Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Að nota Zoom til að bjóða netupplifanir

  Hvort sem það er dragdrottningabingó, námskeið í stjörnufræði eða matreiðslukennsla með ítölskum ömmum þá er eitt sem allar netupplifanir á Airbnb eiga sameiginlegt—Zoom. Auk þess að nota Zoom til að bjóða netupplifunina munt þú einnig nota það til að senda inn kynningu til samþykkis. Sæktu það hér.

  Upptaka kynningar

  Við munum biðja þig um að nota Zoom til að taka upp kynningu á upplifun þinni þegar þú sendir hana inn. Hér eru nokkrar ábendingar um hvernig gera má frábæra upptöku.

  Þú getur notast við aðra þjónustu við upptöku kynningarinnar en við mælum eindregið með því að þú notir Zoom svo þú kynnist því hvernig það virkar þegar þú býður upplifun.

  Að stofna nýjan aðgang að Zoom

  Þú þarft að stofna nýjan aðgang að Zoom í upplifunarstillingum þínum þegar upplifunin hefur verið samþykkt. Þessi aðgangur verður aðeins notaður til að tengja saman Zoom og upplifun þína á Airbnb. Fyrir þennan nýja aðgang verður að nota netfang sem er ekki í notkun fyrir annan aðgang að Zoom.

  Allt að hálftími gæti liðið frá því að ferlinu lýkur þangað til að staðan á Zoom uppfærist.

  Gestaumsjón

  Að finna hlekkinn þinn fyrir Zoom

  Sérstakur hlekkur fyrir Zoom verður sendur til gesta þinna fyrir hvert skipti upplifunar í dagatalinu þínu. Hlekkinn má finna á tvo vegu:

  • Í staðfestingu sem er send með tölvupósti í hvert sinn sem gestur bókar
  • Í áminningu sem er send með tölvupósti áður en upplifunin hefst

  Að hleypa gestum inn

  Með biðstofunni á Zoom getur þú stýrt því hver tekur þátt í upplifuninni með því að hleypa inn einum gesti í einu. Deili gestur hlekk fyrir Zoom með öðrum gesti sem er ekki hluti af bókuninni kemstu þannig hjá því að hleypa gestinum með ógreiddu bókunina inn. Þú getur líka óskað eftir greiðslu fyrir viðbótargestinn í úrlausnarmiðstöðinni.

  Villuleit

  Ef vandamál kemur upp í tengslum við Zoom skaltu hafa samband við hjálparmiðstöð Zoom. Lendi gestir þínir í erfiðleikum gæti verið gagnlegt að senda viðkomandi þessa grein um þátttöku í netupplifunum.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni