Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt opnar þú stjórnborðið þitt. Hægt er að fella niður bókanir sem eru gjaldgengar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur fyrir innritun án viðurlaga og án áhrifa á stöðu ofurgestgjafa.
  Gestgjafar sem bjóða gistingu

  Hvernig nota ég Payoneer til að taka við útborgunum?

  Þessa stundina er Payoneer aðeins í boði sem greiðslumáti á Airbnb í ákveðnum löndum. Athugaðu hvort valkosturinn komi fram þegar þú bætir við greiðslumáta til að sjá hvort þér standi það til boða. Þú getur nýskráð þig hjá Payoneer ef valkosturinn stendur til boða í landinu sem þú valdir. Ef þú ert nú þegar með Payoneer-kort getur þú haft samband við fyrirtækið til að tengja útborganir frá Airbnb við reikninginn þinn.

  Nýskráning með Payoneer

  Passaðu að gefa upp sama heimilisfang og þú gafst upp á síðu fyrir útborgunarmáta hjá Airbnb þegar þú skráir þig sem nýr viðskiptavinur hjá Payoneer. Eftir að skráningu fyrir Payoneer er lokið mun Payoneer samþykkja upplýsingar þínar eða biðja um viðbótarupplýsingar (á borð við opinber skilríki eða almannatryggingaskírteini) með tölvupósti innan tveggja daga. Kortið er póstlagt og sent til þín innan 4-15 virkra daga eftir að Payoneer veitir samþykki. Þú verður að virkja kortið til að geta tekið við fjármunum. Hafðu samband við þjónustuver Payoneer ef þér berst ekki kortið.

  Móttaka útborgana

  Með Payoneer getur þú þegið greiðslur beint inn á fyrirframgreitt Payoneer MasterCard debetkort . Airbnb greiðir útborganir til þín þegar kortið hefur verið gert virkt í USD eða EUR eftir því í hvaða landi þú ert. Þú getur skoðað stöðuna á vefsíðu Payoneer. Þegar Airbnb hefur millifært útborgun til þín leggur Payoneer greiðsluna almennt inn á reikninginn þinn eftir 1 til 3 klst.

  Viðbótargjöld

  Payoneer tekur gjöld af tilteknum færslum. Sum gjaldanna eru tilgreind hér á eftir. Að auki eru innheimt gjöld vegna færslna með uppruna fyrir utan útgáfuland Payoneer. Frekari upplýsingar er að finna í hjálparmiðstöð Payoneer.

  • Árgjald kortsins: Án endurgjalds - Fallið er frá almennu árgjaldi Payoneer fyrir viðskiptavini Airbnb
  • Færslugjald vegna innkaupa: Án endurgjalds nema færslan fari fram í öðrum gjaldmiðli (3% gjald á erlendar færslur)
  • Úttektargjald í Bandaríkjunum (hraðbanki og í útibúi): USD 1,75 fyrir hverja úttekt. Viðbótargjald getur einnig verið vegna hraðbanka
  • Úttektargjald í utan Bandaríkjanna (hraðbanki og í útibúi): USD 3,15 fyrir hverja úttekt. Viðbótargjald getur einnig verið vegna hraðbanka
  • Gjald vegna óheimilla úttektartilrauna í hraðbanka: USD 1 í hvert skipti
  • Gjald vegna stöðuyfirlits í hraðbanka: USD 1 fyrir hverja fyrirspurn
  • Kostnaður við að fá nýtt kort: USD 12,95 fyrir hvert kort
  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?
  Ertu ekki gestgjafi sem býður gistingu?
  Veldu annað hlutverk til að finna réttu hjálpina fyrir þig.