Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Að sérsníða stillingar fyrir hraðbókun

Hraðbókun auðveldar gestum að bóka gistingu og gestgjöfum að samþykkja bókanir án þess að þurfa að fara handvirkt í gegnum þær og staðfesta hverja bókun fyrir sig.

Allir gestir verða að samþykkja húsreglurnar áður en þeir bóka og ef þér líst illa á tiltekna hraðbókun getur þú fellt hana niður. Þú þarft þó að sæta ákveðnum viðurlögum gestgjafa vegna afbókunar.

Til að bæta við kröfum fyrir hraðbókun:

 1. Opnaðu skráningar og veldu skráningu
 2. Smelltu á stefnur og reglur
 3. Smelltu á breyta við hliðina á hraðbókun
 4. Veldu kveikt á hraðbókun og veldu kröfur til gesta
 5. Smelltu á vista

Viðbótarstillingar fyrir hraðbókun

Þú getur tilgreint frekari kröfur fyrir hraðbókun:

 • Staðfesting á auðkenni: Taktu aðeins á móti gestum sem hafa hlotið auðkennisvottun í gegnum ítarlegt staðfestingarferli Airbnb.
 • Snurðulaus ferðasaga: Taktu aðeins á móti gestum sem hafa gist á Airbnb án uppákomna eða neikvæðra umsagna. Gestir sem hafa nýlega brotið gegn reglum Airbnb eða húsreglum gestgjafa teljast ekki hafa snurðulausa ferðasögu.

Athugaðu: Kröfur um senda skilaboð áður en bókun er gerð eru ekki lengur í stillingum fyrir hraðbókun. Þú getur notað tímasett skilaboð til að bera spurningar undir gesti við bókun.

Fyrirvari

Til að koma í veg fyrir bókanir á síðustu stundu getur þú stillt bæði fyrirvara og undirbúningstíma milli bókana og við tökum þessa daga sjálfkrafa frá í dagatalinu þínu.

 • Samdægurs (með lokatíma)
 • Að minnsta kosti einn dagur
 • Að minnsta kosti þrír dagar
 • Að minnsta kosti sjö dagar

  Lengd ferðar

  Komdu í veg fyrir bókanir sem eru of stuttar eða langar með því að stilla lágmarks- og hámarkslengd ferðar. Ef þú setur ekki inn hámarkslengd stillum við sjálfkrafa 31 nátta hámarksdvöl.

  Var þessi grein gagnleg?

  Greinar um tengt efni

  Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
  Innskráning eða nýskráning