Stökkva beint að efni
Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvaða heilsu- og öryggiskröfur gilda um gistingu á Airbnb?

  Mikilvægt er að hafa heilsu og öryggi í huga meðan á heimsfaraldri COVID-19 stendur. Við höfum útbúið skyldubundið regluverk vegna COVID-19 fyrir gestgjafa og gesti eigna á Airbnb sem byggir á leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna. Auk þess ættir þú að þekkja almennar heilsu- og öryggisleiðbeiningar varðandi COVID-19, fylgjast áfram með gildandi opinberum ferðatakmörkunum og -ráðleggingum og fylgja öllum viðmiðunarreglum sem gilda í landinu og á staðnum.

  Airbnb hefur kynnt leiðbeiningar og þjónustu til að taka á áhyggjum varðandi heilsu og öryggi en þessar ráðstafanir geta ekki útilokað alla áhættu. Ef þú ert í áhættuhópi (t.d. fólk sem er eldra en 65 ára eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma eins og sykursýki eða hjartasjúkdóma) mælum við með því þú leitir ráða hjá fagaðilum og gætir þín sérstaklega þegar þú tekur ákvörðun um að bóka gistingu eða upplifun á Airbnb. Frekari upplýsingar um heilsu- og öryggisleiðbeiningar fyrir upplifanir á Airbnb.

  Öryggisreglur vegna COVID-19 (áskildar)

  Notaðu grímu og gættu nándarmarka

  Allir gestgjafar og gestir verða að samþykkja að:

  • Nota grímu eða andlitshlíf í samskiptum í eigin persónu
  • Virða alltaf 2ja metra regluna (6 fet) milli sín og annarra

  Fylgja 5 skrefa ferli Airbnb um ítarlegri ræstingarmilli allra gesta

  Allir gestgjafar verða að samþykkja að fylgja fimm skrefa ferli Airbnb fyrir ítarlegri ræstingar milli gesta. Frekari upplýsingar

  Allir gestgjafar og gestir þurfa að fylgja ofangreindum öryggisreglum vegna COVID-19 eftir því sem við á. Ef þú ert gestur áttu ekki rétt á endurgreiðslu ef gestgjafinn fellir bókun þína niður fyrir það að þú hafir ekki fylgt þessum reglum. Ef þú ert gestgjafi áttu að sama skapi ekki rétt á útborgun ef gestur afbókar vegna þess að þú fylgdir ekki þessum reglum. Lokað gæti verið fyrir dagatöl gestgjafa sem samþykkja ekki þessar reglur fyrir 20. nóvember 2020. Allir gestgjafar og gestir sem brjóta ítrekað gegn þessum leiðbeiningum geta orðið fyrir öðrum afleiðingum, þar á meðal tímabundinni lokun aðgangs eða að þeim verði vísað úr samfélaginu.

  Viðbótarleiðbeiningar varðandi ferðalög og gestaumsjón meðan á COVID-19 stendur

  Ekki ferðast eða taka á móti gestum ef þú sýnir einkenni COVID-19 eða hefur verið nálægt einhverjum með sjúkdóminn

  Til að vernda heilsu og öryggi samfélags okkar hefur Airbnb þá reglu að gestgjafar (og allir sem gætu verið í eign fyrir eða meðan á dvöl stendur) ættu hvorki að fara inn í eign, eða eignir, né komast í návist við gesti og gestir ættu ekki að innrita sig í eign ef eitthvað af eftirfarandi á við:

  • Þú ert með COVID-19 eða hefur greinst með COVID-19 undanfarna 30 daga
  • Þig grunar að þú hafir smitast, eða komist í tæri við, COVID-19 og þú bíður niðurstaðna úr skimun til að staðfesta hvort þú hafir COVID-19 eða ekki
  • Þú sýnir einkenni eða hefur áhyggjur af hugsanlegri COVID-19-smiti
  • Þú hefur verið um tíma nálægt einstaklingi sem er staðfest, eða grunur er á, að hafi fengið COVID-19 á síðustu 14 dögum*

  Frekari upplýsingar um það sem gera ber við að fá, eða koma nærri, COVID-19 er að finna í eftirfarandi skjölum:

  *Athugaðu að framlínugisting er með fyrirvara um önnur viðmið.

