Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Veldu bókun á ferðasíðunni til þess að finna valmöguleika fyrir afbókanir og endurgreiðslu. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Við setjum inn fréttir 1. og 15. dag hvers mánaðar.
  Undirstöðuatriði Airbnb

  Hvernig get ég tryggt öryggi aðgangsins míns?

  Kynntu þér ábendingarnar hér að neðan til að fá frekari upplýsingar um hvernig þú getur tryggt öryggi aðgangsins og upplýsinga þinna.

  Fjölþátta sannvottun

  Ef þú skráir þig inn á nýjum stað eða ef þú breytir viðkvæmum aðgangsupplýsingum gætum við farið fram á frekari upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru þú sem ert að gera breytingarnar. Við gætum nánar tiltekið beðið þig um að slá inn öryggiskóða sem þú færð sendan í símann eða með tölvupósti eða beðið þig um að staðfesta hluta af aðgangsupplýsingum þínum. Við gætum einnig sent þér tilkynningu varðandi aðganginn ef vera skyldi að það væri einhver annar að tengjast aðganginum þínum. Ef þú telur að einhver hafi skráð sig inn á aðganginn þinn skaltu yfirfara hann strax með því að opna yfirferð á aðgangi mínum.

  Styrkleiki lykilorðs

  Búðu til lykilorð sem er minnst 8 stafir og best er að nota saman bókstafi, tölustafi og tákn (t.d.#, $ og !). Lykilorðið sem þú notar fyrir Airbnb aðgang þinn ætti ekki að vera það sama og þú notar fyrir önnur vefsvæði, eins og t.d. tölvupóstinn þinn, netbanka eða samfélagsmiðla. Þá eru minni líkur á að aðgangur þinn að Airbnb verði fyrir áhrifum ef átt er við aðra reikninga þína.

  Frekari upplýsingar um hvernig þú breytir lykilorði og býrð til öflugt lykilorð.

  Öryggi á Netinu

  Nokkrar almennar reglur til að tryggja öryggi þitt á Netinu:

  • Skráðu þig alltaf inn á https://www.airbnb.com: Skoðaðu vefslóð síðunnar alltaf áður en þú skráir þig inn. Ef þú ert ekki viss geturðu alltaf slegið inn https://www.airbnb.com í veffangastiku vafrans þíns.
  • Staðfestu að vefslóðin hefjist á „https://“. Það tryggir að tengingin sé dulkóðuð og að óháður aðili lesi ekki gögn sem eru send milli tölvunnar þinnar og Airbnb. Sumir vafrar sýna einnig táknmynd fyrir lás við hliðina á veffanginu til að staðfesta að síðan sé öruggt. Airbnb reynir alltaf að nota HTTPS en það virkar ekki í öllum vöfrum.
  • Mundu að uppfæra reglulega tæki þín og hugbúnað: Framleiðendur tækjabúnaðar og hugbúnaðar bjóða oft uppfærslur sem taka á öryggisáhættu og bjóða nýja öryggisvernd.
  • Notaðu vírusvörn: Settu inn vírusvörn frá áreiðanlegum aðila til að finna, koma í veg fyrir og fjarlægja algengar veirur og aðrar árásarleiðir.
  • Skoðaðu hver sendandinn er: Ekki smella á hlekki eða hlaða niður viðhengi nema þú þekkir og treystir sendanda.

  Greiðslur og skilaboð utan vefsvæðis

  Airbnb mun aldrei biðja þig um að greiða annars staðar og við biðjum þig um nota alltaf verkvang Airbnb til að eiga í viðskiptum og samskiptum. Gefðu netfangið þitt aldrei upp áður en bókun er samþykkt, millifærðu fjármagn aldrei framhjá kerfum Airbnb og kynntu þér vel tölvupósta sem eiga að vera frá Airbnb. Við munum aldrei biðja þig um að senda peninga fyrir utan Airbnb né munum við biðja þig um að senda okkur upplýsingar um lykilorðið þitt með tölvupósti.

  Við biðjum þig um að nota flaggið ef þú rekst á grunsamlega notandalýsingu, skráningu eða skilaboðaþráð og við förum yfir málið. Ef einhver sendir þér tölvupóst og biður þig um að greiða eða þiggja greiðslu utan vefsvæðis okkar skaltu láta okkur vita þegar í stað.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Finnurðu ekki það sem þig vantar?
  Veldu hlutverk til að finna sérvalda aðstoð.