Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum
  Fréttir af COVID-19
  Til að finna leiðir til að afbóka og fá endurgreitt opnar þú stjórnborðið þitt. Hægt er að fella niður bókanir sem eru gjaldgengar samkvæmt reglum okkar um gildar málsbætur fyrir innritun án viðurlaga og án áhrifa á stöðu ofurgestgjafa.

  Hvar finn ég upplýsingar um útborganir til mín?

  Þú getur alltaf athugað stöðu á útborgun til þín og skoðað ítarlegar upplýsingar um tekjur í færsluskránni þinni.

  Færslur má sía eftir útborgunarmáta, skráningu og dagsetningum. Birtu upplýsingar um útborganir þínar með því að smella á bókunarkóðann.

  Frágengnar útborganir

  Skoðaðu flipann fyrir frágengnar útborganir til að skoða útborganir sem Airbnb hefur millifært. Í hverri útborgunarlínu er stök útborgun sem hefur verið millifærð á þig. Smelltu á útborgunarlínuna til að sjá ítarupplýsingar um færsluna eins og bókanir, leiðréttingar og afbókunargjöld.

  Útborgunarmátinn sem þú valdir ræður því hve langan tíma millifærslan tekur frá því að við greiðum þér út. Smelltu á örina til að stækka útborgunarhlutann til að áætla hvenær útborgunin berst þér. Þá sérðu daginn sem við reiknum með miðað við almennan úrvinnslutíma.

  Ef bókanir hefjast í fleiri en einni eign sama dag eru útborganir, sem eru greiddar með sama máta, birtar í sömu línu af því að þær voru greiddar út í einu lagi.

  Væntanlegar útborganir

  Skoðaðu flipann væntanlegar útborganir til að sjá væntanlegar útborganir, leiðréttingar og gjöld. Dagsetningar væntanlegra greiðslna koma fram í útborgunarlínum. Ef útborgunin er enn í bið getur þú breytt um útborgunarmáta fyrir þá bókun með því að nota fellivalmyndina.

  Frekari upplýsingar um hvað leiðrétting í færsluskránni þinni merkir.

  Vergar tekjur

  Upphæð vergra tekna fyrir hverja bókun er heildarupphæð útborgunar áður en þjónustugjöld Airbnb og skattar sem innheimtir eru fyrir þína hönd eru dregin frá. Tekjur koma fram í flipanum eftir að útborgun fyrir þá bókun hefur farið fram.

  Að flytja út reikniskjal

  Þú getur smellt á flytja í CSV til að sækja .csv-skrá með færslunum þínum af hvaða flipa sem er. CSV-skrána er hægt að opna í hefðbundnum töflureikni (t.d. Microsoft Excel, Google Docs eða Apple Numbers) til að skoða gögnin. Í töflureikninum er að finna frekari upplýsingar, þar á meðal greitt þjónustugjald gestgjafa og ræstingagjöld (ef þú leggur þau á).

  Greinar um tengt efni
  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?