Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt opnar þú stjórnborðið þitt. Hægt er að fella niður bókanir sem eru gjaldgengar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur fyrir innritun án viðurlaga og án áhrifa á stöðu ofurgestgjafa.

  Hvernig breyti ég eða bæti við útborgunarmáta?

  Útborgun gestgjafa er millifærð með útborgunarmátanum þínum þegar hún kemur til greiðslu. Þú getur alltaf athugað stöðu á útborgunum til þín í færsluskránni.

  Umsjón með útborgunarmátum

  Þú verður að opna aðganginn í tölvu eða með vafra (ekki með Airbnb appinu) til að bæta við útborgunarmátum eða breyta þeim.

  1. Opnaðu aðgang.
  2. Veldu greiðslur og útborganir og smelltu á flipann fyrir útborganir.
  3. Smelltu á bæta við útborgunarmáta og sláðu inn heimilisfangið hjá þér til að sjá hvaða útborgunarmátar standa þér til boða. Útborgunarmátar og gjaldmiðlar eru mismunandi frá einu landi/svæði til annars.
  4. Veldu útborgunarmátann sem þú vilt bæta við, smelltu á næsta og bættu við útborgunarupplýsingunum.

  Kynntu þér hvernig haldið er utan um marga útborgunarmáta.

  Hér eru nokkrar ábendingar um hvernig hverjum útborgunarmáta er bætt við:

  • ACH/Bein millifærsla: Skráðu upplýsingar um númer fyrir millifærslu með ACH/beina millifærslu og reikningsnúmer. Ekki er hægt að nota reikninga með „For Further Credit“ eða FFC. Til staðfestingar á þvi að reikningurinn sé til reiðu er lág innborgun lögð inn á reikninginn.
  • Alþjóðleg millifærsla: Sums staðar þarf að skrá reikningsnúmer eða IBAN-númer sem bankinn þinn getur gefið upp. Færslan gæti borið gjöld. Frekari upplýsingar um alþjóðlegar millifærslur..
  • Payoneer millifærsla í banka/debetkort: Skráðu nafnið þitt eins og það kemur fram á opinberum skilríkjum. Payoneer þarf að samþykkja upplýsingarnar þínar áður en þú getur fengið útborgað. Frekari upplýsingar um Payoneer.
  • PayPal: Staðfestu að PayPal hafi virkjað reikninginn þinn, sem er tölvupóstfang, áður en þú bætir honum við sem útborgunarmáta. Frekari upplýsingar um PayPal.
  • Western Union: Skráðu nafnið þitt eins og það kemur fram á opinberum skilríkjum. Greiða þarf gjöld af færslunni. Frekari upplýsingar um Western Union.
  • AIS debetkort: Þessi greiðslumáti stendur einungis til boða á Kúbu. Skráðu nafnið þitt nákvæmlega eins og það kemur fram á kortinu frá AIS. Frekari upplýsingar um AIS

  Til að vernda persónuupplýsingar þínar biðjum við þig um að gefa aldrei upp ítarupplýsingar um útborgun eða bankareikning í samskiptum við Airbnb.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?