Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt velur þú bókun á ferðasíðunni. Reglur okkar um gildar málsbætur eiga aðeins við um tilteknar bókanir. Ef þú átt innritun eftir 15. september verða nýrri upplýsingar hér 15. ágúst 2020.

  Hvernig bóka ég eign á Airbnb?

  Þú ert að ganga frá gistingu heima hjá einhverjum þegar þú bókar eign á Airbnb. Sérhver gestgjafi sýnir gestrisni með sínum hætti og það byrjar á því hvernig þeir vilja helst kynnast gestunum hjá sér. Sumir gestgjafar vilja samþykkja bókanir en öðrum finnst þægilegt að gestir bóki eignina þeirra samstundis án þess að bíða eftir samþykki.

  1. Ljúktu við notandalýsinguna þína

  Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að samfélag Airbnb byggir á trausti sama hvernig bókun fer fram. Ljúktu við notandalýsinguna þína áður en þú sendir gestgjafa bókunarbeiðni svo hann geti kynnst þér aðeins áður en hann staðfestir bókunina. Notandalýsingin þín ætti bæði að vera með ljósmyndir og staðfestingar. Það á sérstaklega við hjá sumum gestgjöfum sem gera kröfu um að gestir séu með notandamynd eða staðfest auðkenni til að geta bókað.

  2. Finndu rétta staðinn

  Það eru meira en 800.000 einstakar eignir á skrá í heiminum. Vertu því viss um að staðurinn sem þú velur sé með allt sem þú þarft fyrir þægilega og eftirminnilega ferð.

  Mundu að setja inn ferðadagsetningarnar og fjölda gesta þegar þú leitar að eign til að verðið sé sem nákvæmast. Lestu umsagnir, lýsingar, húsreglur og um þægindi hverrar eignir til að sjá hvort hún henti vel fyrir ferðina þína. Þú getur alltaf haft samband við gestgjafann ef þú ert með einhverjar spurningar um eignina.

  3. Bókun!

  Þegar þú hefur fundið hinn fullkomna stað er tími til kominn að bóka eignina. Bókunin fer eftir því hvernig gestgjafinn vill helst að gengið sé frá henni.

  • Hraðbókun

   Á skráningum gestgjafa sem vilja ekki samþykkja hverja bókun birtist hnappur merktur Hraðbókun. Þú getur, líkt og hnappurinn gefur til kynna, staðfest bókun samstundis þar. Frekari upplýsingar um hraðbókun.

  • Bókunarbeiðni

   Margir gestgjafar vilja samþykkja bókun áður en gengið er frá henni. Á þeim skráningum birtist hnappur merktur Bókunarbeiðni. Þú þarft að setja inn greiðsluupplýsingar til að senda bókunarbeiðni. Gestgjafar hafa 24 klukkustundir til að samþykkja beiðnina og bókunin er staðfest sjálfkrafa þegar þeir gera það. Frekari upplýsingar um hvernig bókunarbeiðni er send inn.

  • Forsamþykki og sértilboð

   Ef þú ákveður að hafa samband og spyrja gestgjafa spurninga áður en þú reynir að bóka getur gestgjafinn svarað skilaboðunum með því að bjóða þér að sértilboð eða veita þér forsamþykki. Með forsamþykki er þér boðið að ganga frá bókun þá daga og með gestafjöldann sem þú gafst upp í skilaboðnum. Sértilboð veitir gestgjafanum tækifæri á að bjóða sérverð, tilteknar dagsetningar eða annað áður en þú bókar. Frekari upplýsingar um bókun að fengnu forsamþykki eða sértilboði.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?