Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Að bæta við útborgunarmáta

Er allt til reiðu fyrir gesti? Glæsilegt. Settu bara inn útborgunarmáta og undirbúðu þig fyrir móttöku gesta þinna.

Frekari upplýsingar er að finna í úrræðamiðstöðinni.

Uppsetning á útborgunarmáta

  1. Smelltu á notandalýsinguaðgangur > greiðslur og útborganir
  2. Smelltu á útborganir og svo á bæta við útborgunarmáta
  3. Veldu útgáfuland/-svæði reiknings þíns
  4. Veldu útborgunarmáta og smelltu á halda áfram
  5. Bættu við umbeðnum upplýsingum og smelltu svo á næsta

Ef þú hefur sett upp fleiri en einn útborgunarmáta getur þú valið sjálfgefinn.

Móttaka greiðslu

Tekjurnar eru millifærðar með útborgunarmátanum þínum þegar þær koma til greiðslu. Þú getur alltaf athugað stöðu teknanna í tekjustjórnborðinu undir valmynd > tekjur.

Að bæta við mismunandi útborgunarmátum

Valkostirnir eru:

Hraðgreiðsla: Ef þessi valkostur er í boði fyrir land þitt eða svæði getur þú valið þennan útborgunarmáta og tengt við gjaldgengt Visa eða Mastercard debetkort eða fyrirframgreitt kort gefið út í Bandaríkjunum. Gjöld kunna að eiga við. Nánari upplýsingar um hraðgreiðslu.

Bankareikningur: Sláðu inn millifærslunúmer banka ásamt reikningsnúmeri. Bíddu eftir lágri innborgun til staðfestingar á því að reikningurinn virki. Ekki er hægt að nota reikninga af tegundinni „For Further Credit“ eða FFC við beina millifærslu.

PayPal: Staðfestu að reikningurinn þinn sé virkur á PayPal áður en þú bætir honum við sem útborgunarmáta. Meira um PayPal.

Fyrirframgreitt Mastercard debetkort frá Payoneer: Sláðu inn nafn þitt eins og það kemur fram á opinberum skilríkjum. Payoneer þarf að samþykkja upplýsingarnar frá þér áður en þú getur fengið tekjurnar útborgaðar. Nánari upplýsingar um fyrirframgreitt Mastercard debetkort frá Payoneer.

Alþjóðleg millifærsla: Sums staðar þarf að skrá reikningsnúmer eða IBAN-númer sem bankinn þinn getur útvegað. Færslan gæti borið gjöld. Meira um alþjóðlegar millifærslur.

Western Union: Sláðu nafnið þitt inn eins og það kemur fram á opinberum skilríkjum. Færslur bera gjöld. Meira um Western Union.

MLC kort: Tekjurnar berast á MLC kortið þitt (aðeins í boði fyrir gestgjafa á Kúbu).

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestgjafi

    Setja inn nýjan útborgunarmáta

    Einhver tími líður frá því að útborgunarmáta er bætt við og þar til hann er staðfestur. Hann verður merktur „til reiðu“ þegar hann hefur ver…
  • Gestgjafi

    Uppsetning á sjálfgefnum útborgunarmáta

    Ef þú notar fleiri en einn útborgunarmáta getur þú valið hver þeirra er sjálfgefinn.
  • Gestgjafi

    Hvenær útborgunin berst þér

    Við sendum þér útborgun um sólarhring eftir að gesturinn innritar sig í eignina þína. Bankinn þinn og útborgunarmátinn ákvarða samt hve lang…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning