Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt opnar þú stjórnborðið þitt. Hægt er að fella niður bókanir sem eru gjaldgengar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur fyrir innritun án viðurlaga og án áhrifa á stöðu ofurgestgjafa.

  Hvenær fæ ég útborgunina?

  Airbnb greiðir þér almennt út um sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gests. Útborgunarmátinn ræður því hve langan tíma tekur fyrir greiðsluna að koma inn á reikning þinn.

  Ef gestur þinn dvelur í 28 nætur eða lengur eru útborganir fyrir þá bókun greiddar mánaðarlega.

  Staða útborgunar athuguð

  Þegar við höfum sent útborgunina til þín verður birt lína fyrir „útborgun” við þá bókun.

  Til að athuga stöðu útborgunar þinnar ferðu inn á færsluskrána

  .

  Ef þú hefur tilgreint lágmarksútborgun er þér ekki greitt fyrr en fjárhæðinni er náð. Ef innritun á sér stað í fleiri en einni eign sama dag er heildarfjárhæð með sama útborgunarmáta greidd í einu lagi.

  Afgreiðslutími

  Þegar Airbnb hefur gengið frá útborguninni tekur smá tíma til viðbótar þar til greiðslan birtist á reikningnum þínum. Meðalafgreiðslutími hvers greiðslumáta er:

  • ACH / bein millifærsla: Allt að 3 virkir dagar
  • Bankamillifærsla eða alþjóðleg símgreiðsla: 3–7 virkir dagar
  • PayPal: Innan eins virks dags
  • Western Union: 1 virkur dagur (Kyrrahafstími í Bandaríkjunum)
  • Payoneer fyrirframgreitt debetkort: Innan eins virks dags
  • Alipay: Samstundis og Airbnb sendir útborgunina (aðeins í boði fyrir gestgjafa á meginlandi Kína)

  Tafir vegna helga og frídaga

  Margir bankar miðla ekki greiðslum um helgar og á almennum frídögum. Ef Airbnb gengur frá útborgun til þín á föstudegi eða um helgi getur verið að úrvinnslunni ljúki ekki fyrr en í vikunni á eftir.

  Ef þú ert með spurningar um afgreiðslutíma þegar færsluskráin sýnir að útborgunin sé frágengin skaltu hafa beint samband við greiðslumiðlunina þína.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?