Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt velur þú bókun á ferðasíðunni. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Ef þú átt innritun eftir 15. september verða nýrri upplýsingar hér 15. ágúst 2020.

  Hvaða reglur hefur Airbnb um endurgreiðslu til gesta vegna dvalar?

  Ef vandamál kemur upp meðan á gistingunni stendur er reglum um endurgreiðslu til gesta ætlað að sjá til þess að ferðin þín gangi vel.

  Vandamál við dvöl getur verið af ýmsum ástæðum allt frá afbókun gestgjafa á síðustu stundu til rangs herbergjafjölda. Airbnb mun hjálpa þér að koma ferðinni á rétta leið vegna allra gjaldgengra vandamála sem hafa veruleg áhrif á dvöl þína eða koma í veg fyrir að þú ljúkir henni.

  Kringumstæður, sem gera að verkum að gestur getur átt rétt á endurgreiðslu samkvæmt þar til bærum reglum, falla almennt í þessa tvo meginflokka:

  • Innan 24 tíma frá innritun
   Hafðu samband við okkur ef þú tekur eftir einhverju vandamáli við innritun og við bókum aðra jafngilda eða betri gistingu fyrir þig eða endurgreiðum þér 100% af því sem þú greiddir.
  • Meðan á dvölinni stendur
   Hafðu samband við okkur vegna allra gjaldgengra mála sem koma upp síðar í dvölinni og við endurgreiðum þér að hluta til eða göngum frá annarri bókum fyrir þig eftir því um hvernig vandamál er að ræða.

  Gjaldgeng ferðavandamál

  Reglur um endurgreiðslu til gesta ná yfir ferðavandamál sem uppfylla skilyrði fyrir endurgreiðslu og lágmarksgæðaviðmið fyrir hverja gistingu. Hér eru nánari upplýsingar um það sem reglurnar ná yfir og hvernig Airbnb getur komið að málum til að hjálpa:

  Gestgjafi lofar engu eða svarar ekki

  Gestgjafinn afbókar meðan á ferðinni stendur eða bregst hvorki við né getur leyst úr vandamáli við innritun.

  Dæmi:

  • Gestgjafi afbókar innan 24 tíma frá innritun
  • Gestgjafi breytir bókun í aðra skráningu án þíns samþykkis
  • Gestgjafi gefur þér rangan kóða fyrir lyklabox og ekki er hægt að ná sambandi við hann

  Eignin er ekki örugg eða hrein við komu

  Heilsu eða öryggi er tafarlaust ógnað vegna ástands eignarinnar við innritun, leita þarf fagþjónustu til að taka á vandamálinu eða eignin lítur ekki út fyrir að hafa verið hreinsuð milli gesta.

  Málið gæti verið:

  • Alvarleg ofnæmisviðbrögð
  • Mikil mygla
  • Óhreint lín
  • Mikill óþefur
  • Meindýr sem vitað er að beri sóttir
  • Eitruð skordýr og stingandi skordýr
  • Flær eða sníkjudýr

  Lýsing skráningar var ónákvæm

  Mikilvægir eiginleikar sem var lýst fyrir þér þegar þú bókaðir eru gallaðir eða standa ekki til boða.

  Ónákvæmni gæti verið:

  • Rangur fjöldi herbergja eða rúma
  • Aðgengiseiginleikar sem voru taldir upp eru ekki til staðar
  • Kolsýringsskynjara, sem kom fram í skráningunni, vantar

  Lykilþægindi vantar

  Þægindi sem voru aðalatriði í skráningunni vantar svo að tilgangur ferðarinnar næst ekki.

  Dæmi:

  • Sundlaugin er í niðurníðslu yfir sumarmánuðina
  • Eldhús er í smíðum
  • Kynding er biluð að vetri til

  Framlagning kröfu

  Ef þú lendir í ferðavandamáli á einhverjum tímapunkti í ferðinni og þú ert gesturinn sem bókaði á Airbnb þurfum við eftirfarandi frá þér þegar þú hefur samband við okkur til að leggja fram kröfu:

  1. Sendu Airbnb skilaboð eða hringdu innan 24 tíma frá því að þú tekur eftir ferðavandamálinu
  2. Sýndu ljósmyndir eða myndskeið af vandamálinu svo sem óhreint lín eða röng aðgangsnúmer
  3. Vertu til taks ef við þurfum að hafa samband við þig varðandi framhaldið

  Frekari upplýsingar um það sem fellur undir reglurnar er að finna í skilmálum reglna um endurgreiðslu til gesta. Hafðu samband við okkur dag sem nótt, hvar sem þú ert í heiminum, ef þú lendir í einhverjum öðrum vandamálum meðan á dvöl þinni stendur en þeim sem koma fram hérna.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?