  Þvoðu hendurnar reglulega

  Gættu þess að þvo hendurnar oft, sérstaklega ef þú ert í snertingu við annað fólk en fellur undir bókunina og þú snertir yfirborð og áhöld í sameign eða á sameiginlegu svæði.

  • Þvoðu hendur vandlega með sápu og vatni í minnst 20 sekúndur
  • Ef sápa og vatn eru ekki tiltæk skaltu nota handhreinsi með að minnsta kosti 60% alkóhóli. Berðu hann á allar hendurnar og nuddaðu þær saman þar til þær eru orðnar þurrar

   Gættu nándarmarka og vertu alltaf með grímu á sameiginlegum svæðum og í sameign

   Þegar þú ert á sameiginlegu svæði eða í sameign (sem gestgjafi eða gestur) skaltu alltaf vera með grímu og virða nándarmörk milli þín og allra sem falla ekki undir sömu bókun eins og fram kemur í öryggisreglum vegna COVID-19 (a.m.k. 2 metrar eða 6 fet). Gestgjafar ættu að forðast að komast í snertingu við gesti og bjóða snertilausa innritun eins og mögulegt er.

   Mundu að ef þér finnst óþægileg tilhugsun að gista í sérherbergi eða sameiginlegu rými ættir þú að íhuga að bóka frekar heila eign. Ef þér finnst óþægileg tilhugsun að taka á móti gestum í sérherbergi eða sameiginlegu rými getur þú skráð alla eignina þína í heild eða hætt tímabundið að fá gesti sé það ekki hægt.

   Gestgjafar ættu einnig að fylgja staðbundnum leiðbeiningum um gestaumsjón í sérherbergjum og sameiginlegum rýmum og heildarfjölda þeirra sem fá að koma saman í eigninni.

   Athugaðu:Airbnb hefur tilkynnt að frá og með 20. ágúst 2020 er bannað um allan heim að halda samkvæmi og viðburði í eignum skráðum á Airbnb og hámarksfjöldi gesta verður 16 manns. Þetta samkvæmisbann gildir um allar nýjar bókanir á Airbnb og mun gilda varanlega þar annað verður tilkynnt. Frekari upplýsingar er að finna í reglum okkar um samkvæmi og viðburði.

   Viðbótarleiðbeiningar fyrir gestgjafa með sérherbergi og sameign

   Gestgjafar með sérherbergi eða samnýtt svæði á skrá ættu einnig að:

   • Takmarka gestafjölda svo að hægt sé að virða nándarmörk í sameign
   • Takmarka að hvaða svæðum gestir hafa aðgang að til að koma í veg fyrir óþarfa áhættu fyrir gestgjafa sem og gesti
   • Loftræsta sameign meðan á dvöl stendur, þegar það er öruggt að gera það, eins og fram kemur í ræstingarreglunum
   • Þrífa og hreinsa sameign (svo sem baðherbergi og eldhús) eins oft og mögulegt er

   Stjórnvöld takmarka sums staðar gestaumsjón í sérherbergjum og sameiginlegum herbergjum og gætu einnig lagt aðrar kvaðir á vegna þessara herbergja. Mundu að fara yfir og fylgja öðrum leiðbeiningum stjórnvalda og/eða staðbundinna heilbrigðisyfirvalda um öryggi og ræstingar.

   Hvað gera ber ef COVID-19 greinist meðan á dvöl stendur eða að henni lokinni

   Hafðu samband við okkur ef þú greindist með COVID-19 fyrir stuttu eða ef þú hefur fengið einkenni COVID-19 og hefur nýlega dvalið í eign eða verið í návist við gesti sem gestgjafi. Þú ættir einnig að láta viðkomandi yfirvöld á staðnum og lækninn þinn vita.

   Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?