Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvað gera skal sé eignin ekki hrein við innritun

  Hafðu samband við gestgjafa þinn til að fá aðstoð ef eignin er ekki hrein við innritun en það er oft skilvirkasta leiðin til að leysa úr vandamálum.

  Þú getur óskað eftir endurgreiðslu ræstingagjalds eða afbókað og fengið endurgreiðslu í gegnum Airbnb appið eftir aðstæðum. Mikilvægt er að senda beiðnina innan sólarhrings frá því að vandamálsins verður vart. Við mælum með því að þú hafa samband við gestgjafann og að þið ræðið fyrst lausnir en það eykur líkurnar á að beiðnin þín verði samþykkt.

  Mundu að skjalfesta málið með því að taka ljósmyndir þegar þú getur en það hjálpar gestgjafanum að skilja betur aðstæður þínar. Þú getur lýst vandamálunum og hlaðið upp myndunum.

  Gestgjafinn hefur klukkustund til að svara beiðninni. Ef gestgjafinn hafnar eða svarar ekki getur þú leitað aðstoðar Airbnb.

  Hafðu samband við neyðarþjónustu á staðnum ef þörf krefur vegna vandamála sem geta valdið bráðri heilsufarshættu, svo sem vegna veggjalúsar eða myglu eða ef þú færð ofnæmisviðbrögð vegna efnis eða ofnæmisvalda inni í eigninni sem þú gistir í. Þú getur sent Airbnb beiðni ef þú þarft aðstoð vegna bókunar og við sýnum þér lausnir samkvæmt reglum okkar um endurgreiðslu til gesta.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?