Stökkva beint að efni
  Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvað er gestgjafaábyrgð Airbnb?

  Gestgjafaábyrgð Airbnb veitir gestgjafa vernd upp á allt að USD 1.000.000 vegna skemmda á ákveðnum eignum í þeim sjaldgæfu tilvikum að tjón af völdum gesta sé hærra en tryggingarfé eða ef ekkert tryggingarfé er til staðar.

  Gestgjafaábyrgðin nær ekki til reiðufjár og verðbréfa, safnmuna, sjaldgæfra listaverka, skartgripa, gæludýra eða persónulegrar ábyrgðar. Við mælum með því að gestgjafar komi slíkum verðmætum í örugga geymslu þegar þeir leigja út eignina sína. Ábyrgðin nær ekki heldur til skemmda eða eignatjóns vegna eðlilegs slits.

  Gestgjafaábyrgðin er ekki trygging og kemur ekki í stað venjulegrar heimilis- eða leigjendatryggingar. Vertu viss um að skoða og skilja tryggingaskilmálana og hvað tryggingin nær yfir og hvað ekki. Það eru ekki allar tryggingar sem ná til taps eða tjóns af völdum gesta sem leigja eignina þína. Að leggja inn kröfu vegna gestgjafaábyrgðarinnar útilokar ekki að gestur beri fjárhagslega ábyrgð á að greiða bæturnar ef Airbnb ákvarðar að gesturinn sé bótaskyldur.

  Frekari upplýsingar um gestgjafaábyrgðina: airbnb.com/guarantee.