Haltu áfram til að sjá tillögur að niðurstöðum

  Hvernig býð ég netupplifun?

  Það eru nokkur atriði sem þarf að sinna áður en netupplifun er send inn. Þar á meðal að lesa yfir viðmið og kröfur Airbnb upplifana og sérkröfur til netupplifana. Auk þess þarf að vita af eftirfarandi áður en tekið er á móti gestum.

  Það sem þarf til að byrja

  Hér eru dæmi um helstu upplýsingar sem þarf að vita fyrir innsendingu:

  • Titill fyrir upplifunina
  • Lýsing, þar á meðal hvaðan er sent út og hvað er sérstakt við staðinn
  • Lýsing á því sem er gert, þar á meðal skýr dagskrá
  • Hæfni og geta, bakgrunnur eða próf
  • Hvað gestir ættu að hafa með sér
  • Hágæðamyndir af upplifuninni, þar með talin mynd af þér talandi fyrir framan myndavél eða tölvu til að sýna að upplifunin fer fram á Netinu

  Þegar þú hefur hugmynd og þessar upplýsingar eru tilbúnar sendir þú hana inn.

  Mundu að þú þarft að staðfesta hver þú ert svo að þú þarft því að vera með myndskilríki.

  Þetta gerist þegar þú biður Airbnb um að skoða tillögu að upplifun.

  Hvernig nota á Zoom

  Netupplifanir fara fram á Zoom. Zoom er hugbúnaður þriðja aðila fyrir myndfundi.

  Að sækja Zoom

  Þú getur sótt Zoom hérna.

  Upptaka sýningarinnar

  Við munum biðja þig um að taka upp kynningu á upplifuninni þegar þú sendir hugmyndina inn. Leiðbeiningar um upptökuna má finna hér.

  Þú getur notað aðra þjónustu við upptökuna en við mælum eindregið með því að nota Zoom til að kynna sér hvernig allt virkar.

  Þegar netupplifunin þín hefur verið samþykkt

  Þú þarft að opna nýjan aðgang hjá Zoom í upplifunarstillingunum. Þetta er sérstakur Zoom-aðgangur sem verður tengdur við upplifun þína á Airbnb.

  Fyrir þennan nýja aðgang verður að nota netfang sem þú notar ekki fyrir annan aðgang að Zoom.

  Þú færð tölvupóst með leiðbeiningum um uppsetningu á þessum nýja Zoom-aðgangi. Að loknu ferlinu verður nýi Zoom-aðgangurinn virkjaður.

  Athugaðu að það getur liðið allt að hálftími frá því að ferlinu lýkur þangað til staðan á Zoom uppfærist.

  Að finna hlekk og lykilorð fyrir Zoom

  Hlekkurinn fyrir hvert skipti upplifunarinnar á Zoom er í dagatalinu þínu, staðfestingarpósti sem er sendur í hvert sinn sem gestur bókar og áminningarpósti sem er sendur áður en upplifun hefst.

  Villugreining á Zoom

  Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver Zoom ef vandamálið tengist Zoom. Einnig má finna upplýsingar í hjálparmiðstöð Zoom.

  Hvernig gestir bóka netupplifanir

  Gestir fara eins að við að bóka netupplifanir og staðbundnar upplifanir á Airbnb. Þú notar biðstofu á Zoom til að stýra því hver tekur þátt í upplifuninni. Þú þarft ekki að bjóða öðrum en þeim sem bókuðu sig inn þótt gestur deili hlekk á Zoom með viðkomandi.

  Hvernig verðlagning virkar

  Þú ræður verðinu. Við mælum með því að byrja á lægra verði og svo getur þú hækkað það eftir því sem þú verður reyndari og þegar þú færð 5-stjörnu umsagnir. Airbnb tekur þjónustugjald af gestgjöfum (nema upplifunin hafi félagsleg áhrif) alveg eins og um staðbundna upplifun væri að ræða.

  Netupplifanir eru sjálfkrafa verðlagðar miðað við hvern gest. Ef bókun var gerð fyrir einn gest og þú tekur eftir 2 gestum getur þú beðið viðkomandi um að borga fyrir hinn gestinn í úrlausnarmiðstöðinni. Finnist þér hins vegar í lagi að margir gestir noti sama tæki getur þú látið gestina vita í lýsingunni þinni að þeir þurfi aðeins að bóka eitt sæti.

  Þú getur einnig sett verð fyrir einkahóp. Með einkahópum geta gestir pantað öll sæti í upplifun á tilteknum degi og tíma sem þú býður upplifunina.

  Fékkstu þá aðstoð sem þú þurftir?

  Greinar um tengt efni