Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Hvernig má hjálpa til við að stöðva mansal

Airbnb á í samstarfi við Polaris til að auka skilning samfélags okkar á mansali með fræðslu um birtingarmyndir þess og hvernig skal bregðast við ef grunur vaknar um að mansal eigi sér stað í skráðri eign. Með þetta í huga hvetjum við þig eindregið til að tilkynna grun um mansal til hjálparlínu Polaris vegna mansals í Bandaríkjunum. Ef þú ert utan Bandaríkjanna getur þú fundið samtök um allan heim sem taka á mansali í alþjóðlega gagnagrunninum yfir nútíma þrælahald (GMSD).

Skilgreining á mansali

Skilgreining mansals getur farið eftir löndum en flest lönd styðjast við viðmið Sameinuðu þjóðanna sem samanstanda af þremur þáttum:

 1. Verknaðurinn: Ráðning, flutningur, hýsing og viðtaka einstaklinga.
 2. Aðferðin: Hótanir eða valdbeiting, frelsissvipting, svik, þvingun eða misbeiting valds.
 3. Hagnýting: Misnotkun, þ.m.t. vændi eða önnur kynferðisleg misnotkun, nauðungarvinna, þrælkun eða önnur háttsemi sem svipar til þrælkunar, ánauð eða brottnám líffæra.

Möguleg hættumerki

Fórnarlömb mansals eru oft ekki í aðstöðu til að geta greint frá aðstæðum sínum. Því er mikilvægt að gestgjafar þekki til hættumerkja sem benda til þess að um mansal gæti verið að ræða. Eftirfarandi vísbendingar eru ekki tæmandi og stakt atriði bendir ekki endilega til þess að um mansal sé að ræða:

Vísbendingar um ofbeldi, svik eða þvingun:

 • Hótanir um beitingu líkamlegs valds eða ofbeldis
 • Notkun búnaðar sem takmarkar hreyfigetu
 • Líkamlegir áverkar
 • Einstaklingur er þvingaður til að taka við starfi á öðrum forsendum en upphaflega var samið um við ráðningu
 • Einstaklingur er ekki frjáls ferða sinna og hefur ekki stjórn á eigin fjármálum eða persónulegum eigum
 • Einstaklingi er gert að neyta vímuefna eða áfengis af öðrum einstaklingi

Vísbendingar um misnotkun:

 • Vinnuþrælkun:
  • Starfsmaður er barn
  • Merki um lélegt hreinlæti, vannæringu eða þreytu
  • Vinnuveitandi hýsir starfsmann í óviðeigandi rými (ekkert næði/óviðunandi svefnaðstaða)
  • Starfsmanni er meinað um réttmæta hvíld á vinnutíma
  • Vinnuaðstæður eru hættulegar eða óheilbrigðar
 • Kynlífsþrælkun:
  • Heimilisfang eignar kemur fram í vændisauglýsingum á Netinu
  • Tilkynningar um tíðar komur óheimilaðra gesta á ýmsum tímum sólarhringsins.
  • Mikið magn af kynlífstækjum til staðar í eigninni
  • Atvinnubúnaður fyrir myndbands- eða ljósmyndatöku er settur upp á staðnum

Á heimsvísu búa 40,3 milljónir manns við nútíma þrælkun. Þar af er talið að yfir fjórar milljónir sæti kynlífsþrælkun þar sem konur og stúlkur eru í yfirgnæfandi meirihluta. Erfitt er að segja til um umfang mansals vegna þess hve falið það er og tíðni tilkynninga lág. Þó að mansal nái til allra hópa í samfélaginu eru ákveðnir áhættuþættir til staðar, svo sem heimilisleysi, flótti vegna náttúruhamfara eða átaka, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og aðrar óskráðar eða tímabundnar aðstæður sem berskjalda fólk fyrir misnotkun.

Hvernig þú getur brugðist við ef þig grunar að mansal eigi sér stað

Þú getur lagt þitt að mörkum til að stöðva mansal. Ef þig grunar að mansal eigi sér stað í skráðri eign hjá þér getur þú tilkynnt það til hjálparlínu Polaris vegna mansals í Bandaríkjunum í síma 1-888-373-7888, með því að senda textaskilaboðin „BeFree“ á númerið 233733 eða í netspjalli á humantraffickinghotline.org/chat. Hjálparlínan er í boði á meira en 200 tungumálum og er opin allan sólarhringinn. Hún er gjaldfrjáls og fullum trúnaði er heitið. Hjálparlínan getur tekið á aðstæðum sem eiga sér stað á alþjóðlegum vettvangi en þú getur líka haft samband við samtök á staðnum í gegnum alþjóðlega gagnagrunninn yfir nútíma þrælahald. Alþjóðlegi gagnagrunnurinn yfir nútíma þrælahald (GMSD) sem rekinn er af Polaris er gagnvirkur opinber gagnagrunnur með skrá sem hægt er að leita í yfir samtök og stofnanir um allan heim sem vinna með nútíma þrælahald og mansal. GMSD nær yfir opinberar stofnanir, löggæsluyfirvöld, hagsmunahópa og samtök sem aðstoða fórnarlömb mansals ásamt því að taka á tengdum málum eins og vinnuþrælkun, barnavernd eða heimilisofbeldi.

Þú getur einnig tilkynnt grun um mansal til Airbnb. Öryggismiðstöð Airbnb er alhliða öryggisaðstoð í appinu sem veitir lykilúrræði. Þú getur hringt í neyðarsíma Airbnb í gegnum öryggismiðstöðina ásamt neyðarþjónustu á staðnum, hvar sem þú ert í heiminum.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning