Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt opnar þú stjórnborðið þitt. Hægt er að fella niður bókanir sem eru gjaldgengar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur fyrir innritun án viðurlaga og án áhrifa á stöðu ofurgestgjafa.

  Hvernig nota ég PayPal til að taka á móti greiðslum?

  Þessa stundina er PayPal aðeins í boði sem greiðslumáti á Airbnb í ákveðnum löndum. Athugaðu hvort valkosturinn komi fram þegar þú bætir við greiðslumáta til að sjá hvort þér standi það til boða. Ef PayPal kemur fram fyrir landið sem þú valdir getur þú tengt PayPal aðgang þinn og notað sem greiðslumáta.

  Að tengja PayPal aðgang

  Þú þarft að hafa stofnað aðgang að PayPal fyrir fram til að geta notað hann sem greiðslumáta. Virkjaðu aðganginn þinn að PayPal, sem er tengdur við netfangið þitt, áður en þú bætir honum við sem greiðslumáta hjá Airbnb. Frekari upplýsingar um PayPal, þ.á m. um hvernig á að stofna aðgang, er að finna á PayPal.com.

  PayPal kann að krefjast þess að gestgjafar votti aðganginn sinn með því að leggja fram frekari auðkenni eða sönnun á heimilisfangi. Ef þessi krafa á við um þig verða útborganir, sem koma til gjalda meðan PayPal er að votta aðganginn, lagðar inn á aðganginn þegar PayPal hefur vottað hann. Ef það gerist mun Airbnb tilkynna þér um villuna með tölvupósti.

  Þegar þú bætir PayPal við sem greiðslumáta á Airbnb þarftu að passa að skrá rétt netfang sem tengist aðgangi þínum að PayPal.

  Móttaka útborgana

  Með PayPal getur þú þegið útborganir beint inn á PayPal aðganginn þinn. Airbnb leggur útborganir til þín beint inn að aðganginn þinn að PayPal þegar greiðslumátinn er til reiðu. Þú getur fylgst með stöðunni og hefur aðgang að fjármununum á vefsíðu PayPal.

  Þegar Airbnb hefur millifært útborgun til þín leggur PayPal greiðsluna vanalega inn á reikninginn þinn á innan við einum virkum degi.

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?