Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur
Gestur

Eiga reglur um gildar málsbætur við um mína bókun meðan á heimsfaraldri COVID-19 stendur?

Athugaðu: Frá og með 31. maí 2022 falla aðstæður sem tengjast heimsfaraldri COVID-19 ekki lengur undir reglur okkar um gildar málsbætur. Fyrir bókanir gerðar fyrir 31. maí 2022 halda tilteknar aðstæður tengdar COVID-19 áfram að falla undir reglurnar. Aðrar reglur gilda um bókanir í Luxe og innanlandsbókanir í Suður-Kóreu.

Þessi grein veitir nánari útskýringu á því hvernig reglur um gildar málsbætur eiga við um afbókanir vegna COVID-19.

Hér er samantekt fyrir þig til að ákvarða hvort bókunin þín sé gjaldgeng.

Ef þú bókaðir 14. mars 2020 eða fyrr er bókunin þín gjaldgeng ef allt af eftirfarandi á við

  • Innritun er innan 45 daga frá deginum í dag
  • og þú hefur ekki afbókað nú þegar
  • og þú hefur ekki innritað þig nú þegar
  • og heimsfaraldurinn kemur í veg fyrir að þú getir nýtt bókunina

Ef allt ofangreint á við getur þú afbókað og þér verða sýndir möguleikar á afbókun og endurgreiðslu meðan á ferlinu stendur. Til að afbóka samkvæmt reglunum þarftu að skjalfesta eða vottfesta að þú getir ekki lokið ferðinni vegna COVID-19.

Ef þú bókaðir eftir 14. mars 2020 og fyrir 31. maí 2022 er bókun þín gjaldgeng ef allt eftirfarandi á við

  • Innritun er innan næstu 14 daga
  • og þú hefur ekki nú þegar fellt bókunina niður
  • og þú hefur ekki innritað þig nú þegar
  • og þú eða einhver úr hópi gesta þinna er veikur af COVID-19

Ef allt ofangreint á við getur þú afbókað með því að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar. Við munum biðja þig um að staðfesta þetta með gögnum (svo sem niðurstöðu úr skimun vegna COVID-19) þar sem okkur er það heimilt samkvæmt lögum. Aðganginum þínum verður einnig lokað tímabundið fyrir nýjar bókanir og óloknar bókanir næstu 14 daga verða felldar niður.

Uppfyllir þú ekki skilyrðin og hættir við bókun fer upphæð endurgreiðslunnar eftir afbókunarreglu gestgjafans og við sýnum þér endurgreiðslufjárhæð þína áður en þú staðfestir afbókunina. Útborganir til gestgjafa og endurgreiðslur til gesta eru í þeim tilvikum millifærðar í samræmi við afbókunarreglu gestgjafans sem þú samþykktir við bókun.

Athugaðu: Við afbókun millifærir Airbnb allar útborganir til gestgjafa og allar endurgreiðslur til gests í samræmi við afbókunarreglu gestgjafans. Af þeim sökum verða bókanir sem felldar voru niður áður en tilkynnt var um gildu málsbæturnar eða áður en þær voru framlengdar ekki endurskoðaðar.

Ef þú bókaðir 31. maí 2022 eða síðar er bókun þín ekki gjaldgeng* en þér standa eftirfarandi valkostir til boða

Ef áætlanir þínar eru sveigjanlegar getur þú freistað þess að finna aðra dagsetningu síðar í sameiningu með gestgjafanum og breytt bókuninni.

Þú getur einnig sett þig í samband við gestgjafann til að óska eftir frekari endurgreiðslu og ef viðkomandi samþykkir hana má nota úrlausnarmiðstöðina til að millifæra upphæðina á öruggan hátt til þín.

Þú getur haft samband við þjónustuverið til að fá aðstoð fyrir bókunina ef þú hefur þegar afbókað eða innritað þig.

Aðrar reglur gilda um bókanir í Luxe og innanlandsbókanir í Suður-Kóreu.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning