Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig geri ég skráninguna mína samkeppnishæfari?

  Skýr og nákvæm lýsing á því sem gestum býðst er grundvöllur þess að skráningin sé samkeppnishæf. Með því fást betri einkunnir og nákvæmar skráningar þar sem gestgjafar sjá til þess að upplifunin af ferðinni sé góð.

  Til að skráningin skari fram úr er gott að gera eftirfarandi:

  Fullkláraðu hvern hluta skráningarinnar

  Fullfrágengin skráning segir hugsanlegum gestum hverju þeir mega búast við í eigninni þinni. Vertu viss um að:

  • Skráningarupplýsingar séu uppfærðar: Við bjóðum reglulega tækifæri til að auka upplýsingar um það sem þú hefur fram að færa. Leitaðu að tækifærum til að uppfæra upplýsingar á stjórnborði gestgjafa og fylgstu reglulega með skráningarupplýsingunum til að vera viss um að allt sé útfyllt.
  • Lýsa eigninni þinni: Gerðu titilinn og lýsinguna viðkunnanlega og greinargóða. Útskýrðu vandlega hvað gerir eignina þína einstaka og þar á meðal hvaða þægindi fylgja, hvort einhver hluti eignarinnar sé samnýttur og hvaða reglum gestir þurfa að vita af.
  • Setja inn hágæðamyndir: Ljósmyndirnar þínar eru fyrstu kynni gestsins af eigninni þinni í leitarniðurstöðunum.
  • Greindu frá væntingum: Láttu gesti vita við hverju er búist af þeim í húsreglunum og -leiðbeiningunum.

  Notaðu umsagnirnar sem þú færð til að bæta þig

  Fjöldi umsagna fyrri gesta og hversu góðar þær eru getur haft áhrif á röð í leitarniðurstöðum. Lestu reglulega umsagnir um þig og fylgstu með einkunnagjöf til að komast að því hvernig þú getur bætt upplifun gesta.

  Sjáðu til þess að gestir eigi auðvelt með að bóka

  Sýndu gestum að þú ert hugulsamur gestgjafi og að þú tekur vel á móti gestum með því að svara fyrirspurnum og beiðnum um bókanir hratt.

  Með því að bjóða hraðbókun er einnig hægt að fá bókanir sem eru gerðar á síðustu stundu.

  Vertu með samkeppnishæft verð

  Passaðu að verðið hjá þér sé stillt á að bregðast við breytingum á eftirspurn; hún breytist yfir árið og innan vikunnar. Prófaðu að setja árstíðabundið verð til að tryggja að skráningin sé samkeppnishæfi utan háannatíma.

  Lærðu af öðrum gestgjöfum

  Skiptu á ábendingum við aðra gestgjafa: Finndu samkomu nálægt þér til að spyrja aðra gestgjafa hvað þeir geri til að bera af þegar minna er að gera.

  Lestu þér til um hvernig er hægt að besta skráninguna utan háannatíma.