Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Stökkva að meginmáli hjálpar

  Hvað gerist ef bókunarbeiðnin mín rennur út eða er hafnað?

  Við skuldfærum ekki ef gestgjafi hafnar bókunarbeiðni þinni eða ef hún rennur út (sem þýðir að gestgjafi svaraði ekki innan sólarhrings) og þér er frjálst að bóka hjá öðrum gestgjafa.

  Við hvetjum gestgjafa til að uppfæra dagatalið sitt reglulega og svara beiðnum tímanlega. Stundum geta gestgjafar samt sem áður ekki uppfært dagatal sitt eða svarað innan gefins tímaramma.

  Við mælum með því að þú sendir fleiri en einum gestgjafa skilaboð áður en þú setur inn bókunarbeiðni til þess að kanna hvort dagsetningarnar séu lausar og til að spyrja að öðru sem þú vilt vita.

  Tímabundin heimild

  Þegar þú sendir inn bókunarbeiðni getur verið óskað tímabundinnar heimildar til skuldfærslu með greiðslumáta þínum. Heimildin er felld niður ef bókunarbeiðni þinni er hafnað eða ef hún rennur út. Við skuldfærum því aðeins að bókunarbeiðni sé staðfest.