nafnlaust netfang gestgjafa gæti litið svona út:

  • Einkanetfang: jon.jonson@tildaemis.is
  • Tímabundið netfang Airbnb: jon-abc123xyz@host.airbnb.com

  Nafnlaust netfang gests gæti litið svona út:

  • Einkanetfang: jona.jonsdottir@tildaemis.is
  • Tímabundið netfang Airbnb: jona-def456@guest.airbnb.com

  Við mælum með því að samskipti fari í gegnum skilaboðakerfi Airbnb en gerum okkur grein fyrir því að þú þarft stundum að senda viðhengi, leiðbeiningar eða aðrar upplýsingar með tölvupósti. Þú getur notað þessi netföng til að senda póst eins og vanalega en nýtur aukins öryggis.