Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur
Upplifunargestgjafi

Upplifanir boðnar gestum með aðgengisþarfir

Airbnb er að vinna að því að opna verkvanginn fyrir fleira fólki þar sem allir geta tekið þátt og notið upplifunar. Fatlað fólk getur þurft að hafa einhvern með sér í upplifun til að geta tekið fullan þátt. Það getur til dæmis átt við um að túlka fyrir heyrnarlausan eða heyrnarskertan gest eða að veita persónulega umönnun fyrir fólk í hjólastól. Þetta fólk köllum við umönnunaraðila hjá Airbnb.

Mismunandi orð eru notuð um umönnunaraðila milli landa en í tengslum við upplifanir á Airbnb teljum við umönnunaraðila vera einstakling, eldri en 18 ára, sem aðstoðar reglulega einstakling með fötlun, geðsjúkdóm eða langvarandi veikindi við daglegar athafnir.

Umönnunaraðili getur sinnt ýmsum verkefnum, þar á meðal veitt persónulega umönnun, sinnt verkefnum innan sem utan heimilis og séð um flutninga og heilbrigðisummönnun. Til þess að teljast umönnunaraðili þarf viðkomandi að geta veitt fatlaða einstaklingnum nauðsynlega aðstoð.

Dæmi um það hvernig umönnunaraðili getur veitt aðstoð meðan á upplifun stendur:

  • Að hjálpa gestinum að komast ferða sinna þar sem upplifunin á sér stað
  • Að hjálpa gestinum að eiga í samskiptum við gestgjafann eða aðra gesti
  • Að fylgja gestinum á salerni og/eða við notkun salerna.
  • Að hjálpa gestinum að kaupa hluti
  • Að hjálpa gestinum að athafna sig á vinnustofu eða í námskeiði
  • Að hjálpa gestinum að borða eða drekka

Umönnunaraðilar þurfa ekki að:

  • Búa hjá aðstoðarþega
  • Fá greitt fyrir vinnuna
  • Hafa hlotið formlega þjálfun

Aðgangsreglur upplifana fyrir þjónustufólk

Upplifunargestgjafar á Airbnb geta leyft umönnunaraðila að koma með gestunum sem hann vinnur með að kostnaðarlausu.

Þegar gestur sem þarf umönnunaraðila bókar upplifun sem býður þennan valkost verður ekki innheimt gjald fyrir umönnunaraðilann (né telst viðkomandi með sem aðskilinn þátttakandi).

Eftirfarandi teljast ekki umönnunaraðilar í fylgd gests:

  • Virkir þátttakendur í upplifuninni án gestsins sem bókar. Það þýðir að viðkomandi er ekki boðinn neinn varningur, búnaður o.s.frv.
  • Vinir eða fjölskylda sem vilja koma með í upplifun
  • Fólk sem sinnir börnum svo sem barnfóstra, au pair eða barnapía

Fyrir gestgjafa

Til að virkja þessa stillingu fyrir staðbundna upplifun opnar þú þínar upplifanir, velur breyta og ferð loks í verðstillingar > verð gests.

Þegar gestir bóka upplifun með þessa stillingu virka eru gestirnir beðnir um að hafa samband við gestgjafann til að láta vita að umönnunaraðili komi með og til að ræða frekari upplýsingar.

Umönnunaraðili telst ekki þurfa sérstakt sæti og þarf ekki að borga fyrir það og þátttaka hans hefur hvorki áhrif á hópatakmarkanir né verðútreikning. Ef það er eitthvað varðandi upplifunina þína sem takmarkar heildarstærð hópsins, svo sem vegna samgangna eða miða, getur verið að þú þurfir að ræða það við gestinn áður en upplifunin hefst.

Fyrir gesti

Þú getur leitað að staðbundnum upplifunum sem leyfa umönnunaraðilum að koma með að kostnaðarlausu. Þegar þú hefur leitað að upplifun á Airbnb eftir staðsetningu og dagsetningu velur þú fleiri síur og opnar velja aðgengiseiginleika til að sýna hvaða síur standa til boða fyrir leitina.

Þegar þú bókar upplifun sem býður aðgang fyrir umönnunaraðila að kostnaðarlausu skaltu hafa samband við gestgjafann til að láta vita að þú hafir aðstoðarmanneskju með þér og til að ræða allt nánar. Gert er ráð fyrir einni aðstoðarmanneskju á hvern gest. Vinsamlegast ræddu við gestgjafann til að ákvarða hvað er mögulegt miðað við upplifunina sem um ræðir.

Var þessi grein gagnleg?
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning