Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Veldu bókun á ferðasíðunni til þess að finna valmöguleika fyrir afbókanir og endurgreiðslu. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Við setjum inn fréttir 1. og 15. dag hvers mánaðar.

  Hvað gerir Airbnb til að stuðla að trausti milli gestgjafa og gesta?

  Við leggjum okkur fram um að gestgjafar okkar og gestir hafi réttu tólin til að taka upplýsta ákvörðun um samskipti sín við aðra notendur á síðunni og augliti til auglits.

  Airbnb býður ýmsar leiðir til að byggja traust og stuðla að því að samfélagslega markaðssvæðið okkar sé gagnsætt. Þar má nefna örugga skilaboðakerfið okkar, umsagnir, gestgjafaábyrgðina og fleira.

  Við hjá Airbnb viljum byggja upp áreiðanlegasta samfélag í heimi. Við erum með reynslumikið og upplýst starfsfólk sem sérhæfir sig í að fylgjast með grunsamlegri hegðun á markaðssvæðinu til að vernda öryggi meðlima okkar.

  Í neyðartilvikum eða ef þú telur gestgjafa ógna öryggi þínu biðjum við þig um að hafa samstundis samband við lögregluyfirvöld eða neyðarþjónustu á staðnum.

  Þú getur aðstoðað okkur með því að tilkynna varhugavert og óviðeigandi hátterni við notandalýsingu, skráningu eða í skilaboðum.

  Til að tilkynna mál smellir þú á flaggið við:

  • Notendalýsingar: Flaggið er efst við hverja notandalýsingu
  • Skráningar: Flaggið kemur fram við allar skráningar
  • Skilaboð: Flaggið er sýnt við skilaboðin

  Þú getur kynnt þér frekari upplýsingar um tólin sem eru notuð til að staðfesta upplýsingar um notendur og farið yfir öryggisábendingar okkar fyrir gestgjafa og gesti.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?