Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hverjar eru reglur Airbnb um kúgun?

  Með umsögnum geta gestir og gestgjafar á Airbnb sagt samfélaginu frá sinni reynslu. Allar tilraunir til að þvinga notendur með umsögnum eða svörum við umsögnum teljast misnotkun á umsögnum, og eru óheimilar. (Frekari upplýsingar um hvernig umsagnir virka.)

  Þessi regla gildir meðal annars um eftirfarandi:

  • Gestir hóta því að nota umsögn eða einkunnagjöf til að þvinga gestgjafa til að endurgreiða sér, fá bætur eða skrifa gagnkvæmar jákvæðar umsagnir.
  • Gestgjafar krefjast þess að gestir gefi jákvæða umsögn eða háa einkunn eða að þeir breyti umsögn í skiptum fyrir endurgreiðslu á kostnaði (hvort sem er öllum eða að hluta) eða að umsagnir séu gagnkvæmt jákvæðar. Gestgjafar mega auk þess ekki heldur bjóða gistingu án endurgjalds eða með afslætti í staðinn fyrir að gestir breyti fyrirliggjandi umsögn.
  • Gestgjafar láta gesti haga umsögn á sérstakan hátt gegn því að leysa úr deilumáli.

  Þessi regla bannar ekki:

  • Að gestur hafi samband við gestgjafa vegna vandamáls áður en umsögn er skrifuð.
  • Að gestgjafi biðji gest um að skrifa heiðarlega og jákvæða umsögn eða að hann biðji um að einkunnagjöfin endurspegli jákvæða upplifun.
  • Að gestgjafi eða gestur geri breytingu á umsögn innan þeirra tímamarka sem það er heimilt.

  Gestgjafar og gestir geta ekki breytt umsögnum eftir að þær eru birtar.

  Með því að birta umsögn samþykkir þú að fara að öllum viðmiðum og reglum Airbnb, þar á meðal reglum um kúgun, sem er framfylgt að ákvörðun Airbnb. Sé ekki farið að þeim getur það orðið til þess að aðgangur þinn að Airbnb sæti takmörkunum eða að honum verði lokað tímabundið eða varanlega.

  Hafðu samband við okkur ef þú telur þig hafa orðið fyrir kúgun.