Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Hvers er vænst af gestum

Við gerum ráð fyrir að gestir okkar uppfylli ákveðin viðmið og sýni gestgjöfum sínum, nágrönnum gestgjafa og öðrum samfélagsmeðlimum sem verða á vegi þeirra tillit.

Það sem við heimilum ekki

  • Skeytingarleysi gagnvart samfélaginu á staðnum: Gestum ber að sýna staðarháttum og samfélaginu í kring virðingu meðan á dvöl eða upplifun stendur. Þetta felur í sér en takmarkast ekki við: Tiltekinn kyrrðartíma, bílastæði og bílastæðatíma, leyfilegan fjölda bíla og viðeigandi förgun rusls á tilteknum svæðum.
  • Bókunarsamningur virtur að vettugi: Gestir þurfa að fylgja þeim reglum sem hver gestgjafi setur fyrir sína bókun, svo framarlega sem reglurnar brjóta ekki í bága við skilmála eða reglur Airbnb. Þetta á við um, en takmarkast ekki við: Inn- og útritunartíma, gestafjölda, heimild fyrir gæludýrum, reykingar, ljós- eða kvikmyndun í atvinnuskyni og aðrar reglur gestgjafa sem samþykktar voru við bókun. Gestir ættu einnig að skila lyklum samkvæmt samkomulagi og eiga í tímanlegum samskiptum við gestgjafann ef eitthvað kemur upp.
  • Virðingarleysi gagnvart eigninni: Gestir mega ekki yfirgefa eignina eða umlykjandi svæði í ástandi sem krefst óhóflegrar ræstingar, djúpræstingar eða viðgerða umfram eðlilegt slit. Ræstingagjöldum er einungis ætlað að standa undir kostnaði við eðlileg þrif milli bókana.
  • Að eiga við öryggisbúnað: Gestir mega hvorki aftengja leyfilegan öryggisbúnað sem greint hefur verið frá með fyrirvara, né hylja með einhverjum hætti.
  • Aðgangur að einkamunum öðrum en þínum eigin: Gestum er óheimill aðgangur að svæðum sem tilgreint hefur verið um með skýrum hætti að standi ekki til boða eða geymi persónulega muni eða trúnaðarupplýsingar.

Frekari upplýsingar um reglur okkar um samkvæmi og viðburði ásamt grunnreglum fyrir gesti.

Við erum þér innan handar

Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.

Þótt þessar leiðbeiningar lýsi ekki öllum mögulegum aðstæðum sem geta komið upp eiga þær að gefa almenna yfirsýn yfir samfélagsreglur Airbnb.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning