Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig bóka ég netupplifun?

  Þú getur bókað netupplifun á Airbnb á sama hátt og þú bókar staðbundna upplifun. Netupplifanir fara fram á Zoom. Zoom er verkvangur þriðja aðila í skýinu fyrir myndfundi og hann er hægt að nota í tölvum, spjaldtölvum og farsímum.

  Verðlagning

  Netupplifanir eru sjálfkrafa verðlagðar fyrir hvern einstakling. Þú ættir að bóka pláss fyrir hvern einstakling sem tekur þátt í upplifuninni. Ef gestgjafi leyfir mörgum gestum að nota sama tæki mun gestgjafinn þó láta þig vita að þú þurfir aðeins að bóka eitt pláss á upplifunarsíðunni undir „það sem þú munt gera“ og „hvernig þátttaka fer fram“.

  Afbókanir

  Þú getur afbókað allt að 7 dögum áður en upplifun hefst eða innan 24 klst. frá bókun. Netupplifanir og staðbundnar upplifanir á Airbnb hafa sömu reglur um afbókanir.

  Breytingar á bókunum

  Bókun má breyta þar til 72 klst. áður en upplifunin hefst. Sömu reglur um breytingar á frágengnum bókunum gilda um staðbundnar upplifanir og netupplifanir á Airbnb.

  Undirbúningur fyrir netupplifun

  Þú getur séð hvað þarf að undirbúa fyrir þátttöku undir hvernig þátttaka fer fram og kröfur til gesta á upplifunarsíðunni og í staðfestingarpósti fyrir bókunina.

  Hvar gestgjafinn verður

  Þú færð hlekk til að mæta í netupplifunina með staðfestingarpóstinum og áminningarpósti sem er sendur rétt áður en netupplifunin hefst. Þú getur einnig reynt að finna hann í bókunarupplýsingum á ferðasíðunni.

  Hvernig Zoom er notað

  Ef þú notar tölvu getur þú annaðhvort tengst í gegnum vafra eða sótt Zoom appið. Ef þú notar síma með iOS eða Android þarft þú að sækja Zoom appið. Þú þarft ekki að stofna reikning á Zoom. Lestu um það sem þú þarft að vita áður en þú tekur þátt í netupplifun á Zoom.

  Ekki deila hlekk á Zoom með öðrum gesti sem var ekki með í bókuninni þinni og hafðu í huga að gestgjafinn getur fjarlægt alla gesti sem skrá sig inn sérstaklega í fundarherbergið á Zoom.

  Vandamál með Zoom

  Gættu þess að þú hafir réttan hlekk á netupplifunina. Lokaðu Zoom og reyndu hlekkinn aftur hafi hann ekki virkað. Hafðu samband við gestgjafann ef hlekkurinn virkar ekki enn eftir þetta til að athuga hvort gestgjafinn eigi í vandræðum með Zoom.

  Biðji Zoom um lykilorð skaltu senda gestgjafanum skilaboð í gegnum Airbnb til að óska eftir lykilorðinu.

  Ef gestgjafinn á ekki í vandræðum skaltu að endingu skoða hjálparmiðstöð Zoom.

  Óviðeigandi efni

  Hafðu samband við þjónustuver Airbnb ef þú rekst á óviðeigandi efni og tilkynntu það. Gefðu eins miklar upplýsingar og þú getur og Airbnb rannsakar málið.

  Endurgreiðslur

  Gestir eiga rétt á fullri endurgreiðslu komi upp tæknivandamál, svo sem vegna hljóðs eða myndar, hvort sem þau koma upp á tæki gesta eða gestgjafa meðan á upplifun stendur. Lestu heildarreglurnar í grein um reglur um endurgreiðslu til upplifunargesta.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni