Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Reglur

Regluverk sem hefur áhrif á fjármálastofnanir í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi

Vegna nýrrar reglusetningar getur Airbnb ekki lengur unnið úr millifærslum sem tengjast tilteknum fjármálastofnunum í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Staðan er breytileg og við veitum frekari leiðbeiningar eftir því sem okkur berast frekari upplýsingar.

Möguleg áhrif á gestgjafa

Vegna þessara reglna getum við nú ekki gengið frá útborgunum sem tengjast tilteknum rússneskum og hvítrússneskum fjármálastofnunum—sem gæti mögulega haft áhrif á útborgun til þín. Í því tilviki mælum við með því að þú bætir öðrum útborgunarmáta, sem við getum notað, við gestgjafaaðgang þinn svo að þú getir fengið þessa, og næstu, útborganir án truflana.

Getir þú ekki bætt nýjum útborgunarmáta, sem við getum notað, við aðgang þinn bíða áunnar útborganir og þær verða millifærðar þegar, og ef, við getum unnið úr þeim.

Möguleg áhrif á gesti

Fyrir gesti getum við núna auk þess ekki unnið úr greiðslum sem tengjast tilteknum rússneskum og hvítrússneskum fjármálastofnunum. Sé greiðslu þinni hafnað gæti þetta verið ástæðan.

Áhrifin gætu átt sérstaklega við um langtímabókanir og greiðsluáætlanir og við mælum með því að bæta öðrum greiðslumáta við aðganginn til að koma í veg fyrir mögulegar truflanir.

Getir þú ekki bætt við nýjum greiðslumáta sem virkar getum við ekki unnið úr millifærslum þínum eins og er.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning