Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Málamiðlun Airbnb vegna umsagna

  Við munum uppfæra þessar reglur frekar eftir þröfum eftir því sem samfélag Airbnb stækkar og vöruframboðið eykst svo að umsagnir gefi örugglega heiðarlega lýsingu af eigin reynslu gestgjafa okkar og gesta.

  Við teljum að umsagnakerfið sé heilbrigt ef það virðir og verndar raunverulegar athugasemdir samfélagsmeðlima okkar. Við lítum það því mjög alvarlegum augum að eyða út nokkurri umsögn. Þú getur lesið umsagnarreglur Airbnb í heild sinni en í stuttu máli þýðir það að eyða má út umsögn ef:

  Yfirferð vegna fordóma

  Samfélagið okkar hefur mestan ávinning þegar umsagnir gefa óhlutdræga mynd af reynslu þess sem þær skrifa. Airbnb eyðir út umsögnum sem sýna óviðeigandi hlutdrægni—til dæmis vegna þess að umsagnaraðili reynir að kúga þann sem hún er um eða á í hagsmunaárekstri eða samkeppni við þann sem hún er um.

  Kúgun eða hvatning

  Allar tilraunir til að nota umsagnir eða svör við umsögnum til að þvinga einhvern til aðgerða eru taldar misnotkun á umsögnum, sem við leyfum ekki.

  Notendur Airbnb mega ekki gefa jákvæðar umsagnir gegn loforði um ávinning eða hóta neikvæðri umsögn ef þeim þóknast ekki niðurstaðan. Brot geta orðið til þess að aðgangur að Airbnb sæti takmörkunum, verði frystur eða lokað varanlega.

  Þessar reglur banna eftirfarandi:

  • Að gestir hóti því að nota umsögn eða einkunnagjöf til að þvinga gestgjafa til endurgreiðslu, fá bætur eða skrifa gagnkvæmar jákvæðar umsagnir.
  • Að gestgjafar krefjist þess að gestir geri jákvæða umsögn eða gefi háa einkunn eða að þeir breyti umsögn í skiptum fyrir endurgreiðslu á öllum eða hluta kostnaðarins eða að umsagnir séu gagnkvæmt jákvæðar. Gestgjöfum er einnig óheimilt að bjóða upp á ókeypis dvöl eða afslátt gegn því að gestur breyti þegar gerðri umsögn.
  • Að gestgjafar eða gestir biðji einhvern um að gera eitthvað varðandi umsögn gegn því að leysa úr deilumáli.

  Þessi regla bannar ekki eftirfarandi:

  • Að gestur hafi samband við gestgjafa vegna vandamáls áður en umsögn er skrifuð.
  • Að gestgjafi eða gestur óski eftir endurgreiðslu eða viðbótargreiðslu skrifi umsögn en umsögnin er ekki notuð sem ógnun eða til að hafa áhrif á úrlausn máls.
  • Að gestgjafi biðji gest um að skrifa heiðarlega og jákvæða umsögn eða að hann biðji um að einkunnagjöfin endurspegli jákvæða upplifun.
  • Að gestgjafi eða gestur geri breytingu á umsögn innan þeirra tímamarka sem það er heimilt.

  Hagsmunaárekstrar

  Við munum eyða út umsögnum sem bera þess merki að hafa eingöngu verið skrifaðar í þeim tilgangi að hækka heildareinkunn einstaklings eða ef okkur grunar að dvölin hafi aldrei átt sér stað.

  Ekki má samþykkja falskar bókanir í skiptum fyrir jákvæða umsögn, nota annan aðgang til að skrifa umsögn um sjálfan sig eða eigin skráningu eða bjóða verðmæti í skiptum fyrir jákvæðar umsagnir. Brot geta orðið til þess að aðgangur að Airbnb sæti takmörkunum, verði frystur eða lokað varanlega.

  Umsagnir keppinauta

  Samkeppnisaðilar (til dæmis á vegum fyrirtækja eða annarra skráðra eigna eða upplifana) mega ekki skrifa umsagnir í þeim tilgangi að letja fólk við bókun umræddra eigna eða upplifana eða til að beina viðskiptum til annarra skráðra eigna eða upplifana. Brot geta orðið til þess að aðgangur að Airbnb sæti takmörkunum, verði frystur eða lokað varanlega.

  Brot gegn samkvæmisbanni

  Við gætum eytt út umsögnum við ákveðnar aðstæður þar sem gesturinn hefur ekki uppfyllt væntingar sem lýst er í reglum okkar um veislur og viðburði meðan á dvölinni stendur. Við treystum því að gestgjafar okkar grípi til ráðstafana til að reyna að stöðva samkvæmishald áður en það veldur öryggisvandamáli eða óþægindum fyrir nágranna. Við vitum þó að gestgjafar gætu fengið ósanngjarnar neikvæðrar umsagnar fyrir það að slíta samkvæmi. Til að hvetja til inngripa og draga úr áhrifum hlutdrægra umsagna gæti umsögnum gesta verið eytt út hafi gestgjafinn sýnt fyllilega fram á að framið hafi verið alvarlegt brot á reglum um veislur og viðburði. Þessum umsögnum verður þó ekki eytt út ef þær innihalda mikilvægar upplýsingar sem skipta miklu máli fyrir seinni tíma gesti.

  Yfirferð vegna málefna

  Umsagnir gefa samfélagsmeðlimum gagnlegar upplýsingar og innsýn til að taka betri bókunarákvarðanir. Umsagnir gagnast best þegar umsagnaraðilar rifja nákvæmlega upp upplifun sína og segja heiðarlega frá skoðun sinni.

  Ef umsögn inniheldur upplýsingar sem tengjast ekki eigin reynslu gestgjafa eða gests, eða ef hún fjallar um eitthvað annað en sá sem hún er skrifuð um hafði stjórn á, mun yfirferðarteymi okkar leggja mat á það hve málefnaleg umsögnin er með því að meta eftirfarandi:

  1. Greinir umsögnin frá reynslu þess sem hana skrifar og er hún gerð frá eigin sjónarhorni viðkomandi?
  2. Gagnast umsögnin öðrum samfélagsmeðlimum á Airbnb? Gefur hún mikilvægar upplýsingar um gestgjafa eða gest, skráningu eða upplifun sem gagnast öðrum við að taka upplýsta ákvörðun um bókun?

  Umsögn gæti verið eytt út ef Airbnb telur hana ekki innihalda neinar viðeigandi upplýsingar um gestgjafa eða gest, skráða eign eða upplifun. Umsögnum sem innihalda aðallega óviðeigandi upplýsingar gæti einnig verið eytt út en aðeins ef búast má við því að sá hluti upplýsinganna sem er viðeigandi skipti ekki máli þegar aðrir samfélagsmeðlimir ákveða sig um bókun.

  Dæmi um málefnalegt brot og hvað telst ekki vera brot

  Óviðeigandi: „Ekki treysta leigubílstjórunum í borginni, þeir velja verstu leiðina!“

  Viðeigandi: „Ekki treysta leigubílstjórunum í borginni, þeir velja verstu leiðina! Auk þess kom ég að þessari eign í algjörri vanrækslu og gestgjafinn brást aldrei við vandamálum mínum.“

  Óviðeigandi: „Þessi gestur var algjör lygari. Það er ekki séns að hún sé alvöru læknir.“

  Viðeigandi: „Gesturinn mætti of seint til að innrita sig og öskraði svo á mig fyrir að stökkva ekki nógu hratt fram úr til að hleypa henni inn. Hún var dónaleg og fljót að pirrast allan tímann sem hún átti bókaðan. Mig hryllir við tilhugsuninni að hún væri læknirinn minn.“

  Yfirferð vegna afbókana

  Airbnb leyfir birtingu umsagna fyrir allar bókanir sem eru felldar niður eftir miðnætti á innritunardegi. Við gerum þetta til að safna gögnum um mikilvægustu augnablik ferðaupplifunar, hvort sem þau tengjast samskiptum, brotum á húsreglum, vandamál við innritun á staðinn eða annað.

  Ef þú ákveður að skrifa umsögn um niðurfellda bókun biðjum við þig um að nefna ekkert sem þú upplifðir ekki af eigin reynslu. Ef Airbnb getur staðfest að umsögn hafi verið skrifuð um niðurfellda bókun og ef í henni eru upplýsingar sem skipta samfélagið okkar engu máli (til dæmis pirringur vegna afbókunar á flugi o.s.frv.) gæti umsögninni verið eytt út.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?